Alltaf stöngin út hjá okkur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 20. ágúst 2015 07:00 Fram er aðeins tveimur stigum frá fallsæti í 1. deildinni. vísir/andri marinó „Auðvitað er þetta ekki boðlegt hjá stjórnarmanninum,“ segir Sverrir Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Fram, en ótrúlegt atvik átti sér stað á leik Fram og Selfoss á þriðjudag. Þá vatt Viðar Guðjónsson, stjórnarmaður í Fram, sér upp að Pétri Péturssyni, þjálfara liðsins, í miðjum leik og vildi eiga orðaskipti við hann. Pétur tók það óstinnt upp, ýtti Viðari frá sér og sagði honum að „drulla“ sér í burtu. Hvorki Pétur né Viðar vildu ræða málið við íþróttadeild í gær en Viðar ákvað seinni partinn í gær að stíga tímabundið til hliðar sem stjórnarmaður. „Stjórnarmaður á ekkert erindi við þjálfarann meðan á leik stendur. Hann baðst líka afsökunar á þessu eftir leik. Það hefði verið gjörsamlega glórulaust hjá honum að gera þetta á þessum tímapunkti. Ef stjórnarmaður hefur eitthvað að segja við þjálfarann þá á hann að ræða það fyrir leik eða eftir leik.“ Þessi uppákoma kristallar að mörgu leyti ástandið hjá þessu gamla stórveldi. Það er í frjálsu falli og gæti fallið um tvær deildir á tveimur árum. Það er ansi mikið fyrir félag með glæsta sögu og sem vann bikarkeppnina árið 2013.Pétur Pétursson lenti saman við stjórnarmann Fram á þriðjudaginn.vísir/andri marinóFram er aðeins tveimur stigum frá fallsæti í 1. deild og á mjög erfiða leiki eftir. Þar á meðal gegn tveimur efstu liðunum og svo eru útileikir gegn Grindavík og HK. „Þegar menn eru svekktir og fúlir þá eru allir óánægðir. Þetta eru vonbrigði fyrir alla sem að þessu koma. Við erum keppnismenn og okkur líður ekki vel með stöðuna. Þetta er skelfilegt,“ segir Sverrir en hann hefur ekki þorað að hugsa það til enda ef Fram fellur niður í 2. deild. „Það yrði skelfilegt. Ég er reyndar að vinna við sorglega hluti alla daga þannig að ég yrði betur í stakk búinn að taka því en margir aðrir,“ segir formaðurinn kíminn en hann er útfararstjóri. „Ef menn girða sig í brók og taka mannalega á hlutunum þá er þetta hægt. Við höfum líka verið mjög óheppnir og misst fimm menn út á síðustu vikum. Tveir með hettusótt og svo meiðsli. Það dettur líka ekkert með okkur í sumar. Þetta er allt stöngin út að þessu sinni.“ Fram féll úr Pepsi-deildinni síðasta sumar og Bjarni Guðjónsson hætti þá með liðið. Í kjölfarið missti Fram heilt lið frá sér. Sú uppbygging sem átti að vera í gangi var fokin út um gluggann. Þjálfarinn sem tók við, Kristinn R. Jónsson, hætti svo og Pétur Pétursson tók við. „Þetta er búið að vera streð hjá okkur og pirringur kominn í allt hjá okkur. Við megum ekki við því heldur verðum við að standa saman. Það er fullt af stigum í pottinum og við megum ekki við því að hengja haus núna.“Næsti leikur Fram er gegn Þrótti á laugardaginn.vísir/andri marinóFyrir utan öll áföllin á vellinum þá hefur félagið staðið í flutningum upp í Úlfarsárdal. Loksins komið með alvöru heimavöll en mikið vantar upp á aðstöðuna. Það mun líklega taka smá tíma að gera Grafarholtsbúa að Frömurum en Sverrir horfir björtum augum til framtíðarinnar. „Fram hefur verið í fallbaráttu og ströggli í um 25 ár. Við vinnum bikarinn 2013 en borgum með okkur í næsta leik því það mættu svo fáir. Það hafa ekki komið upp leikmenn í mörg ár. Þegar það er ekki hægt að byggja félag upp á heimamönnum þá verður þetta alltaf erfitt. Það er nóg af iðkendum samt og þarf að halda vel utan um unga fólkið okkar. Ef það er gert þá eru okkur allir vegir færir,“ segir Sverrir bjartsýnn og bætir við að fjárhagsstaða deildarinnar sé fín. „Það er svo sannarlega ekki neinn byr með okkur núna heldur blæs hraustlega á móti. Allar brekkur sem eru upp enda með því að maður fer niður. Fram verður ekki lagt niður og við verðum að halda áfram. Nú erum við komnir með heimili líka og erum ekki gestir lengur á „okkar“ heimavelli. Það tekur tíma að koma sér fyrir á nýju heimili. Það tekur tíma að breyta og laga þar til maður verður ánægður. Ég hef trú á því að Framarar verði ánægðir með þetta síðar.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Sjá meira
„Auðvitað er þetta ekki boðlegt hjá stjórnarmanninum,“ segir Sverrir Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Fram, en ótrúlegt atvik átti sér stað á leik Fram og Selfoss á þriðjudag. Þá vatt Viðar Guðjónsson, stjórnarmaður í Fram, sér upp að Pétri Péturssyni, þjálfara liðsins, í miðjum leik og vildi eiga orðaskipti við hann. Pétur tók það óstinnt upp, ýtti Viðari frá sér og sagði honum að „drulla“ sér í burtu. Hvorki Pétur né Viðar vildu ræða málið við íþróttadeild í gær en Viðar ákvað seinni partinn í gær að stíga tímabundið til hliðar sem stjórnarmaður. „Stjórnarmaður á ekkert erindi við þjálfarann meðan á leik stendur. Hann baðst líka afsökunar á þessu eftir leik. Það hefði verið gjörsamlega glórulaust hjá honum að gera þetta á þessum tímapunkti. Ef stjórnarmaður hefur eitthvað að segja við þjálfarann þá á hann að ræða það fyrir leik eða eftir leik.“ Þessi uppákoma kristallar að mörgu leyti ástandið hjá þessu gamla stórveldi. Það er í frjálsu falli og gæti fallið um tvær deildir á tveimur árum. Það er ansi mikið fyrir félag með glæsta sögu og sem vann bikarkeppnina árið 2013.Pétur Pétursson lenti saman við stjórnarmann Fram á þriðjudaginn.vísir/andri marinóFram er aðeins tveimur stigum frá fallsæti í 1. deild og á mjög erfiða leiki eftir. Þar á meðal gegn tveimur efstu liðunum og svo eru útileikir gegn Grindavík og HK. „Þegar menn eru svekktir og fúlir þá eru allir óánægðir. Þetta eru vonbrigði fyrir alla sem að þessu koma. Við erum keppnismenn og okkur líður ekki vel með stöðuna. Þetta er skelfilegt,“ segir Sverrir en hann hefur ekki þorað að hugsa það til enda ef Fram fellur niður í 2. deild. „Það yrði skelfilegt. Ég er reyndar að vinna við sorglega hluti alla daga þannig að ég yrði betur í stakk búinn að taka því en margir aðrir,“ segir formaðurinn kíminn en hann er útfararstjóri. „Ef menn girða sig í brók og taka mannalega á hlutunum þá er þetta hægt. Við höfum líka verið mjög óheppnir og misst fimm menn út á síðustu vikum. Tveir með hettusótt og svo meiðsli. Það dettur líka ekkert með okkur í sumar. Þetta er allt stöngin út að þessu sinni.“ Fram féll úr Pepsi-deildinni síðasta sumar og Bjarni Guðjónsson hætti þá með liðið. Í kjölfarið missti Fram heilt lið frá sér. Sú uppbygging sem átti að vera í gangi var fokin út um gluggann. Þjálfarinn sem tók við, Kristinn R. Jónsson, hætti svo og Pétur Pétursson tók við. „Þetta er búið að vera streð hjá okkur og pirringur kominn í allt hjá okkur. Við megum ekki við því heldur verðum við að standa saman. Það er fullt af stigum í pottinum og við megum ekki við því að hengja haus núna.“Næsti leikur Fram er gegn Þrótti á laugardaginn.vísir/andri marinóFyrir utan öll áföllin á vellinum þá hefur félagið staðið í flutningum upp í Úlfarsárdal. Loksins komið með alvöru heimavöll en mikið vantar upp á aðstöðuna. Það mun líklega taka smá tíma að gera Grafarholtsbúa að Frömurum en Sverrir horfir björtum augum til framtíðarinnar. „Fram hefur verið í fallbaráttu og ströggli í um 25 ár. Við vinnum bikarinn 2013 en borgum með okkur í næsta leik því það mættu svo fáir. Það hafa ekki komið upp leikmenn í mörg ár. Þegar það er ekki hægt að byggja félag upp á heimamönnum þá verður þetta alltaf erfitt. Það er nóg af iðkendum samt og þarf að halda vel utan um unga fólkið okkar. Ef það er gert þá eru okkur allir vegir færir,“ segir Sverrir bjartsýnn og bætir við að fjárhagsstaða deildarinnar sé fín. „Það er svo sannarlega ekki neinn byr með okkur núna heldur blæs hraustlega á móti. Allar brekkur sem eru upp enda með því að maður fer niður. Fram verður ekki lagt niður og við verðum að halda áfram. Nú erum við komnir með heimili líka og erum ekki gestir lengur á „okkar“ heimavelli. Það tekur tíma að koma sér fyrir á nýju heimili. Það tekur tíma að breyta og laga þar til maður verður ánægður. Ég hef trú á því að Framarar verði ánægðir með þetta síðar.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Sjá meira