Á þriðja milljarð í húsnæðismál Jón Hákon Halldórsson skrifar 9. september 2015 07:00 Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra segir að ríkisstjórnin sé að efna fyrirheit sem gefin voru í vor. vísir/vilhelm Gert er ráð fyrir að 2,6 milljörðum króna verði varið til húsnæðismála, samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. Þar af fara 1,5 milljarðar í stofnframlög vegna uppbyggingar á félagslegu leiguhúsnæði, en 1,1 milljarður í húsaleigubætur. Í frumvarpinu kemur fram að þetta sé í samræmi við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá því í lok maí í tengslum við gerð kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. „Í henni lýstum við yfir ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að byggja allt að 2.300 leiguíbúðir á næstu fjórum árum sem yrði þá fjármagnað með stofnframlögum ríkis og sveitarfélaga og beinum vaxtagreiðslum líka,“ segir Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, í samtali við Fréttablaðið. Miðað er við að hægt verði að hefja þetta átak strax á næsta ári og byggja þá eða kaupa allt að 400 leiguíbúðir. Spurð hvort leiguhúsnæðið verði byggt upp í Reykjavík eða annars staðar á landinu segir Eygló að það muni ráðast af þörfinni. „Þörfin hefur verið mest á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Eygló. En hún bætir því við að aukinn ferðamannastraumur víða utan höfuðborgarsvæðisins og viðleitni sveitarfélaga til að snúa við byggðaþróun hafi valdið því að mikill skortur á leiguhúsnæði hafi myndast þar líka. Í fjárlagafrumvarpinu er einnig lagt til að frítekjumark fjármagnstekjuskatts af leigutekjum einstaklinga af íbúðarhúsnæði verði hækkað úr 30 prósentum í 50 prósent. Virk skattbyrði leigutekna mun þar með lækka úr 14 prósentum í 10 prósent. Markmiðið með þessu er að hvetja til langtímaleigu íbúðarhúsnæðis. En hætta er á að skammtímaleiga húsnæðis, til dæmis í gegnum vefsíður á borð við Airbnb, sé til þess fallin að draga úr framboði á leiguhúsnæði til langs tíma og þrýsta þar með upp leiguverði. „Þetta er í samræmi við tillögur sem komu frá verkefnastjórn um framtíðarskipan húsnæðismála og við lofuðum líka í samræmi við kjarasamninga,“ segir Eygló og vísar í fyrrgreinda yfirlýsingu sem gefin var út i vor. Þar hét ríkisstjórnin því að hvatt yrði til aukins framboðs á íbúðum og að menn væru þá meira tilbúnir til þess að leigja til almennra heimila. Eygló telur að með þessu sé ríkisstjórnin að efna þau fyrirheit sem gefin voru í vor. „Þetta er það sem við lofuðum. Við erum síðan að vinna að ýmsum öðrum tillögum sem hafa ekki bein fjárútlát í för með sér. En þetta eru stóru tillögurnar sem snúa að fjárlagafrumvarpinu og mjög stórt skref í breytingum á húsnæðismarkaði,“ segir hún. Eygló segist að öðru leyti vera mjög sátt við áhersluna sem endurspeglast í frumvarpinu. Í því felist auknar fjárveitingar til velferðarmála og húsnæðismála. Og að ekki sé gerð aðhaldskrafa á almannatryggingar og atvinnuleysisbætur. „Þannig að ég er mjög sátt.“ Fjárlagafrumvarp 2016 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Fleiri fréttir „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Sjá meira
Gert er ráð fyrir að 2,6 milljörðum króna verði varið til húsnæðismála, samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. Þar af fara 1,5 milljarðar í stofnframlög vegna uppbyggingar á félagslegu leiguhúsnæði, en 1,1 milljarður í húsaleigubætur. Í frumvarpinu kemur fram að þetta sé í samræmi við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá því í lok maí í tengslum við gerð kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. „Í henni lýstum við yfir ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að byggja allt að 2.300 leiguíbúðir á næstu fjórum árum sem yrði þá fjármagnað með stofnframlögum ríkis og sveitarfélaga og beinum vaxtagreiðslum líka,“ segir Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, í samtali við Fréttablaðið. Miðað er við að hægt verði að hefja þetta átak strax á næsta ári og byggja þá eða kaupa allt að 400 leiguíbúðir. Spurð hvort leiguhúsnæðið verði byggt upp í Reykjavík eða annars staðar á landinu segir Eygló að það muni ráðast af þörfinni. „Þörfin hefur verið mest á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Eygló. En hún bætir því við að aukinn ferðamannastraumur víða utan höfuðborgarsvæðisins og viðleitni sveitarfélaga til að snúa við byggðaþróun hafi valdið því að mikill skortur á leiguhúsnæði hafi myndast þar líka. Í fjárlagafrumvarpinu er einnig lagt til að frítekjumark fjármagnstekjuskatts af leigutekjum einstaklinga af íbúðarhúsnæði verði hækkað úr 30 prósentum í 50 prósent. Virk skattbyrði leigutekna mun þar með lækka úr 14 prósentum í 10 prósent. Markmiðið með þessu er að hvetja til langtímaleigu íbúðarhúsnæðis. En hætta er á að skammtímaleiga húsnæðis, til dæmis í gegnum vefsíður á borð við Airbnb, sé til þess fallin að draga úr framboði á leiguhúsnæði til langs tíma og þrýsta þar með upp leiguverði. „Þetta er í samræmi við tillögur sem komu frá verkefnastjórn um framtíðarskipan húsnæðismála og við lofuðum líka í samræmi við kjarasamninga,“ segir Eygló og vísar í fyrrgreinda yfirlýsingu sem gefin var út i vor. Þar hét ríkisstjórnin því að hvatt yrði til aukins framboðs á íbúðum og að menn væru þá meira tilbúnir til þess að leigja til almennra heimila. Eygló telur að með þessu sé ríkisstjórnin að efna þau fyrirheit sem gefin voru í vor. „Þetta er það sem við lofuðum. Við erum síðan að vinna að ýmsum öðrum tillögum sem hafa ekki bein fjárútlát í för með sér. En þetta eru stóru tillögurnar sem snúa að fjárlagafrumvarpinu og mjög stórt skref í breytingum á húsnæðismarkaði,“ segir hún. Eygló segist að öðru leyti vera mjög sátt við áhersluna sem endurspeglast í frumvarpinu. Í því felist auknar fjárveitingar til velferðarmála og húsnæðismála. Og að ekki sé gerð aðhaldskrafa á almannatryggingar og atvinnuleysisbætur. „Þannig að ég er mjög sátt.“
Fjárlagafrumvarp 2016 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Fleiri fréttir „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Sjá meira