„Ég vil þakka ykkur fyrir það sem þið gerðuð fyrir mig. Ég mun aldrei gleyma því.“ Birgir Olgeirsson skrifar 14. ágúst 2015 13:09 Björgunarsveitarfólkið okkar fær toppeinkunn frá erlendum ferðamanni. Vísir/Landsbjörg Erlendur ferðamaður fer fögrum orðum um björgunarsveitarfólkið okkar. Slysavarnafélagið Landsbjörg birti bréf á Facebook-síðu sinni sem ferðamaðurinn sendi björgunarsveitinni Suðurnes fyrir skemmstu en þar segir hann frá hjólreiðaslysi sem hann lenti í nærri Landmannalaugum á Fjallabaksleið 6. ágúst síðastliðinn. „Ég vildi láta ykkur vita hve þakklátur ég er. Ég hafði heyrt af björgunarsveitum sem hjálpuðu ferðamönnum en mér datt aldrei til hugar að ég yrði einn þeirra sem þyrfti á hjálp að halda,“ segir ferðamaðurinn.Sár kvalinn Hann segir leiðsögumann sinn hafa kallað eftir hjálp því flytja þurfti ferðamanninn niður fjall. „Ég var sár kvalinn og með óráði en áttaði mig þó á aðstæðum, og ég verð að segja að mér finnst mikið til ykkar starfs koma: Allt sem þið gerðuð var fagmannlegt, hratt og öruggt. Ég var öruggur og í góðum höndum.“„Ekki eins og einhver kjánalegur ferðamaður“ Hann nefnir sérstaklega að hann var hrifnastur af því að hafa verið meðhöndlaður eins og manneskja. „En ekki eins og einhver kjánalegur ferðamaður,“ segir hann og þakkar fyrir að enginn af björgunarsveitarmönnum hafi ákveðið að klippa íslenska ullarpeysu hans í sundur til að geta hlúð að honum.Björgunarsveitarmaður hélt í höndina á honum „Það kann að hljóma léttvægt í ykkar eyrum en er mér mjög mikilvægt,“ segir ferðamaðurinn. Hann segir björgunarsveitarmann hafa haldið í höndina á honum á leið til byggða og þótti honum afar vænta um það. „Ég veit ekki hver það var en það var gott, svo traustvekjandi.“ Hann segist hafa verið fluttur á sjúkrahús á Selfossi þar sem var einnig hugsað vel um hann. Hann fékk að fara af sjúkrahúsinu daginn eftir með poka fullan af verkjalyfjum og án allra alvarlegra meiðsla. „Ég vil þakka ykkur fyrir það sem þið gerðuð fyrir mig. Ég mun aldrei gleyma því.“Skil þetta bara eftir hér :)"Last week on Thursday 6th, I had a riding accident near Landmannalaugar. It happend...Posted by Slysavarnafélagið Landsbjörg on Friday, August 14, 2015 Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fleiri fréttir Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Sjá meira
Erlendur ferðamaður fer fögrum orðum um björgunarsveitarfólkið okkar. Slysavarnafélagið Landsbjörg birti bréf á Facebook-síðu sinni sem ferðamaðurinn sendi björgunarsveitinni Suðurnes fyrir skemmstu en þar segir hann frá hjólreiðaslysi sem hann lenti í nærri Landmannalaugum á Fjallabaksleið 6. ágúst síðastliðinn. „Ég vildi láta ykkur vita hve þakklátur ég er. Ég hafði heyrt af björgunarsveitum sem hjálpuðu ferðamönnum en mér datt aldrei til hugar að ég yrði einn þeirra sem þyrfti á hjálp að halda,“ segir ferðamaðurinn.Sár kvalinn Hann segir leiðsögumann sinn hafa kallað eftir hjálp því flytja þurfti ferðamanninn niður fjall. „Ég var sár kvalinn og með óráði en áttaði mig þó á aðstæðum, og ég verð að segja að mér finnst mikið til ykkar starfs koma: Allt sem þið gerðuð var fagmannlegt, hratt og öruggt. Ég var öruggur og í góðum höndum.“„Ekki eins og einhver kjánalegur ferðamaður“ Hann nefnir sérstaklega að hann var hrifnastur af því að hafa verið meðhöndlaður eins og manneskja. „En ekki eins og einhver kjánalegur ferðamaður,“ segir hann og þakkar fyrir að enginn af björgunarsveitarmönnum hafi ákveðið að klippa íslenska ullarpeysu hans í sundur til að geta hlúð að honum.Björgunarsveitarmaður hélt í höndina á honum „Það kann að hljóma léttvægt í ykkar eyrum en er mér mjög mikilvægt,“ segir ferðamaðurinn. Hann segir björgunarsveitarmann hafa haldið í höndina á honum á leið til byggða og þótti honum afar vænta um það. „Ég veit ekki hver það var en það var gott, svo traustvekjandi.“ Hann segist hafa verið fluttur á sjúkrahús á Selfossi þar sem var einnig hugsað vel um hann. Hann fékk að fara af sjúkrahúsinu daginn eftir með poka fullan af verkjalyfjum og án allra alvarlegra meiðsla. „Ég vil þakka ykkur fyrir það sem þið gerðuð fyrir mig. Ég mun aldrei gleyma því.“Skil þetta bara eftir hér :)"Last week on Thursday 6th, I had a riding accident near Landmannalaugar. It happend...Posted by Slysavarnafélagið Landsbjörg on Friday, August 14, 2015
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fleiri fréttir Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Sjá meira