Sumarvinnan þeirra er ævintýri á Grænlandi Kristján Már Unnarsson skrifar 6. ágúst 2015 22:00 Tvö ungmenni úr Vestmannaeyjum vinna í sumar á Grænlandi við ferðaþjónustu á slóðum Eiríks rauða. Þau lýsa sumarstarfinu sem ævintýri. Í fréttum Stöðvar 2 bregðum við okkur yfir Grænlandsjökul, á svæði sem norrænir menn til forna kölluðu Eystri-byggð. Brattahlíð hét bær Eiríks rauða en við ætlum að Görðum, öðru nafni Igaliku, eins og þorpið heitir í dag. Þegar afkomendur Íslendinga ríktu á Grænlandi voru Garðar biskupssetur og helsta valdamiðstöðin. Á litlu sveitahóteli hittum við tvö ungmenni úr Eyjum, þau Sigurð Þór Þórðarson, 19 ára, og Guðdísi Jónatansdóttur, 20 ára, en afi og amma Sigurðar hafa í mörg ár tengst Grænlandi og fengu strákinn í heimsókn eitt sumarið. Sigurður var þá 13 ára, reyndist liðtækur, og núna í sumar, sex árum síðar, bauðst honum vinna á sveitahóteli fyrirtækisins Blue Ice; Igaliku bygdehotel. Sigurður segir í viðtalinu á Stöð 2 að þetta tækifæri hafi verið ævintýri sem ekki var hægt að hafna. Guðdís segir Sigurð hafa náð að plata sig með og hún sjái ekki eftir því. „Þetta var alveg æðislegt,“ segir hún.Í þorpinu Igaliku búa um 60 manns. Til forna hét staðurinn Garðar og var helsta valdamiðstöð byggðar norrænna manna á Grænlandi.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Þegar þau stigu úr Flugfélagsfokkernum í Narsarssuaq í sumarbyrjun mætti þeim hitabylgja, 20 stiga hiti, og þannig segja þau veðrið hafa verið allan tímann frá því þau komu. Gróskumikill skógurinn við flugvöllinn kom á óvart, enda ekkert síðri en íslensku birkiskógarnir. En fleira vakti athygli. Þegar þau komu í þorpið voru þeim sýndar rústir sem tengjast afkomendum íslenskra víkinga. Þar má sjá meðal annars rústir stórrar dómkirkju og tveggja fjósa sem gátu hýst yfir hundrað kýr biskupsstólsins. „Það er alveg undravert að sjá þessar rústir og læra meira um þetta,“ segir Sigurður. Það er hins vegar nóg að gera í vinnunni enda nánast uppbókað yfir hásumarið. Auk þess að sinna hefðbundnum þjónustustörfum á hótelinu og veitingastað þess skutlast þau með ferðamenn um einn af fáum sveitavegum sem finnast á Grænlandi, en þessi er reyndar aðeins fjögurra kílómetra langur. Þau voru að sinna íslenskum ferðahópi á vegum Ferðaþjónustu bænda þegar Stöðvar 2-menn voru á staðnum. „Mesta álagið er frá miðjum júlí og fram í miðjan ágúst,“ segir Sigurður.Íslenskir ferðamenn á vegum Bændaferða skoða fornar rústir biskupsstólsins að Görðum.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Og þannig upplifa þau Grænland: „Vinalegan, skemmtilegan, ævintýralegan stað. Búinn að lenda í ævintýri bara frá því fyrsta daginn sem ég var hérna.“ Nánar í viðtalinu sem fylgir fréttinni. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Grænlendingar rífa blokkirnar Grænlendingar eru byrjaðir að rífa niður stóru íbúðablokkirnar sem dönsk stjórnvöld létu reisa fyrir hálfri öld í því að skyni að umbylta grænlenska veiðimannasamfélaginu. 12. júlí 2015 19:10 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira
Tvö ungmenni úr Vestmannaeyjum vinna í sumar á Grænlandi við ferðaþjónustu á slóðum Eiríks rauða. Þau lýsa sumarstarfinu sem ævintýri. Í fréttum Stöðvar 2 bregðum við okkur yfir Grænlandsjökul, á svæði sem norrænir menn til forna kölluðu Eystri-byggð. Brattahlíð hét bær Eiríks rauða en við ætlum að Görðum, öðru nafni Igaliku, eins og þorpið heitir í dag. Þegar afkomendur Íslendinga ríktu á Grænlandi voru Garðar biskupssetur og helsta valdamiðstöðin. Á litlu sveitahóteli hittum við tvö ungmenni úr Eyjum, þau Sigurð Þór Þórðarson, 19 ára, og Guðdísi Jónatansdóttur, 20 ára, en afi og amma Sigurðar hafa í mörg ár tengst Grænlandi og fengu strákinn í heimsókn eitt sumarið. Sigurður var þá 13 ára, reyndist liðtækur, og núna í sumar, sex árum síðar, bauðst honum vinna á sveitahóteli fyrirtækisins Blue Ice; Igaliku bygdehotel. Sigurður segir í viðtalinu á Stöð 2 að þetta tækifæri hafi verið ævintýri sem ekki var hægt að hafna. Guðdís segir Sigurð hafa náð að plata sig með og hún sjái ekki eftir því. „Þetta var alveg æðislegt,“ segir hún.Í þorpinu Igaliku búa um 60 manns. Til forna hét staðurinn Garðar og var helsta valdamiðstöð byggðar norrænna manna á Grænlandi.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Þegar þau stigu úr Flugfélagsfokkernum í Narsarssuaq í sumarbyrjun mætti þeim hitabylgja, 20 stiga hiti, og þannig segja þau veðrið hafa verið allan tímann frá því þau komu. Gróskumikill skógurinn við flugvöllinn kom á óvart, enda ekkert síðri en íslensku birkiskógarnir. En fleira vakti athygli. Þegar þau komu í þorpið voru þeim sýndar rústir sem tengjast afkomendum íslenskra víkinga. Þar má sjá meðal annars rústir stórrar dómkirkju og tveggja fjósa sem gátu hýst yfir hundrað kýr biskupsstólsins. „Það er alveg undravert að sjá þessar rústir og læra meira um þetta,“ segir Sigurður. Það er hins vegar nóg að gera í vinnunni enda nánast uppbókað yfir hásumarið. Auk þess að sinna hefðbundnum þjónustustörfum á hótelinu og veitingastað þess skutlast þau með ferðamenn um einn af fáum sveitavegum sem finnast á Grænlandi, en þessi er reyndar aðeins fjögurra kílómetra langur. Þau voru að sinna íslenskum ferðahópi á vegum Ferðaþjónustu bænda þegar Stöðvar 2-menn voru á staðnum. „Mesta álagið er frá miðjum júlí og fram í miðjan ágúst,“ segir Sigurður.Íslenskir ferðamenn á vegum Bændaferða skoða fornar rústir biskupsstólsins að Görðum.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Og þannig upplifa þau Grænland: „Vinalegan, skemmtilegan, ævintýralegan stað. Búinn að lenda í ævintýri bara frá því fyrsta daginn sem ég var hérna.“ Nánar í viðtalinu sem fylgir fréttinni.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Grænlendingar rífa blokkirnar Grænlendingar eru byrjaðir að rífa niður stóru íbúðablokkirnar sem dönsk stjórnvöld létu reisa fyrir hálfri öld í því að skyni að umbylta grænlenska veiðimannasamfélaginu. 12. júlí 2015 19:10 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira
Grænlendingar rífa blokkirnar Grænlendingar eru byrjaðir að rífa niður stóru íbúðablokkirnar sem dönsk stjórnvöld létu reisa fyrir hálfri öld í því að skyni að umbylta grænlenska veiðimannasamfélaginu. 12. júlí 2015 19:10