Innlent

Helgarveðrið á Ísafirði: Batnar þegar líða tekur á helgina

Atli Ísleifsson skrifar
Mýrarboltahátíðin verður haldin í Tungudal á Ísafirði.
Mýrarboltahátíðin verður haldin í Tungudal á Ísafirði. Vísir/Vilhelm
Veðurstofan býst við nokkurri rigningu á Ísafirði um verslunarmannahelgina en að veðrið muni batna þegar líða tekur á helgina.

Mýrarboltahátíðin verður haldin í Tungudal á Ísafirði um helgina og segir Teitur Arason, veðurfræðingur á Veðurstofunni, að það verði norðan gola, skýjað og þurrt á föstudeginum. „Hitinn verður 6 til 8 stig.“

Teitur segir að á föstudagskvöldinu bæti í vindinn og fari að rigna. „Þannig verður það mestallan laugardaginn. Á sunnudaginn batnar svo um munar þegar vindinn lægir og sólin fer að skína. Það verður síðan áfram ljúfasta veður á Ísafirði á mánudeginum.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×