Flóðbylgja ferðafólks troðfyllir torfbæinn Kristján Már Unnarsson skrifar 22. júlí 2015 20:29 Ráðamenn Glaumbæjar í Skagafirði segja blasa við að setja verði fjöldatakmarkanir á ferðamenn sem vilja skoða gamla torfbæinn. Hann sé of lítill fyrir flóðbylgju ferðamanna yfir hásumarið. Þetta kom fram í viðtali við Sigríði Sigurðardóttur, safnstjóra Byggðasafns Skagfirðinga, í fréttum Stöðvar 2. Byggðasafnið í Glaumbæ er einn fjölsóttasti ferðamannastaður Skagafjarðar. Þegar við stöldruðum við stóðu sex rútur á bílastæðinu auk fjölda einkabíla. Allir vilja skoða gamla torfbæinn en þegar mörghundruð manns eru á staðnum á sama tíma fer að verða flókið fyrir alla að komast inn.Sigríður Sigurðardóttir, forstöðumaður Byggðasafns Skagfirðinga.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Við vorum að vandræðast núna í gær og í fyrradag með yfir 600 manns þannig að það má ekki meira vera fyrir þennan gamla og litla bæ,“ segir Sigríður. Hann hafi þó verið með stærri torfbæjum á 19. öld. „En hann er lítill í samanburði við þær flóðbylgjur sem fara inn.“ Eins og annars staðar á landinu hefur gestafjöldinn snaraukist, einkum síðustu tvö árin. Þetta segir Sigríður farið að verða áhyggjuefni. Brugðist hafi verið við í sumar með því að setja gangstéttir í kringum torfbæinn. „Þannig að fólk geti gengið á gangstéttunum en ekki að troða niður grasið því það var alveg komið niður í svað í fyrra.“ Þurft hefur að setja upp skilti þar sem ferðamenn eru vinsamlegast beðnir um að ganga ekki á torfþökunum og nú velta menn því fyrir sér hvort setja þurfi takmarkanir á þann fjölda gesta sem getur verið inni í torfbænum hverju sinni. „Það blasir við, - á þessum tíma. Hópatakmarkanir,“ segir Sigríður. Hún vill þó ekki gera of mikið úr vandanum og flestir gangi vel um þessar fornminjar. „Þetta eru dásamlegir gestir yfirleitt. Það er einn og einn sem mætti hugsa sig betur um áður en hann gerir ákveðna ranga hluti. En það eru mjög fáir sem eru til vandræða miðað við allan fjöldann. Bara yfirleitt frábærir gestir.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira
Ráðamenn Glaumbæjar í Skagafirði segja blasa við að setja verði fjöldatakmarkanir á ferðamenn sem vilja skoða gamla torfbæinn. Hann sé of lítill fyrir flóðbylgju ferðamanna yfir hásumarið. Þetta kom fram í viðtali við Sigríði Sigurðardóttur, safnstjóra Byggðasafns Skagfirðinga, í fréttum Stöðvar 2. Byggðasafnið í Glaumbæ er einn fjölsóttasti ferðamannastaður Skagafjarðar. Þegar við stöldruðum við stóðu sex rútur á bílastæðinu auk fjölda einkabíla. Allir vilja skoða gamla torfbæinn en þegar mörghundruð manns eru á staðnum á sama tíma fer að verða flókið fyrir alla að komast inn.Sigríður Sigurðardóttir, forstöðumaður Byggðasafns Skagfirðinga.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Við vorum að vandræðast núna í gær og í fyrradag með yfir 600 manns þannig að það má ekki meira vera fyrir þennan gamla og litla bæ,“ segir Sigríður. Hann hafi þó verið með stærri torfbæjum á 19. öld. „En hann er lítill í samanburði við þær flóðbylgjur sem fara inn.“ Eins og annars staðar á landinu hefur gestafjöldinn snaraukist, einkum síðustu tvö árin. Þetta segir Sigríður farið að verða áhyggjuefni. Brugðist hafi verið við í sumar með því að setja gangstéttir í kringum torfbæinn. „Þannig að fólk geti gengið á gangstéttunum en ekki að troða niður grasið því það var alveg komið niður í svað í fyrra.“ Þurft hefur að setja upp skilti þar sem ferðamenn eru vinsamlegast beðnir um að ganga ekki á torfþökunum og nú velta menn því fyrir sér hvort setja þurfi takmarkanir á þann fjölda gesta sem getur verið inni í torfbænum hverju sinni. „Það blasir við, - á þessum tíma. Hópatakmarkanir,“ segir Sigríður. Hún vill þó ekki gera of mikið úr vandanum og flestir gangi vel um þessar fornminjar. „Þetta eru dásamlegir gestir yfirleitt. Það er einn og einn sem mætti hugsa sig betur um áður en hann gerir ákveðna ranga hluti. En það eru mjög fáir sem eru til vandræða miðað við allan fjöldann. Bara yfirleitt frábærir gestir.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira