Sex sveittar stellingar sigga dögg skrifar 22. júlí 2015 11:00 Kama Sutra Vísir/Getty Fólk stundar flest kynlíf, og jafnvel samfarir, einhver tíma á ævinni.Einhæfni í stellingum getur gert vart við sig, sérstaklega ef samfarir eru stundaðar oft með sömu manneskjunni, og getur verið erfitt að brydda upp á nýjungum. Þá glíma margir við almennan tímaskort og oft víkja samfarir fyrir tíma í ræktinni. Þá getur einnig leti gert vart við sig og fólk ekki nennt að spenna nema einn eða tvo vöðva í þessari annars ágætu iðju. Því skal nú breytt því það er bæði hægt að tóna vöðva, styrkja hjartað og fá hamingjuhormón allt við sömu iðjuna úr gamla góða rúminu heima hjá sér. Þá skal það sérstaklega tekið fram að eftirfarandi stellingar er hægt að stunda óháð kynhneigð og kynvitund en þær gera þó kröfu um bólfélaga. Hér er eru sex stellingar sem leyfa þér að samnýta líkamsrækt og kynlíf svo nú er best að teygja vel áður en flíkum er fækkað.Vísir/SkjáskotHjólbaran er stelling sem reynir á báða aðila. Bólfélagi sem stendur æfir leggi, maga, rass og hendur. Bólfélagi sem hallar sér fram æfir sömu vöðva auk bakvöðva. Hér er bæði hægt að fara rólega og hratt og er gott að muna að bæði brennir hitaeiningum og tónar vöðvana. Einnig er hægt að breyta þessari stellingu með því að bólfélagi setji fætur í gólf og þrýsti á móti, eða krækir fyrir aftan bak þess sem stendur og jafnvel ef nennir, gerir armbeygjur með höndunum eða veifi höndum upp í sitthvora átt til að teygja á innri handleggsvöðvum. Best er að fara sér rólega og ef sinadráttur gerir vart við sig er gott að sinna því á viðeigandi hátt og muna að láta vita ef vilt skipta um stellingu.Vísir/SkjáskotÖfug hjólbara svipar til þessarar að ofan. Hér getur bólfélagi sem hefur hendur í gólfi aukið á kálfvöðvana með því að fara upp á tær og niður aftur. Einnig má reyna á magavöðvann með því að þrýsta sér fram og aftur. Þar sem þreyta getur gert vart við sig fljótt, og til að hámarka brennsluna, getur verið gott að hafa símann við hlið sér eða eggjaklukku og miða við ein mínútu, hámark 90 sekúndur, í hverri stellingu áður en skipt. Alls ekki ósvipað stöðvaþjálfun í ræktinni.Vísir/SkjáskotFáðu-þér-sæti stellingin er ekki fyrir bakveika bólfélaga ef viðkomandi er sá sem liggur. Þetta er stellingin sem reynir á rassinn og lærvöðvana á bólfélaganum sem er ofan á. Hér er gott að stjórna dýpt og hraða auk þess sem hægt er að nota báðar hendur til að strjúka eigin líkama eða líkama bólfélagans. Þetta er stelling sem er líkleg til sinadráttar svo vertu vakandi fyrir því.Vísir/SkjáskotKúrekinn er ein af sígildu stellingunum sem klikka sjaldan þar sem bólfélagi sem er ofan á stjórnar hraða og dýpt innsetningar. Hér reynir á marga vöðva og er auðvelt að breyta álagspunktum, og ánægjupunktum, með því að bólfélagi sem er ofan á færir sig fram eða aftur. Bólfélagi sem liggur getur létt undir bólfélaga sem situr með því að nota hendurnar og lyfta upp og niður með bólfélaganum eða bara slappað af og notið þess að strjúka líkamanum. Bólfélagi sem liggur getur þó farið í meiri æfingar, ef vill, með því að spenna magavöðvana og gera hnésetur og farið í sleik á sama tíma.Vísir/SkjáskotEiffel turninn er ekki allra. Bólfélagi sem fer í brú þarf að huga einkar vel að baki og haus í þessari stellingu. Bólfélagi sem er ofan á getur fengið hér góða æfingu fyrir rass, læri, maga og kálfa, sérstaklega ef stendur á táberginu til skiptis. Það er betra að fara sér róleg í þessa og dvelja stutt við því annars er hætta á yfirliði, ógleði og öðrum óþægindum.Vísir/SkjáskotHafmeyjan er uppáhald margra í forleik en sem stelling með innsetingu þá krefst hún smá færni. Enn og aftur er vissara að fara rólega í þess og er þetta ágætis lokaæfing þar sem hraðinn er keyrður niður og innileikinn er við völd. Hér má renna sér fram og aftur og geta báðir bólfélagar skipst á að gera það. Þar sem þetta er náin og knúsin stelling er gott að muna að sleikur brennir einnig mörgum hitaeiningum og þar sem svitinn ætti að vera orðinn töluverður á þessum tímapunkti þá er gott að leyfa sér að klístrast saman í átt að fullnægingu. Þetta æfingarprógram má svo æfa aftur og aftur þar sem rútínunni er breytt og stellingum skipt út eða röð þeirra breytt. Muna bara að hafa við höndina vatnsbrúsa og að gæta að verjum. Heilsa Tengdar fréttir Snjallsíminn í samförum Allskyns smáforrit eru til sem fylgjast með kynhegðun þinni, þekkir þú þína tölfræði og veistu hvort hún gagnist þér kynferðislega? 17. febrúar 2015 09:00 Listin að krydda kynlífið Hvað felst í því að vilja bæta kynlífið sitt? Eru það kynlífsráð þar sem kaupa skal græju eða er það ný stelling eða ný staðsetning? 7. febrúar 2015 10:00 Svona eru stellingar stjörnumerkjanna Hvaða kynlífsstellingar vilja karlar? Glanstímaritið Cosmopolitan flokkaði þær eftir stjörnumerkinu þeirra. 8. desember 2014 11:30 Mest lesið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Hafdís leitar að húsnæði Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Fólk stundar flest kynlíf, og jafnvel samfarir, einhver tíma á ævinni.Einhæfni í stellingum getur gert vart við sig, sérstaklega ef samfarir eru stundaðar oft með sömu manneskjunni, og getur verið erfitt að brydda upp á nýjungum. Þá glíma margir við almennan tímaskort og oft víkja samfarir fyrir tíma í ræktinni. Þá getur einnig leti gert vart við sig og fólk ekki nennt að spenna nema einn eða tvo vöðva í þessari annars ágætu iðju. Því skal nú breytt því það er bæði hægt að tóna vöðva, styrkja hjartað og fá hamingjuhormón allt við sömu iðjuna úr gamla góða rúminu heima hjá sér. Þá skal það sérstaklega tekið fram að eftirfarandi stellingar er hægt að stunda óháð kynhneigð og kynvitund en þær gera þó kröfu um bólfélaga. Hér er eru sex stellingar sem leyfa þér að samnýta líkamsrækt og kynlíf svo nú er best að teygja vel áður en flíkum er fækkað.Vísir/SkjáskotHjólbaran er stelling sem reynir á báða aðila. Bólfélagi sem stendur æfir leggi, maga, rass og hendur. Bólfélagi sem hallar sér fram æfir sömu vöðva auk bakvöðva. Hér er bæði hægt að fara rólega og hratt og er gott að muna að bæði brennir hitaeiningum og tónar vöðvana. Einnig er hægt að breyta þessari stellingu með því að bólfélagi setji fætur í gólf og þrýsti á móti, eða krækir fyrir aftan bak þess sem stendur og jafnvel ef nennir, gerir armbeygjur með höndunum eða veifi höndum upp í sitthvora átt til að teygja á innri handleggsvöðvum. Best er að fara sér rólega og ef sinadráttur gerir vart við sig er gott að sinna því á viðeigandi hátt og muna að láta vita ef vilt skipta um stellingu.Vísir/SkjáskotÖfug hjólbara svipar til þessarar að ofan. Hér getur bólfélagi sem hefur hendur í gólfi aukið á kálfvöðvana með því að fara upp á tær og niður aftur. Einnig má reyna á magavöðvann með því að þrýsta sér fram og aftur. Þar sem þreyta getur gert vart við sig fljótt, og til að hámarka brennsluna, getur verið gott að hafa símann við hlið sér eða eggjaklukku og miða við ein mínútu, hámark 90 sekúndur, í hverri stellingu áður en skipt. Alls ekki ósvipað stöðvaþjálfun í ræktinni.Vísir/SkjáskotFáðu-þér-sæti stellingin er ekki fyrir bakveika bólfélaga ef viðkomandi er sá sem liggur. Þetta er stellingin sem reynir á rassinn og lærvöðvana á bólfélaganum sem er ofan á. Hér er gott að stjórna dýpt og hraða auk þess sem hægt er að nota báðar hendur til að strjúka eigin líkama eða líkama bólfélagans. Þetta er stelling sem er líkleg til sinadráttar svo vertu vakandi fyrir því.Vísir/SkjáskotKúrekinn er ein af sígildu stellingunum sem klikka sjaldan þar sem bólfélagi sem er ofan á stjórnar hraða og dýpt innsetningar. Hér reynir á marga vöðva og er auðvelt að breyta álagspunktum, og ánægjupunktum, með því að bólfélagi sem er ofan á færir sig fram eða aftur. Bólfélagi sem liggur getur létt undir bólfélaga sem situr með því að nota hendurnar og lyfta upp og niður með bólfélaganum eða bara slappað af og notið þess að strjúka líkamanum. Bólfélagi sem liggur getur þó farið í meiri æfingar, ef vill, með því að spenna magavöðvana og gera hnésetur og farið í sleik á sama tíma.Vísir/SkjáskotEiffel turninn er ekki allra. Bólfélagi sem fer í brú þarf að huga einkar vel að baki og haus í þessari stellingu. Bólfélagi sem er ofan á getur fengið hér góða æfingu fyrir rass, læri, maga og kálfa, sérstaklega ef stendur á táberginu til skiptis. Það er betra að fara sér róleg í þessa og dvelja stutt við því annars er hætta á yfirliði, ógleði og öðrum óþægindum.Vísir/SkjáskotHafmeyjan er uppáhald margra í forleik en sem stelling með innsetingu þá krefst hún smá færni. Enn og aftur er vissara að fara rólega í þess og er þetta ágætis lokaæfing þar sem hraðinn er keyrður niður og innileikinn er við völd. Hér má renna sér fram og aftur og geta báðir bólfélagar skipst á að gera það. Þar sem þetta er náin og knúsin stelling er gott að muna að sleikur brennir einnig mörgum hitaeiningum og þar sem svitinn ætti að vera orðinn töluverður á þessum tímapunkti þá er gott að leyfa sér að klístrast saman í átt að fullnægingu. Þetta æfingarprógram má svo æfa aftur og aftur þar sem rútínunni er breytt og stellingum skipt út eða röð þeirra breytt. Muna bara að hafa við höndina vatnsbrúsa og að gæta að verjum.
Heilsa Tengdar fréttir Snjallsíminn í samförum Allskyns smáforrit eru til sem fylgjast með kynhegðun þinni, þekkir þú þína tölfræði og veistu hvort hún gagnist þér kynferðislega? 17. febrúar 2015 09:00 Listin að krydda kynlífið Hvað felst í því að vilja bæta kynlífið sitt? Eru það kynlífsráð þar sem kaupa skal græju eða er það ný stelling eða ný staðsetning? 7. febrúar 2015 10:00 Svona eru stellingar stjörnumerkjanna Hvaða kynlífsstellingar vilja karlar? Glanstímaritið Cosmopolitan flokkaði þær eftir stjörnumerkinu þeirra. 8. desember 2014 11:30 Mest lesið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Hafdís leitar að húsnæði Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Snjallsíminn í samförum Allskyns smáforrit eru til sem fylgjast með kynhegðun þinni, þekkir þú þína tölfræði og veistu hvort hún gagnist þér kynferðislega? 17. febrúar 2015 09:00
Listin að krydda kynlífið Hvað felst í því að vilja bæta kynlífið sitt? Eru það kynlífsráð þar sem kaupa skal græju eða er það ný stelling eða ný staðsetning? 7. febrúar 2015 10:00
Svona eru stellingar stjörnumerkjanna Hvaða kynlífsstellingar vilja karlar? Glanstímaritið Cosmopolitan flokkaði þær eftir stjörnumerkinu þeirra. 8. desember 2014 11:30