Fótbolti

Coleman: Afhverju ætti Bale að fara frá Real Madrid?

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Gareth Bale.
Gareth Bale. Vísir/Getty
Þjálfari velska landsliðsins, Chris Coleman, segist ekki skilja orðróma sem orða Gareth Bale við Manchester United en Bale hefur verið orðaður við Manchester United undanfarna mánuði.

Voru orðrómar um að Manchester United hefði einnig lagt fram tilboð í Bale þegar hann gekk til liðs við Real Madrid en hann var töluvert gagnrýndur af stuðningsmönnum Madrídarliðsins sem og spænskum fjölmiðlum á síðasta tímabili.

„Ég veit að þetta er Manchester United en afhverju ætti hann að fara frá Real Madrid? Hann fékk afar ósanngjarna gagnrýni á síðasta tímabili þegar allt liðið átti í erfiðleikum en ég er viss um að hann muni blómstra á ný undir stjórn Benitez,“ sagði Coleman sem sagði að leikmenn væru ekki jafn lemstraðir eftir leiki á Spáni.

„Ég vona að hann verði áfram á Spáni, það er alltaf verið að sparka í leikmenn í hans gæðaflokki og það sérstaklega í ensku úrvalsdeildinni. Þegar hann kemur í landsliðsverkefni í dag er hann í mun betra ástandi en þegar hann var hjá Tottenham.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×