Sumarvinnan þeirra er ævintýri á Grænlandi Kristján Már Unnarsson skrifar 6. ágúst 2015 22:00 Tvö ungmenni úr Vestmannaeyjum vinna í sumar á Grænlandi við ferðaþjónustu á slóðum Eiríks rauða. Þau lýsa sumarstarfinu sem ævintýri. Í fréttum Stöðvar 2 bregðum við okkur yfir Grænlandsjökul, á svæði sem norrænir menn til forna kölluðu Eystri-byggð. Brattahlíð hét bær Eiríks rauða en við ætlum að Görðum, öðru nafni Igaliku, eins og þorpið heitir í dag. Þegar afkomendur Íslendinga ríktu á Grænlandi voru Garðar biskupssetur og helsta valdamiðstöðin. Á litlu sveitahóteli hittum við tvö ungmenni úr Eyjum, þau Sigurð Þór Þórðarson, 19 ára, og Guðdísi Jónatansdóttur, 20 ára, en afi og amma Sigurðar hafa í mörg ár tengst Grænlandi og fengu strákinn í heimsókn eitt sumarið. Sigurður var þá 13 ára, reyndist liðtækur, og núna í sumar, sex árum síðar, bauðst honum vinna á sveitahóteli fyrirtækisins Blue Ice; Igaliku bygdehotel. Sigurður segir í viðtalinu á Stöð 2 að þetta tækifæri hafi verið ævintýri sem ekki var hægt að hafna. Guðdís segir Sigurð hafa náð að plata sig með og hún sjái ekki eftir því. „Þetta var alveg æðislegt,“ segir hún.Í þorpinu Igaliku búa um 60 manns. Til forna hét staðurinn Garðar og var helsta valdamiðstöð byggðar norrænna manna á Grænlandi.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Þegar þau stigu úr Flugfélagsfokkernum í Narsarssuaq í sumarbyrjun mætti þeim hitabylgja, 20 stiga hiti, og þannig segja þau veðrið hafa verið allan tímann frá því þau komu. Gróskumikill skógurinn við flugvöllinn kom á óvart, enda ekkert síðri en íslensku birkiskógarnir. En fleira vakti athygli. Þegar þau komu í þorpið voru þeim sýndar rústir sem tengjast afkomendum íslenskra víkinga. Þar má sjá meðal annars rústir stórrar dómkirkju og tveggja fjósa sem gátu hýst yfir hundrað kýr biskupsstólsins. „Það er alveg undravert að sjá þessar rústir og læra meira um þetta,“ segir Sigurður. Það er hins vegar nóg að gera í vinnunni enda nánast uppbókað yfir hásumarið. Auk þess að sinna hefðbundnum þjónustustörfum á hótelinu og veitingastað þess skutlast þau með ferðamenn um einn af fáum sveitavegum sem finnast á Grænlandi, en þessi er reyndar aðeins fjögurra kílómetra langur. Þau voru að sinna íslenskum ferðahópi á vegum Ferðaþjónustu bænda þegar Stöðvar 2-menn voru á staðnum. „Mesta álagið er frá miðjum júlí og fram í miðjan ágúst,“ segir Sigurður.Íslenskir ferðamenn á vegum Bændaferða skoða fornar rústir biskupsstólsins að Görðum.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Og þannig upplifa þau Grænland: „Vinalegan, skemmtilegan, ævintýralegan stað. Búinn að lenda í ævintýri bara frá því fyrsta daginn sem ég var hérna.“ Nánar í viðtalinu sem fylgir fréttinni. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Grænlendingar rífa blokkirnar Grænlendingar eru byrjaðir að rífa niður stóru íbúðablokkirnar sem dönsk stjórnvöld létu reisa fyrir hálfri öld í því að skyni að umbylta grænlenska veiðimannasamfélaginu. 12. júlí 2015 19:10 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira
Tvö ungmenni úr Vestmannaeyjum vinna í sumar á Grænlandi við ferðaþjónustu á slóðum Eiríks rauða. Þau lýsa sumarstarfinu sem ævintýri. Í fréttum Stöðvar 2 bregðum við okkur yfir Grænlandsjökul, á svæði sem norrænir menn til forna kölluðu Eystri-byggð. Brattahlíð hét bær Eiríks rauða en við ætlum að Görðum, öðru nafni Igaliku, eins og þorpið heitir í dag. Þegar afkomendur Íslendinga ríktu á Grænlandi voru Garðar biskupssetur og helsta valdamiðstöðin. Á litlu sveitahóteli hittum við tvö ungmenni úr Eyjum, þau Sigurð Þór Þórðarson, 19 ára, og Guðdísi Jónatansdóttur, 20 ára, en afi og amma Sigurðar hafa í mörg ár tengst Grænlandi og fengu strákinn í heimsókn eitt sumarið. Sigurður var þá 13 ára, reyndist liðtækur, og núna í sumar, sex árum síðar, bauðst honum vinna á sveitahóteli fyrirtækisins Blue Ice; Igaliku bygdehotel. Sigurður segir í viðtalinu á Stöð 2 að þetta tækifæri hafi verið ævintýri sem ekki var hægt að hafna. Guðdís segir Sigurð hafa náð að plata sig með og hún sjái ekki eftir því. „Þetta var alveg æðislegt,“ segir hún.Í þorpinu Igaliku búa um 60 manns. Til forna hét staðurinn Garðar og var helsta valdamiðstöð byggðar norrænna manna á Grænlandi.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Þegar þau stigu úr Flugfélagsfokkernum í Narsarssuaq í sumarbyrjun mætti þeim hitabylgja, 20 stiga hiti, og þannig segja þau veðrið hafa verið allan tímann frá því þau komu. Gróskumikill skógurinn við flugvöllinn kom á óvart, enda ekkert síðri en íslensku birkiskógarnir. En fleira vakti athygli. Þegar þau komu í þorpið voru þeim sýndar rústir sem tengjast afkomendum íslenskra víkinga. Þar má sjá meðal annars rústir stórrar dómkirkju og tveggja fjósa sem gátu hýst yfir hundrað kýr biskupsstólsins. „Það er alveg undravert að sjá þessar rústir og læra meira um þetta,“ segir Sigurður. Það er hins vegar nóg að gera í vinnunni enda nánast uppbókað yfir hásumarið. Auk þess að sinna hefðbundnum þjónustustörfum á hótelinu og veitingastað þess skutlast þau með ferðamenn um einn af fáum sveitavegum sem finnast á Grænlandi, en þessi er reyndar aðeins fjögurra kílómetra langur. Þau voru að sinna íslenskum ferðahópi á vegum Ferðaþjónustu bænda þegar Stöðvar 2-menn voru á staðnum. „Mesta álagið er frá miðjum júlí og fram í miðjan ágúst,“ segir Sigurður.Íslenskir ferðamenn á vegum Bændaferða skoða fornar rústir biskupsstólsins að Görðum.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Og þannig upplifa þau Grænland: „Vinalegan, skemmtilegan, ævintýralegan stað. Búinn að lenda í ævintýri bara frá því fyrsta daginn sem ég var hérna.“ Nánar í viðtalinu sem fylgir fréttinni.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Grænlendingar rífa blokkirnar Grænlendingar eru byrjaðir að rífa niður stóru íbúðablokkirnar sem dönsk stjórnvöld létu reisa fyrir hálfri öld í því að skyni að umbylta grænlenska veiðimannasamfélaginu. 12. júlí 2015 19:10 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira
Grænlendingar rífa blokkirnar Grænlendingar eru byrjaðir að rífa niður stóru íbúðablokkirnar sem dönsk stjórnvöld létu reisa fyrir hálfri öld í því að skyni að umbylta grænlenska veiðimannasamfélaginu. 12. júlí 2015 19:10