Næsti BMW M3 fær rafmótora Finnur Thorlacius skrifar 17. ágúst 2015 15:04 BMW M3. Næstu kynslóðir BMW 3 og 4 bílanna eiga ekki að líta dagsljósið fyrr en eftir þrjú til fjögur ár, en heyrst hefur að þeir verði talsvert léttari en forverarnir, breiðari, með lengra milli öxla og nokkru lægri þyngdarpunkt. Auk þess hefur heyrst að kraftabíllinn BMW M3 fái rafmótora (Plug-In-Hybrid) auk bensínvélarinnar og fari úr 425 hestöflum í ríflega 500 hestöfl. Afl rafmótoranna verður einungis sent til afturhjólanna. Búist er við því að bíllinn haldi 3,0 lítra og 6 strokka bensínvélinni en við hana bætast rafdrifnar forþjöppur. Aukinni þyngd vegna rafhlaðanna verður mætt með mikilli notkun koltrefja og því á bíllinn að verða léttari en forverinn. BMW hefur öðlast talsverða þekkingu á rafmagnsdrifrásum með framleiðslu i3 og i8 bílanna, svo það kemur ef til vill ekkert á óvart að fleiri bílgerðir verði búnir rafmótorum og afl þeirra aukið með þeim hætti og bensíneyðsla þeirra minnkuð í leiðinni. Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Næstu kynslóðir BMW 3 og 4 bílanna eiga ekki að líta dagsljósið fyrr en eftir þrjú til fjögur ár, en heyrst hefur að þeir verði talsvert léttari en forverarnir, breiðari, með lengra milli öxla og nokkru lægri þyngdarpunkt. Auk þess hefur heyrst að kraftabíllinn BMW M3 fái rafmótora (Plug-In-Hybrid) auk bensínvélarinnar og fari úr 425 hestöflum í ríflega 500 hestöfl. Afl rafmótoranna verður einungis sent til afturhjólanna. Búist er við því að bíllinn haldi 3,0 lítra og 6 strokka bensínvélinni en við hana bætast rafdrifnar forþjöppur. Aukinni þyngd vegna rafhlaðanna verður mætt með mikilli notkun koltrefja og því á bíllinn að verða léttari en forverinn. BMW hefur öðlast talsverða þekkingu á rafmagnsdrifrásum með framleiðslu i3 og i8 bílanna, svo það kemur ef til vill ekkert á óvart að fleiri bílgerðir verði búnir rafmótorum og afl þeirra aukið með þeim hætti og bensíneyðsla þeirra minnkuð í leiðinni.
Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira