Segir merkum laxastofni í Þjórsá stefnt í hættu verði af Hvammsvirkjun Viktoría Hermannsdóttir skrifar 31. júlí 2015 18:05 Formaður Verndarsjóðs villtra laxastofna segir merkum laxastofni í Þjórsá stefnt í hættu láti stjórnvöld verða að því að byggja Hvammsvirkjun. Raunverulegt mat á áhrifum virkjunarinnar á laxastofninn hafi ekki farið fram eins og lög geri ráð fyrir. Alþingi samþykkti að færa Hvammsvirkjun, sem er efsta virkjunin af þremur sem Landsvirkjun vill reisa í neðri hluta Þjórsár, í nýtingarflokk Rammaáætlunar. „Við erum að tala um að þarna eigi að fara fram þjóðnýting, áður en þjóðnýting fer fram þá þarf að fara fram miklar viðræður og samræður við fólkið sem á landið þarna og það hefur aldrei í raun verið gert. Það hefur verið tekinn einn og einn landeigandi þarna og reynt að gera samning við hann en það vantar heildstæða samninga,“ segir Orri Vigfússon formaður Verndarsjóðs villtra laxastofna. Orri segir að ef að virkjuninni verði þá sé laxastofnum í ánni stefnt í hættu. Þekkingu um þá sé ábótavant og það ætti að vera forgangsatriði að gera ítarlega úttekt á lífríki árinnar „Þarna í Þjórsá er stærsti, villti, sjálfbæri laxastofninn á Íslandi og þó að víðar væri leitað.“ Og honum er stefnt í hættu? „Honum er stefnt í mikinn voða, já. Gerð var rannsókn á lífríki Þjórsár árið 2002 en Orri segir þá rannsókn úrelta að mörgu leyti og þörf sé á ítarlegri rannsóknum til að meta hugsanleg áhrif virkjana í Neðri- Þjórs, sem og árangur af mótvægisaðgerðum. Í þetta mat vanti mikið af nauðsynlegum upplýsingum til að hægt sé að taka upplýsta ákvörðun um málið. „Eins og til dæmis lífslíkur á laxinum í framtíðinni, og allt smádýralíf og fleira og fleira sem við höfum lagt fram og þetta allt saman vantar. Og núna þegar þetta umhverfismat á að fara fram núna þá viljum við að það verði byrjað á því að gera þetta. Allt aðrar forsendur hafi legið að baki matinu frá 2002. „Þetta er allt gjörbreytt og það þarf að gera þetta alveg frá grunni aftur í dag.“ Alþingi Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Formaður Verndarsjóðs villtra laxastofna segir merkum laxastofni í Þjórsá stefnt í hættu láti stjórnvöld verða að því að byggja Hvammsvirkjun. Raunverulegt mat á áhrifum virkjunarinnar á laxastofninn hafi ekki farið fram eins og lög geri ráð fyrir. Alþingi samþykkti að færa Hvammsvirkjun, sem er efsta virkjunin af þremur sem Landsvirkjun vill reisa í neðri hluta Þjórsár, í nýtingarflokk Rammaáætlunar. „Við erum að tala um að þarna eigi að fara fram þjóðnýting, áður en þjóðnýting fer fram þá þarf að fara fram miklar viðræður og samræður við fólkið sem á landið þarna og það hefur aldrei í raun verið gert. Það hefur verið tekinn einn og einn landeigandi þarna og reynt að gera samning við hann en það vantar heildstæða samninga,“ segir Orri Vigfússon formaður Verndarsjóðs villtra laxastofna. Orri segir að ef að virkjuninni verði þá sé laxastofnum í ánni stefnt í hættu. Þekkingu um þá sé ábótavant og það ætti að vera forgangsatriði að gera ítarlega úttekt á lífríki árinnar „Þarna í Þjórsá er stærsti, villti, sjálfbæri laxastofninn á Íslandi og þó að víðar væri leitað.“ Og honum er stefnt í hættu? „Honum er stefnt í mikinn voða, já. Gerð var rannsókn á lífríki Þjórsár árið 2002 en Orri segir þá rannsókn úrelta að mörgu leyti og þörf sé á ítarlegri rannsóknum til að meta hugsanleg áhrif virkjana í Neðri- Þjórs, sem og árangur af mótvægisaðgerðum. Í þetta mat vanti mikið af nauðsynlegum upplýsingum til að hægt sé að taka upplýsta ákvörðun um málið. „Eins og til dæmis lífslíkur á laxinum í framtíðinni, og allt smádýralíf og fleira og fleira sem við höfum lagt fram og þetta allt saman vantar. Og núna þegar þetta umhverfismat á að fara fram núna þá viljum við að það verði byrjað á því að gera þetta. Allt aðrar forsendur hafi legið að baki matinu frá 2002. „Þetta er allt gjörbreytt og það þarf að gera þetta alveg frá grunni aftur í dag.“
Alþingi Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira