Innlent

Veðrið nær hámarki eftir hádegi

Birgir Olgeirsson skrifar
Vindaspá Veðurstofu Íslands klukkan þrjú í dag.
Vindaspá Veðurstofu Íslands klukkan þrjú í dag. Vísir/vedur.is
Búist er við stormi, meira en 20 metrum á sekúndu, og vindhviðum allt að 35 metrum á sekúndu við fjöll við suður- og suðvesturströndina og á miðhálendinu eftir hádegi í dag. Búast má við að stormurinn nái hámarki síðdegis og verði genginn niður um kvöldmatarleytið.

Vegfarendum með aftanívagna er ráðlagt að fara ekki um þessi svæði fyrr en vind lægir. Einnig er ráðlagt að huga að tjöldum og lausamunum.

Veðurhorfur á landinu næstu daga samkvæmt textaspá Veðurstofu Íslands:

Á morgun:

Verður suðaustanátt, 10 – 18 metrar á sekúndu, og rigning sunnan til en hægari og úrkomulítið norðan til fram eftir morgundeginum. Hiti 7 til 17 stig, hlýjast norðaustan til.

Á föstudag:

Austan og norðaustan 8-13 m/s og rigning SA-lands, en annars skýjað með köflum og skúrir á víð og dreif. Hiti 10 til 16 stig, hlýjast N- og V-lands.

Á laugardag:

Norðaustlæg átt, 5-13. Skýjað en úrkomulítið á norðanverðu landinu, rigning SA-lands en síðdegisskúrir SV-lands. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast V- og N-lands.

Á sunnudag:

Útlit fyrir sunnan 5-10, rigningu S- og V-lands og hiti 8 til 12 gráður en annars skýjað með köflum og hiti 10 til 16 stig.

Á mánudag:

Sunnan 5-10, dálítil væta S- og V-lands en annars skýjað með köflum. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast NA-til.

Á þriðjudag:

Útlit fyrir hægviðri, bjart með köflum en skýjaðra með sjónum. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast inn til landsins.

Á miðvikudag:

NA-læg átt, rigning SA-til. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast SV-lands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×