Citroën kynnir arftaka Mehari Finnur Thorlacius skrifar 20. ágúst 2015 15:33 Citroën Mehari. Á komandi bílasýningu í Frankfurt mun Citroën kynna nýjan bíl sem innblásinn er af gömlum bíl sem Citroën framleiddi á árunum 1968 til 1987, þ.e. Citroën Mehari. Þessi nýi bíll verður byggður á Citroën C4 Cactus bílnum og á að vera skemmtilegur og praktískur bíll á lágu verði. Heyrst hefur að þessi bíll verði með rafmótorum, hvort sem þeir verða til aðstoðar brunavél, eða aðaldrifrás bílsins. Citroën framleiddi alls 150.000 Mehari á sínum tíma og var sá bíll byggður á öðrum enn frægari bíl frá Citroën, 2CV. Mehari var með afar létta yfirbyggingu og var til dæmis notaður af franska hernum sem átti það til að binda Mehari í fallhlífar og koma þeim þannig á torveldari staði. Einnig var Mehari mikið notaður af frönskum bændum sem gátu ekið þeim um akra sína. Þá var Mehari einnig vinsæll bíll til að fara á á ströndina. Citroën hefur sótt um einkarétt á nafninu e-Mehari og það eitt bendir til þess að bíllinn verði með rafmagnsdrifrás, að hluta eða öllu leiti. Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Á komandi bílasýningu í Frankfurt mun Citroën kynna nýjan bíl sem innblásinn er af gömlum bíl sem Citroën framleiddi á árunum 1968 til 1987, þ.e. Citroën Mehari. Þessi nýi bíll verður byggður á Citroën C4 Cactus bílnum og á að vera skemmtilegur og praktískur bíll á lágu verði. Heyrst hefur að þessi bíll verði með rafmótorum, hvort sem þeir verða til aðstoðar brunavél, eða aðaldrifrás bílsins. Citroën framleiddi alls 150.000 Mehari á sínum tíma og var sá bíll byggður á öðrum enn frægari bíl frá Citroën, 2CV. Mehari var með afar létta yfirbyggingu og var til dæmis notaður af franska hernum sem átti það til að binda Mehari í fallhlífar og koma þeim þannig á torveldari staði. Einnig var Mehari mikið notaður af frönskum bændum sem gátu ekið þeim um akra sína. Þá var Mehari einnig vinsæll bíll til að fara á á ströndina. Citroën hefur sótt um einkarétt á nafninu e-Mehari og það eitt bendir til þess að bíllinn verði með rafmagnsdrifrás, að hluta eða öllu leiti.
Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira