Golf

Púttaði í á sextándu holu og bað konunnar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hartø undirbýr sig að negla kúlunni.
Hartø undirbýr sig að negla kúlunni. vísir/getty
Andreas Hartø var heldur betur rómantískur á sextándu flötinni á Evrópumótaröðinni á dögunum, en mótið var haldið í Danmörku.

Hartø púttaði í fyrir fugli á sextándu flötunni og eftir að hann kláraði holuna labbaði hann að kærustu sinni sem var í áhorfendaskaranum og bað hennar.

Mótið var haldið á Himerland Golf vellinum, en hann náði ekki í gegnum niðurskurðinn á mótinu. Hann spilaði á fimm höggum yfir pari, en hann var þrátt fyrir það ánægður eftir hringinn.

„Ég er heppinn maður. Áhorfendurnir voru að tryllast og við elskuðum það. Ég veit ekki hvernig ég hitti þetta teighögg eða þetta pútt. Ég var grátandi og hún var grátandi,” sagði Hartø við blaðamenn.

Myndbandið má sjá hér neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×