Leikurinn sem breytti lífi Magnúsar: Þetta er hrikalegur djöfull að draga Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. júlí 2015 10:00 Keflvíkingurinn Magnús Þór Gunnarsson hefur um langa hríð verið ein besta skyttan í úrvalsdeild karla í körfubolta og er fyrrverandi fyrirliði íslenska landsliðsins. Hann verður seint sagður vinsæll í augum mótherjanna og gerði í því í mörg ár að fá áhorfendur andstæðingsins upp á móti sér. Það einfaldlega kveikti í honum og svaraði hann vanalega öllum hrópum og köllum með þriggja stiga körfum. En eitt atvik fyrir oddaleik gegn Stjörnunni í úrslitakeppni Dominos-deildarinnar 2012 breytti lífi hans. Nokkrir stuðningsmenn Stjörnunnar komust inn fyrir annars þykkan skráp Magnúsar sem varð til þess að hann fór inn í búningsklefa og grét fram að leik. Þetta atvik kom fram á yfirborðið þunglyndi sem hann hefur glímt við allar götur síðan en ekki þorað að stíga fram með fyrr en hann sá pistla knattspyrnumannsins Sigurbergs Elíssonar og körfuboltamannsins Helga Jónasar Guðfinnssonar. Magnús Þór ræðir atvikið og hvernig hann hefur tæklað þunglyndið allar götur síðan í stuttmynd sem Garðar Örn Arnarson gerði sérstaklega fyrir Vísi. Hana má sjá í spilaranum hér að ofan.Magnús Þór hefur unnið marga titla með Keflavíkvísir/vilhelmBraut mig niður „Það er alltaf gaman að mæta í Garðabæ og spila,“ segir Magnús Þór sem hélt hann væri bara að mæta í venjulegan oddaleik í Ásgarði 2012, eitthvað sem margfaldur Íslandsmeistarinn hafði gert oft áður. „Þarna sest ég fyrir framan stúkuna hjá þeim og er að teygja. Svo bara allt í einu fer allt sem stuðningsmenn Stjörnunnar segja á bakið á mér,“ segir hann. „Þetta voru öll verstu orð sem maður hefur heyrt lengi. Það er hvorki hægt að skrifa hvað þeir sögðu né segja það. Þetta var eitthvað sem ég bjóst aldrei við að yrði sagt.“ „Maður hefur fengið allskonar blótsyrði yfir sig, en einhvern veginn komst þetta inn fyrir mitt þykka bak og þetta braut mig svolítið niður.“Magnús hefur lengi verið einn umdeildasti körfuboltamaður landsins.vísir/daníelAldrei góður gegn Stjörnunni Magnús missti föður sinn árið 2009. Gunnar heitinn var alltaf í kringum Magnús þegar hann var að spila körfubolta og langaði Magnúsi ekkert meira en að leita til hans þetta örlagaríka kvöld í Garðabænum. „Þess í stað fór ég inn í klefa átta mínútum fyrir leik og brotnaði algjörlega niður. Ég var þar þangað til leikmannakynning hófst og ef mig minnir rétt kom ég of seint í kynninguna,“ segir Magnús. „Ég var eldrauður í augunum og mér leið illa. Þar af leiðandi spilaði ég mjög illa.“ „Þetta er búið að hafa rosaleg áhrif á mig, allavega á móti Stjörnunni. Ef fólk skoðar tölfræðina sér það, að ég hef ekki átt einn einasta góðan leik á móti Stjörnunni.“ „Ég er ekki æstur í að mæta Stjörnunni, líka bara út af gengi Keflavíkur gegn henni undanfarin ár. Ég hoppa ekkert hæð mína þegar ég mæti Stjörnunni.“Magnús spilaði hálft tímabil með Grindavíkvísir/ernirForðast vini og kærustur Magnúsi líður ekkert bara illa þegar hann á að spila við Stjörnuna þó hann leiki gegn henni vekja upp verstu tilfinningarnar. Lífið frá degi til dags hefur verið erfiðara síðustu þrjú árin. „[Þessu fylgir] mikill kvíði og þunglyndi. Maður vill bara vera einn. Þetta er erfitt en með góðri hjálp er allt hægt,“ segir Magnús. „Þetta er hrikalegur djöfull að draga. Sérstaklega þegar nálgast Stjörnuleiki er eins og allt fari í rugl. Ég sef lítið og geri lítið annað en að hugsa um hvað þeir segi núna. Það er hrikalegt.“ „Þetta eyðilagði svo margt annað. Maður forðast vini sína og vill helst vera bara einn. Maður forðast líka kærustur og allt annað liggur við. Þetta er mjög vont.“ Magnús spilaði fyrri hluta síðasta vetrar í Grindavík þar sem maður að nafni Jón Gauti Dagbjartsson hjálpaði honum mikið. Jón Gauti benti honum á sálfræðing sem hefur gert mikið fyrir Magnús. „Ég sé mikið eftir því að kynnast þessum náunga ekki fyrr sem ég er að tala við því hann er búinn að hjálpa mér helling,“ segir Magnús. „Jón Gauti Dagbjartsson, hinn mikli Grindvíkingur, hjálpaði mér. Hann benti mér á mann sem ég hef talað við sem hefur hjálpað mér geðveikt mikið og á hrós skilið fyrir það.“Magnús Þór setti upp grímu til að fela veikindin.vísir/skjáskotVildi segja sína sögu Magnús segist hafa sett upp grímu til að reyna að fela veikindi sín sem gerði lífið ekki auðveldara. Honum gekk illa í Grindavík þar sem hann segist hafa lent í miklum erfiðleikum, en þar hætti hann um áramótin. Í stað þess að taka sér frí frá körfubolta eins og í stefndi samdi hann við Skallagrím í Borgarnesi sem hann segir hafa gert sér gott. „Ég hugsaði: Hví ekki að flytja burt og vera þar. Ég á samt einn strák sem ég dýrka og það var rosalega erfitt að hitta hann ekki á hverjum degi,“ segir Magnús Þór. Pistlar sem íþróttamennirnir Sigurbergur Elísson, leikmaður Keflavíkur í fótbolta, og Helgi Jónas Guðfinnsson, fyrrverandi landsliðsmaður í körfubolta, skrifuðu um baráttu þeirra við þunglyndi hjálpaði Magnúsi að stíga fram. „Það var rosalega gott það sem Helgi jónas skrifaði og Sigurbergur. Ég þekki þá báða. Ég byrjaði að skrifa niður örugglega fimm sinnum eftir að ég las þetta frá þeim báðum en hætti alltaf við og vissi ekki hvar ég átti að byrja aftur,“ segir Magnús. „Ég held það sé meira um þetta en fólk vill viðurkenna. Ég var mjög ánægður með að Helgi Jónas og Sigurbergur skildu stíga fram. Það eiga fleiri eftir að segja sína sögu þegar þeir eru tilbúnir. Ég ákvað að segja mína sögu allavega líka.“Magnús kyssir Íslandsbikarinn 2008.vísirMá ekki fela þetta Magnús segist hafa það betra í dag, en hann samdi á ný við uppeldisfélagið Keflavík og spilar með því í Dominos-deildinni í vetur. „Ég er ekki búinn að stoppa síðan ég féll niður um deild með Skallagrími. Mér hefur aldrei fundist eins gaman í körfubolta og núna. Ég er búinn að tala við nokkra aðila sem þekkja mig og þeir sjá strax mun á mér núna heldur en fyrir tveimur árum,“ segir Magnús. „Ég held að allt verði öðruvísi því nú hef ég ekki neitt að fela og þarf ekki að spila með neina grímu. Nú brosi ég bara mínu breiðasta og spila vel fyrir Keflavík.“ „Vonandi tekur fólk sem glímir við þunglyndi og kvíða á því sem fyrst. Það má alls ekki fela þetta því þá verða hlutirnir bara verri og verri. Það er ömurlegt að líða illa. Ef manni líður illa í þessu lífi er maður búinn að eyðileggja heilt líf og það er skelfilegt,“ segir Magnús Þór Gunnarsson. Dominos-deild karla Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira
Keflvíkingurinn Magnús Þór Gunnarsson hefur um langa hríð verið ein besta skyttan í úrvalsdeild karla í körfubolta og er fyrrverandi fyrirliði íslenska landsliðsins. Hann verður seint sagður vinsæll í augum mótherjanna og gerði í því í mörg ár að fá áhorfendur andstæðingsins upp á móti sér. Það einfaldlega kveikti í honum og svaraði hann vanalega öllum hrópum og köllum með þriggja stiga körfum. En eitt atvik fyrir oddaleik gegn Stjörnunni í úrslitakeppni Dominos-deildarinnar 2012 breytti lífi hans. Nokkrir stuðningsmenn Stjörnunnar komust inn fyrir annars þykkan skráp Magnúsar sem varð til þess að hann fór inn í búningsklefa og grét fram að leik. Þetta atvik kom fram á yfirborðið þunglyndi sem hann hefur glímt við allar götur síðan en ekki þorað að stíga fram með fyrr en hann sá pistla knattspyrnumannsins Sigurbergs Elíssonar og körfuboltamannsins Helga Jónasar Guðfinnssonar. Magnús Þór ræðir atvikið og hvernig hann hefur tæklað þunglyndið allar götur síðan í stuttmynd sem Garðar Örn Arnarson gerði sérstaklega fyrir Vísi. Hana má sjá í spilaranum hér að ofan.Magnús Þór hefur unnið marga titla með Keflavíkvísir/vilhelmBraut mig niður „Það er alltaf gaman að mæta í Garðabæ og spila,“ segir Magnús Þór sem hélt hann væri bara að mæta í venjulegan oddaleik í Ásgarði 2012, eitthvað sem margfaldur Íslandsmeistarinn hafði gert oft áður. „Þarna sest ég fyrir framan stúkuna hjá þeim og er að teygja. Svo bara allt í einu fer allt sem stuðningsmenn Stjörnunnar segja á bakið á mér,“ segir hann. „Þetta voru öll verstu orð sem maður hefur heyrt lengi. Það er hvorki hægt að skrifa hvað þeir sögðu né segja það. Þetta var eitthvað sem ég bjóst aldrei við að yrði sagt.“ „Maður hefur fengið allskonar blótsyrði yfir sig, en einhvern veginn komst þetta inn fyrir mitt þykka bak og þetta braut mig svolítið niður.“Magnús hefur lengi verið einn umdeildasti körfuboltamaður landsins.vísir/daníelAldrei góður gegn Stjörnunni Magnús missti föður sinn árið 2009. Gunnar heitinn var alltaf í kringum Magnús þegar hann var að spila körfubolta og langaði Magnúsi ekkert meira en að leita til hans þetta örlagaríka kvöld í Garðabænum. „Þess í stað fór ég inn í klefa átta mínútum fyrir leik og brotnaði algjörlega niður. Ég var þar þangað til leikmannakynning hófst og ef mig minnir rétt kom ég of seint í kynninguna,“ segir Magnús. „Ég var eldrauður í augunum og mér leið illa. Þar af leiðandi spilaði ég mjög illa.“ „Þetta er búið að hafa rosaleg áhrif á mig, allavega á móti Stjörnunni. Ef fólk skoðar tölfræðina sér það, að ég hef ekki átt einn einasta góðan leik á móti Stjörnunni.“ „Ég er ekki æstur í að mæta Stjörnunni, líka bara út af gengi Keflavíkur gegn henni undanfarin ár. Ég hoppa ekkert hæð mína þegar ég mæti Stjörnunni.“Magnús spilaði hálft tímabil með Grindavíkvísir/ernirForðast vini og kærustur Magnúsi líður ekkert bara illa þegar hann á að spila við Stjörnuna þó hann leiki gegn henni vekja upp verstu tilfinningarnar. Lífið frá degi til dags hefur verið erfiðara síðustu þrjú árin. „[Þessu fylgir] mikill kvíði og þunglyndi. Maður vill bara vera einn. Þetta er erfitt en með góðri hjálp er allt hægt,“ segir Magnús. „Þetta er hrikalegur djöfull að draga. Sérstaklega þegar nálgast Stjörnuleiki er eins og allt fari í rugl. Ég sef lítið og geri lítið annað en að hugsa um hvað þeir segi núna. Það er hrikalegt.“ „Þetta eyðilagði svo margt annað. Maður forðast vini sína og vill helst vera bara einn. Maður forðast líka kærustur og allt annað liggur við. Þetta er mjög vont.“ Magnús spilaði fyrri hluta síðasta vetrar í Grindavík þar sem maður að nafni Jón Gauti Dagbjartsson hjálpaði honum mikið. Jón Gauti benti honum á sálfræðing sem hefur gert mikið fyrir Magnús. „Ég sé mikið eftir því að kynnast þessum náunga ekki fyrr sem ég er að tala við því hann er búinn að hjálpa mér helling,“ segir Magnús. „Jón Gauti Dagbjartsson, hinn mikli Grindvíkingur, hjálpaði mér. Hann benti mér á mann sem ég hef talað við sem hefur hjálpað mér geðveikt mikið og á hrós skilið fyrir það.“Magnús Þór setti upp grímu til að fela veikindin.vísir/skjáskotVildi segja sína sögu Magnús segist hafa sett upp grímu til að reyna að fela veikindi sín sem gerði lífið ekki auðveldara. Honum gekk illa í Grindavík þar sem hann segist hafa lent í miklum erfiðleikum, en þar hætti hann um áramótin. Í stað þess að taka sér frí frá körfubolta eins og í stefndi samdi hann við Skallagrím í Borgarnesi sem hann segir hafa gert sér gott. „Ég hugsaði: Hví ekki að flytja burt og vera þar. Ég á samt einn strák sem ég dýrka og það var rosalega erfitt að hitta hann ekki á hverjum degi,“ segir Magnús Þór. Pistlar sem íþróttamennirnir Sigurbergur Elísson, leikmaður Keflavíkur í fótbolta, og Helgi Jónas Guðfinnsson, fyrrverandi landsliðsmaður í körfubolta, skrifuðu um baráttu þeirra við þunglyndi hjálpaði Magnúsi að stíga fram. „Það var rosalega gott það sem Helgi jónas skrifaði og Sigurbergur. Ég þekki þá báða. Ég byrjaði að skrifa niður örugglega fimm sinnum eftir að ég las þetta frá þeim báðum en hætti alltaf við og vissi ekki hvar ég átti að byrja aftur,“ segir Magnús. „Ég held það sé meira um þetta en fólk vill viðurkenna. Ég var mjög ánægður með að Helgi Jónas og Sigurbergur skildu stíga fram. Það eiga fleiri eftir að segja sína sögu þegar þeir eru tilbúnir. Ég ákvað að segja mína sögu allavega líka.“Magnús kyssir Íslandsbikarinn 2008.vísirMá ekki fela þetta Magnús segist hafa það betra í dag, en hann samdi á ný við uppeldisfélagið Keflavík og spilar með því í Dominos-deildinni í vetur. „Ég er ekki búinn að stoppa síðan ég féll niður um deild með Skallagrími. Mér hefur aldrei fundist eins gaman í körfubolta og núna. Ég er búinn að tala við nokkra aðila sem þekkja mig og þeir sjá strax mun á mér núna heldur en fyrir tveimur árum,“ segir Magnús. „Ég held að allt verði öðruvísi því nú hef ég ekki neitt að fela og þarf ekki að spila með neina grímu. Nú brosi ég bara mínu breiðasta og spila vel fyrir Keflavík.“ „Vonandi tekur fólk sem glímir við þunglyndi og kvíða á því sem fyrst. Það má alls ekki fela þetta því þá verða hlutirnir bara verri og verri. Það er ömurlegt að líða illa. Ef manni líður illa í þessu lífi er maður búinn að eyðileggja heilt líf og það er skelfilegt,“ segir Magnús Þór Gunnarsson.
Dominos-deild karla Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira