Mikil úrkoma og vatnavextir milli Fáskrúðsfjarðar og Vopnafjarðar Atli Ísleifsson skrifar 5. ágúst 2015 12:51 Miklir vatnavextir eru á svæðinu í öllum stærri lækjum og ám og flæða lækir yfir vegi á nokkrum stöðum. Vísir/Stefán Miklir vatnavextir hafa verið á svæðinu milli Fáskrúðsfjarðar og Vopnafjarðar vegna mjög mikillar rigninga í gær og í nótt. Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að á Seyðisfirði hafi til að mynda mælst um 100 mm á tæpum sólarhring frá því í gærmorgun og hafi úrkoman þar mest verið um 10 mm/klst á tímabili í nótt. Harpa Grímsdóttir, fagstjóri ofanflóðavár Veðurstofunnar, segir að á stöku stað hafi lækir flætt yfir vegi. „Víða eru lækir og ár orðnar mórauðar og brúnar – komnar með drullu og rífa svolítið með sér sér. Við höfum sett á óvissustig vegna skriðuhættu fyrir Austfirðina og Austurlandið. Við reiknum með að það dragi verulega úr hættunni núna strax eftir hádegi, þegar dregur úr úrkomunni.“ Þannig hafa gestir á gistiheimili í sunnanverðum Seyðisfirði verið beðnir um að yfirgefa heimilið. „Aðeins minna hefur rignt í Neskaupstað. Á Fáskrúðsfirði hafa komið hressilegar gusur í nótt og mældist mest 13,9 mm/klst milli kl 2 og 3. Vegurinn út með Seyðisfirði að sunnanverðu fór í sundur og hefur honum verið lokað utan við byggðina. Mikill snjór er ennþá til fjalla, miðað við árstíma, og leysing kemur því til viðbótar þessari rigningu. Miklir vatnavextir eru af þessum sökum á svæðinu í öllum stærri lækjum og ám og flæða lækir yfir vegi á nokkrum stöðum. Rennsli Selár í Vopnafirði fór úr um 17 m3/s í rúma 130 m3/s á tímabilinu frá hádegi 4. ágúst til klukkan 7 í morgun, miðvikudaginn 5. ágúst. Gert er ráð fyrir að það dragi úr úrkomu þegar kemur fram yfir hádegi í dag og ætti því að draga nokkuð hratt úr rennsli lækja þar sem lítillar leysingar gætir en hægar í þeim ám og lækjum þar sem snjór er enn mikill á vatnasviði,“ segir í tilkynningunni frá Veðurstofunni. Veður Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Lögreglan lýsir eftir Kaspar Sólveigarsyni Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira
Miklir vatnavextir hafa verið á svæðinu milli Fáskrúðsfjarðar og Vopnafjarðar vegna mjög mikillar rigninga í gær og í nótt. Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að á Seyðisfirði hafi til að mynda mælst um 100 mm á tæpum sólarhring frá því í gærmorgun og hafi úrkoman þar mest verið um 10 mm/klst á tímabili í nótt. Harpa Grímsdóttir, fagstjóri ofanflóðavár Veðurstofunnar, segir að á stöku stað hafi lækir flætt yfir vegi. „Víða eru lækir og ár orðnar mórauðar og brúnar – komnar með drullu og rífa svolítið með sér sér. Við höfum sett á óvissustig vegna skriðuhættu fyrir Austfirðina og Austurlandið. Við reiknum með að það dragi verulega úr hættunni núna strax eftir hádegi, þegar dregur úr úrkomunni.“ Þannig hafa gestir á gistiheimili í sunnanverðum Seyðisfirði verið beðnir um að yfirgefa heimilið. „Aðeins minna hefur rignt í Neskaupstað. Á Fáskrúðsfirði hafa komið hressilegar gusur í nótt og mældist mest 13,9 mm/klst milli kl 2 og 3. Vegurinn út með Seyðisfirði að sunnanverðu fór í sundur og hefur honum verið lokað utan við byggðina. Mikill snjór er ennþá til fjalla, miðað við árstíma, og leysing kemur því til viðbótar þessari rigningu. Miklir vatnavextir eru af þessum sökum á svæðinu í öllum stærri lækjum og ám og flæða lækir yfir vegi á nokkrum stöðum. Rennsli Selár í Vopnafirði fór úr um 17 m3/s í rúma 130 m3/s á tímabilinu frá hádegi 4. ágúst til klukkan 7 í morgun, miðvikudaginn 5. ágúst. Gert er ráð fyrir að það dragi úr úrkomu þegar kemur fram yfir hádegi í dag og ætti því að draga nokkuð hratt úr rennsli lækja þar sem lítillar leysingar gætir en hægar í þeim ám og lækjum þar sem snjór er enn mikill á vatnasviði,“ segir í tilkynningunni frá Veðurstofunni.
Veður Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Lögreglan lýsir eftir Kaspar Sólveigarsyni Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira