Eygló Ósk Gústafsdóttir, sundkona úr Ægi, lenti í áttunda sæti í úrslitum í 200 metra baksundi. Frábær árangur hjá Eygló.
Eygló Ósk synti á 2:09,53 og endaði í áttunda sætinu, en hún tryggði sig í úrslit í gær með Norðurlandametið.
Hún er fyrsta íslenska konan til að setja Norðurlandamet í sundi, en hún mun synda í boðsundi á morgun í fjórum sinnum 100 metra fjórsundi.
Eygló í áttunda sæti
