Golf

Frábær endurkoma hjá Tiger á fyrsta hring - Goosen og Ishikawa í forystu

Kári Örn Hinriksson skrifar
Tiger lét slæma byrjun ekki á sig fá.
Tiger lét slæma byrjun ekki á sig fá. Getty

Suður-Afríkumaðurinn Retief Goosen virðist eldast eins og gott vín en eftir að hafa verið í toppbaráttunni lengi vel á Opna breska fyrir tveimur vikum leiðir hann eftir fyrsta hring á Quicken Loan National mótinu.

Goosen lék Robert Trent Jones völlinn á 63 höggum eða átta undir pari, sem og Japaninn Ryo Ishikawa sem deilir efsta sætinu með honum.

Tiger Woods er með um helgina eftir mjög dapurt gengi það sem af er ári og hann byrjaði hræðilega með því að fá þrjá skolla á fyrstu fjóru holunum.

Þá virtist þó eitthvað smella í gang hjá Tiger en hann sýndi allar sýnar bestu hliðar þar sem eftir lifði hrings, fékk m.a. sex fugla á níu holu kafla og endaði að lokum á 68 höggum eða þremur undir pari.

Það væri gaman ef Woods myndi finna sitt gamla form og vera í toppbaráttunni um helgina en bein útsending frá öðrum hring hefst klukkan 18:30 á morgun á Golfstöðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×