Lýsir áhyggjum af því að framundan sé minna aðhald í ríkisfjármálum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. september 2015 18:05 Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að það valdi sér miklum vonbrigðum að engin merki séu um skattalækkanir á atvinnulífið í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, kynnti frumvarpið í dag. „Atvinnulífið bar hitann og þungann af þeim skattahækkunum sem lagðar voru á á árunum 2009-2013 í kjölfar hrunsins,“ segir Þorsteinn í samtali við Vísi. Hann segir að nær ekkert sé gert til þess að draga þær hækkanir til baka og kallar eftir framtíðarsýn stjórnvalda á hvernig lækka eigi skatta og gjöld á fyrirtæki. Aðspurður hvort hann geti nefnt einhverja skatta eða gjöld sem dæmi segir Þorsteinn: „Við höfum bent á nokkra pósta en langstærsti þátturinn liggur í bankaskattinum sem er ekkert annað en bein skattlagning á viðskiptavini bankans. Það eru í dag engin rök að baki þessum skatti sem átti að vera til þess að bæta ríkissjóði það tjóns sem varð vegna hrunsins. Maður spyr sig hins vegar hver það er sem er að greiða fyrir þetta tjón því ef skatturinn kemur fram í verðlagningu bankanna þá eru það almenningur og fyrirtækin í landinu sem eru að borga.“ Þá bendir Þorsteinn jafnframt á tryggingargjaldið en það lækkar nú um 0,15% milli ára. Það sé samt enn mjög íþyngjandi fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki og vilja SA að það lækki enn frekar. „Svo má auðvitað segja að við höfum áhyggjur af tóninum; að það sé framundan mun minna aðhald í ríkisfjármálum og bendum bara einfaldlega á að ríkisútgjöld sem hlutfall af landsframleiðslu eru ennþá mjög há,“ segir Þorsteinn. Það jákvæða sem SA taka út úr frumvarpinu er ágætur afgangur af ríkissjóði og áframhaldandi áhersla á að greiða niður skuldir ríkissjóðs. Þá sé einnig jákvætt að sjá skref í átt að lækkunum á tekjuskatti og lækkanir á tollum. Fjárlagafrumvarp 2016 Tengdar fréttir Stefnt að 15,3 milljarða afgangi á fjárlögum næsta árs Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2016 í Hörpu í hádeginu. 8. september 2015 13:01 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Fleiri fréttir Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að það valdi sér miklum vonbrigðum að engin merki séu um skattalækkanir á atvinnulífið í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, kynnti frumvarpið í dag. „Atvinnulífið bar hitann og þungann af þeim skattahækkunum sem lagðar voru á á árunum 2009-2013 í kjölfar hrunsins,“ segir Þorsteinn í samtali við Vísi. Hann segir að nær ekkert sé gert til þess að draga þær hækkanir til baka og kallar eftir framtíðarsýn stjórnvalda á hvernig lækka eigi skatta og gjöld á fyrirtæki. Aðspurður hvort hann geti nefnt einhverja skatta eða gjöld sem dæmi segir Þorsteinn: „Við höfum bent á nokkra pósta en langstærsti þátturinn liggur í bankaskattinum sem er ekkert annað en bein skattlagning á viðskiptavini bankans. Það eru í dag engin rök að baki þessum skatti sem átti að vera til þess að bæta ríkissjóði það tjóns sem varð vegna hrunsins. Maður spyr sig hins vegar hver það er sem er að greiða fyrir þetta tjón því ef skatturinn kemur fram í verðlagningu bankanna þá eru það almenningur og fyrirtækin í landinu sem eru að borga.“ Þá bendir Þorsteinn jafnframt á tryggingargjaldið en það lækkar nú um 0,15% milli ára. Það sé samt enn mjög íþyngjandi fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki og vilja SA að það lækki enn frekar. „Svo má auðvitað segja að við höfum áhyggjur af tóninum; að það sé framundan mun minna aðhald í ríkisfjármálum og bendum bara einfaldlega á að ríkisútgjöld sem hlutfall af landsframleiðslu eru ennþá mjög há,“ segir Þorsteinn. Það jákvæða sem SA taka út úr frumvarpinu er ágætur afgangur af ríkissjóði og áframhaldandi áhersla á að greiða niður skuldir ríkissjóðs. Þá sé einnig jákvætt að sjá skref í átt að lækkunum á tekjuskatti og lækkanir á tollum.
Fjárlagafrumvarp 2016 Tengdar fréttir Stefnt að 15,3 milljarða afgangi á fjárlögum næsta árs Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2016 í Hörpu í hádeginu. 8. september 2015 13:01 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Fleiri fréttir Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Sjá meira
Stefnt að 15,3 milljarða afgangi á fjárlögum næsta árs Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2016 í Hörpu í hádeginu. 8. september 2015 13:01