Golf

Þórður Rafn lenti í 22. sæti á Augsburg Classic

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Þórður Rafn Gissurarson, kylfingur úr GR.
Þórður Rafn Gissurarson, kylfingur úr GR. Vísir/Daníel
Þórður Rafn Gissurarson, kylfingur úr Golfklúbb Reykjavíkur, lenti í dag í 22. sæti á Augsburg Classic golfmótinu en mótið var hluti af ProGolf mótaröðinni, þriðju sterkustu mótaröð Evrópu.

Þórður komst naumlega í gegn um niðurskurðinn í gær er hann kom inn á einu höggi yfir pari en hann var meðal síðustu kylfinganna sem sluppu í gegn.

Þórður var á tveimur höggum yfir pari eftir fimm holur í dag en á seinustu tíu holum vallarins fékk hann fimm fugla og fimm pör.

Skaust hann upp um 21 sæti og í 22. sæti með hringnum í dag, sjö höggum á eftir franska kylfingnum Romain Bechu sem stóð uppi sem sigurvegari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×