Citroën kynnir arftaka Mehari Finnur Thorlacius skrifar 20. ágúst 2015 15:33 Citroën Mehari. Á komandi bílasýningu í Frankfurt mun Citroën kynna nýjan bíl sem innblásinn er af gömlum bíl sem Citroën framleiddi á árunum 1968 til 1987, þ.e. Citroën Mehari. Þessi nýi bíll verður byggður á Citroën C4 Cactus bílnum og á að vera skemmtilegur og praktískur bíll á lágu verði. Heyrst hefur að þessi bíll verði með rafmótorum, hvort sem þeir verða til aðstoðar brunavél, eða aðaldrifrás bílsins. Citroën framleiddi alls 150.000 Mehari á sínum tíma og var sá bíll byggður á öðrum enn frægari bíl frá Citroën, 2CV. Mehari var með afar létta yfirbyggingu og var til dæmis notaður af franska hernum sem átti það til að binda Mehari í fallhlífar og koma þeim þannig á torveldari staði. Einnig var Mehari mikið notaður af frönskum bændum sem gátu ekið þeim um akra sína. Þá var Mehari einnig vinsæll bíll til að fara á á ströndina. Citroën hefur sótt um einkarétt á nafninu e-Mehari og það eitt bendir til þess að bíllinn verði með rafmagnsdrifrás, að hluta eða öllu leiti. Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent
Á komandi bílasýningu í Frankfurt mun Citroën kynna nýjan bíl sem innblásinn er af gömlum bíl sem Citroën framleiddi á árunum 1968 til 1987, þ.e. Citroën Mehari. Þessi nýi bíll verður byggður á Citroën C4 Cactus bílnum og á að vera skemmtilegur og praktískur bíll á lágu verði. Heyrst hefur að þessi bíll verði með rafmótorum, hvort sem þeir verða til aðstoðar brunavél, eða aðaldrifrás bílsins. Citroën framleiddi alls 150.000 Mehari á sínum tíma og var sá bíll byggður á öðrum enn frægari bíl frá Citroën, 2CV. Mehari var með afar létta yfirbyggingu og var til dæmis notaður af franska hernum sem átti það til að binda Mehari í fallhlífar og koma þeim þannig á torveldari staði. Einnig var Mehari mikið notaður af frönskum bændum sem gátu ekið þeim um akra sína. Þá var Mehari einnig vinsæll bíll til að fara á á ströndina. Citroën hefur sótt um einkarétt á nafninu e-Mehari og það eitt bendir til þess að bíllinn verði með rafmagnsdrifrás, að hluta eða öllu leiti.
Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent