Næsti BMW M3 fær rafmótora Finnur Thorlacius skrifar 17. ágúst 2015 15:04 BMW M3. Næstu kynslóðir BMW 3 og 4 bílanna eiga ekki að líta dagsljósið fyrr en eftir þrjú til fjögur ár, en heyrst hefur að þeir verði talsvert léttari en forverarnir, breiðari, með lengra milli öxla og nokkru lægri þyngdarpunkt. Auk þess hefur heyrst að kraftabíllinn BMW M3 fái rafmótora (Plug-In-Hybrid) auk bensínvélarinnar og fari úr 425 hestöflum í ríflega 500 hestöfl. Afl rafmótoranna verður einungis sent til afturhjólanna. Búist er við því að bíllinn haldi 3,0 lítra og 6 strokka bensínvélinni en við hana bætast rafdrifnar forþjöppur. Aukinni þyngd vegna rafhlaðanna verður mætt með mikilli notkun koltrefja og því á bíllinn að verða léttari en forverinn. BMW hefur öðlast talsverða þekkingu á rafmagnsdrifrásum með framleiðslu i3 og i8 bílanna, svo það kemur ef til vill ekkert á óvart að fleiri bílgerðir verði búnir rafmótorum og afl þeirra aukið með þeim hætti og bensíneyðsla þeirra minnkuð í leiðinni. Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent
Næstu kynslóðir BMW 3 og 4 bílanna eiga ekki að líta dagsljósið fyrr en eftir þrjú til fjögur ár, en heyrst hefur að þeir verði talsvert léttari en forverarnir, breiðari, með lengra milli öxla og nokkru lægri þyngdarpunkt. Auk þess hefur heyrst að kraftabíllinn BMW M3 fái rafmótora (Plug-In-Hybrid) auk bensínvélarinnar og fari úr 425 hestöflum í ríflega 500 hestöfl. Afl rafmótoranna verður einungis sent til afturhjólanna. Búist er við því að bíllinn haldi 3,0 lítra og 6 strokka bensínvélinni en við hana bætast rafdrifnar forþjöppur. Aukinni þyngd vegna rafhlaðanna verður mætt með mikilli notkun koltrefja og því á bíllinn að verða léttari en forverinn. BMW hefur öðlast talsverða þekkingu á rafmagnsdrifrásum með framleiðslu i3 og i8 bílanna, svo það kemur ef til vill ekkert á óvart að fleiri bílgerðir verði búnir rafmótorum og afl þeirra aukið með þeim hætti og bensíneyðsla þeirra minnkuð í leiðinni.
Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent