Bætur almannatrygginga munu hækka um 9,4 prósent á næsta ári samkvæmt nýkynntu fjárlagafrumvarpi. Hækkunin er í takt við lög um almannatryggingar sem kveða á um að bætur skuli taka mið af launaþróun.
Í frumvarpinu kemur fram að með 3,5 prósenta hækkun í upphafi ársins 2014 og 3 prósenta hækkun í upphafi árs 2015 muni uppsöfnuð hækkun bóta á árunum 2014-2016 nema 16,6 prósentum.
Gert er ráð fyrir að framlög til tryggingamála muni hækka um 13,6 milljarða milli ára og verði 138,5 milljarðar króna miðað við 124,9 milljarða á þessu ári. Þá hækki bætur lífeyristrygginga um 7,8 milljarða og verði 83,6 milljarðar. Hækkunin skýrist af hækkun bótagreiðslna auk þess að 1,5 milljarða hækkun er vegna endurmats á fjárþörf tryggingakerfisins og áætlaðir fjölgun bótaþega.
Bætur hækka um 9,4 prósent
ingvar haraldsson skrifar
