Nemendur í Kópavogi fá 900 spjaldtölvur Samúel Karl Ólason skrifar 24. ágúst 2015 15:07 Allir nemendur í fimmta til tíunda bekk munu vera með spjaldtölvur frá og með næsta hausti. Vísir/GEtty Nemendur í áttunda og níunda bekk í grunnskólum Kópavogs munu fá 900 spjaldtölvur afhentar mánudaginn 7. september. Er það fyrsti liður í spjaldtölvuvæðingu grunnskóla í Kópavogi. Nemendurnir munu einnig fá fræðslu um netöryggi og stafræna borgaravitund. Samkvæmt tilkynningu frá Kópavogsbæ verða haldnir kynningarfundir í skólunum fyrir foreldra. Þar verður farið yfir ýmis hagnýt atriði, reglur um notkun og aðra skilmála. „Allir kennarar í grunnskólum Kópavogs fengu afhentar spjaldtölvur í júní og sóttu margir þeirra námskeið í sumar til að kynna sér notkun spjaldtölva í kennslu. Með afhendingu spjaldtölvanna í áttunda og níunda bekk hefst innleiðing spjaldtölva í grunnskóla á mið- og unglingastigi í Kópavogi. Sjötti og sjöundi bekkur fær spjaldtölvur upp úr áramótum og síðustu tveir árgangar næsta haust,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að markmið spjaldtölvuvæðingarinnar sé að bæta skólastarf í Kópavogi með tilliti til árangurs og í takt við nýja tíma. Allir nemendur í fimmta til tíunda bekk munu vera með spjaldtölvur frá og með næsta hausti en auk þess fá skólar úthlutað spjaldtölvum sem nemendur í yngri bekkjum munu hafa aðgang að í skólanum. „Nemendur munu fá Apple iPad spjaldtölvur en sú ákvörðun var tekin að loknu ítarlegu matsferli þar sem margar gerðir spjaldtölva voru skoðaðar. Notaður er umsýsluhugbúnaður sem kallast AirWatch sem gerir kleift að dreifa efni á spjaldtölvurnar, bæði námsbókum og forritum, sem og að rekja staðsetningu tækis ef það týnist og gera það ónothæft sé því stolið.“ Tækjunum fylgir ýmis konar hugbúnaður sem nemendur geta nýtt í leik og starfi og þá fá allir nemendur afhent hulstur með spjaldtölvunni til að verja hana gegn skemmdum. Tækni Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Fleiri fréttir Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Sjá meira
Nemendur í áttunda og níunda bekk í grunnskólum Kópavogs munu fá 900 spjaldtölvur afhentar mánudaginn 7. september. Er það fyrsti liður í spjaldtölvuvæðingu grunnskóla í Kópavogi. Nemendurnir munu einnig fá fræðslu um netöryggi og stafræna borgaravitund. Samkvæmt tilkynningu frá Kópavogsbæ verða haldnir kynningarfundir í skólunum fyrir foreldra. Þar verður farið yfir ýmis hagnýt atriði, reglur um notkun og aðra skilmála. „Allir kennarar í grunnskólum Kópavogs fengu afhentar spjaldtölvur í júní og sóttu margir þeirra námskeið í sumar til að kynna sér notkun spjaldtölva í kennslu. Með afhendingu spjaldtölvanna í áttunda og níunda bekk hefst innleiðing spjaldtölva í grunnskóla á mið- og unglingastigi í Kópavogi. Sjötti og sjöundi bekkur fær spjaldtölvur upp úr áramótum og síðustu tveir árgangar næsta haust,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að markmið spjaldtölvuvæðingarinnar sé að bæta skólastarf í Kópavogi með tilliti til árangurs og í takt við nýja tíma. Allir nemendur í fimmta til tíunda bekk munu vera með spjaldtölvur frá og með næsta hausti en auk þess fá skólar úthlutað spjaldtölvum sem nemendur í yngri bekkjum munu hafa aðgang að í skólanum. „Nemendur munu fá Apple iPad spjaldtölvur en sú ákvörðun var tekin að loknu ítarlegu matsferli þar sem margar gerðir spjaldtölva voru skoðaðar. Notaður er umsýsluhugbúnaður sem kallast AirWatch sem gerir kleift að dreifa efni á spjaldtölvurnar, bæði námsbókum og forritum, sem og að rekja staðsetningu tækis ef það týnist og gera það ónothæft sé því stolið.“ Tækjunum fylgir ýmis konar hugbúnaður sem nemendur geta nýtt í leik og starfi og þá fá allir nemendur afhent hulstur með spjaldtölvunni til að verja hana gegn skemmdum.
Tækni Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Fleiri fréttir Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Sjá meira