Svona flúði kópurinn: Var hann að reyna að bjarga lífi sínu? Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. ágúst 2015 23:31 „Það er enginn selur sem kominn er til vits og ára sem myndi reyna þetta, enda of stór, en svona spennufíklar þeir reyna ýmislegt,“ sagði Hilmar Össurarson dýrahirðir í samtali við fréttastofu um selkópinn sem slapp úr Húsdýragarðinum í nótt og fannst á vappi á tjaldstæðinu í Laugardal. Komið hefur í ljós að kópurinn nýtti sér gat á milli steina í selalauginni við flóttann mikla. Í myndbandinu hér að ofan er ferð kópsins rakin, hvernig hann hélt rakleiðis að tjörninni í Grasagarðinum og þaðan upp með læknum þangað til að hann endaði á tjaldsvæðinu að lokum. Þegar hann náðist að lokum var honum hent upp í lögreglubíl „eins og hverjum öðrum fanga“ að sögn ferðamannsins sem náði myndskeiði af handtökunni í morgun. Selurinn er nú í gæsluvarðhaldi og fjölmiðlabanni vegna málsins en hann mun einungis dvelja í Húsdýragarðinum í sumar. Með haustinu mun urtan móðir hans stugga við honum og í ljósi aðstöðuleysis í garðinum muni hann hljóta sömu örlög og „önnur gæludýr sem ekki er pláss fyrir í heiminum,“ að sögn Hilmars dýrahirðis. Því er eðlilegt að spyrja sig hvort selkópurinn víðförli hafi ekki einfaldlega verið að reyna að bjarga lífi sínu. Tengdar fréttir Lögreglan handsamaði kóp á tjaldsvæðinu í Laugardal Gestum tjaldsvæðisins varð ekki um sel er selur tók á móti þeim í morgunsárið. 3. ágúst 2015 09:13 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
„Það er enginn selur sem kominn er til vits og ára sem myndi reyna þetta, enda of stór, en svona spennufíklar þeir reyna ýmislegt,“ sagði Hilmar Össurarson dýrahirðir í samtali við fréttastofu um selkópinn sem slapp úr Húsdýragarðinum í nótt og fannst á vappi á tjaldstæðinu í Laugardal. Komið hefur í ljós að kópurinn nýtti sér gat á milli steina í selalauginni við flóttann mikla. Í myndbandinu hér að ofan er ferð kópsins rakin, hvernig hann hélt rakleiðis að tjörninni í Grasagarðinum og þaðan upp með læknum þangað til að hann endaði á tjaldsvæðinu að lokum. Þegar hann náðist að lokum var honum hent upp í lögreglubíl „eins og hverjum öðrum fanga“ að sögn ferðamannsins sem náði myndskeiði af handtökunni í morgun. Selurinn er nú í gæsluvarðhaldi og fjölmiðlabanni vegna málsins en hann mun einungis dvelja í Húsdýragarðinum í sumar. Með haustinu mun urtan móðir hans stugga við honum og í ljósi aðstöðuleysis í garðinum muni hann hljóta sömu örlög og „önnur gæludýr sem ekki er pláss fyrir í heiminum,“ að sögn Hilmars dýrahirðis. Því er eðlilegt að spyrja sig hvort selkópurinn víðförli hafi ekki einfaldlega verið að reyna að bjarga lífi sínu.
Tengdar fréttir Lögreglan handsamaði kóp á tjaldsvæðinu í Laugardal Gestum tjaldsvæðisins varð ekki um sel er selur tók á móti þeim í morgunsárið. 3. ágúst 2015 09:13 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
Lögreglan handsamaði kóp á tjaldsvæðinu í Laugardal Gestum tjaldsvæðisins varð ekki um sel er selur tók á móti þeim í morgunsárið. 3. ágúst 2015 09:13