Innlent

Langtímaspá komin fyrir verslunarmannahelgina

Birgir Olgeirsson skrifar
Frá Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum.
Frá Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Mynd/ Óskar P. Friðriksson
Nú styttist í verslunarmannahelgina og margir farnir að skoða langtímaveðurspá til að undirbúa sig. Eins og svo oft áður í sumar er spáð norðlægri átt og hitatölurnar í svalara lagi miðað við árstíma.

Eftirfarandi er textaspá Veðurstofu Íslands:

Á morgun:

Má búast við síðdegisskúrum suðvestan til og á Norðurlandi. Hiti 6 til 15 stig að deginum, hlýjast vestanlands.

Á þriðjudag:

Er útlit fyrir breytilegri átt eða hafgolu og stöku skúrum, einkum sunnan til síðdegis. Skýjað með kölfum norðanlands og úrkomulítið. Hiti 6 til 15 stig, hlýjast vestanlands.

Á miðvikudag:

Verður breytileg átt eða hafgola, 3 - 8 metrar á sekúndu, skýjað og rigning eða skúrir sunnan- og suðvestan til, en skýjað með köflum norðanlands. Hiti 7 - 14 stig.

Á fimmtudag:

Má búast við norðlægri átt, víða 5 til 10 metrar á sekúndu. Smá væta syðst, en annars yfirleitt þurrt. Hiti breytist lítið.

Á föstudag:

Norðlæg átt 5-13 m/s. Rigning um landið N-vert, en lengst af þurrt syðra. Hiti 5 til 12 stig, mildast sunnantil.

Á laugardag:

Útlit fyrir norðaustan strekking á Vestfjörðum, en annars mun hægari. Rigning NV-til, annars úrkomulítið. Svalt á Vestfjörðum, en annars 8 til 15 stig.

Á sunnudag:

Útlit fyrir austan og norðaustanátt. Rigning eða súld suðaustan- og austanlands, en þurrt í öðrum landshlutum. Hiti að 16 stigum, hlýjast vestanlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×