Lögreglu ber að rannsaka öll kynferðisbrot en gerir það í fæstum tilfellum án kæru Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 28. júlí 2015 09:55 Rannsókn á kynferðisbrotum er flókið mál og hentar því ef til vill ekki til umræðna á Twitter. Vísir/Getty „Kynferðisafbrot er ekki einkamál þolenda. Ef einhver maður nauðgar þá á hann að fá dóm fyrir að brjóta lögin. Þetta eru landslög og refsiramminn eru sextán ár,“ segir Hjalti Vigfússon, einn skipuleggjandi Druslugöngunnar. Hann er ósáttur við að hvorki hafi verið tekin skýrsla af vinkonu hans sem fór á neyðarmóttöku eftir hópnauðgun né málið rannsakað. Lögregla bar fyrir sig að stúlkan hafi ekki viljað leggja fram kæru, sem er rétt. Hún var þó tilbúin að segja lögreglu hvað gerst hefði. „Vinkona mín var í engu ástandi þá til að kæra en auðvitað hugsar hún núna að hún hefði átt að kæra. Þetta er fólk sem var að lenda í mesta áfalli lífs síns,“ segir Hjalti en hann fór með vinkonu sinni á neyðarmóttökuna eftir atvikið. „Það sem hún var að hugsa er: „Mér var nauðgað, ég þarf að vinna mig í gegnum annað ofbeldi og nú þarf ég að ákveða hvort ég vilji endurlifa þennan atburð í tvö ár útaf því að málið mitt mun vera það lengi í kerfinu.“ Hún er í algjöru áfalli, í engu ástandi til að ákveða það. Það sem hún vildi var að það yrði hafin rannsókn.“ Hjalti kallaði eftir því á Twitter fyrir helgi að ábyrgð yrði tekin af þolendum kynferðisofbeldis þegar kemur að því að kæra kynferðisglæpi. Þolandi ofbeldis sé oft ekki í ástandi til að taka ákvörðun um kæru þá þegar eftir atvikið og auk þess sé auðveldara að taka ákvörðun um kæru þegar málið hefur verið upplýst að einhverju leyti. Orðaskipti Hjalta og lögreglunnar á Twitter má sjá hér að neðan, umræðan hófst í gegnum myllumerki Druslugöngunnar #drusluákall, fleiri blanda sér inn í umræðurnar en grunnspurningin er alltaf þessi: Hvort lögregla hefji rannsókn án kæru og hverjir séu verkferlar þegar kemur að kynferðisbrotamálum. Viðtal við lögreglumanninn sem svarar Hjalta er neðar í fréttinni.Ég vil að ríkisvaldið og @logreglan taki ábyrgð af þolendum við kæru kynferðisafbrota #drusluákall pic.twitter.com/5zZs4PKzit— Hjalti Vigfússon (@whatthefuse) July 23, 2015 „Ég get ekkert gert nema þú viljir kæra“ „Hún fór beint upp á neyðarmóttöku, fór ekki í sturtu eða neitt, það voru sýnilegir áverkar, hún vissi hvar þetta átti sér stað og nánast hvar væri hægt að finna þessa menn. Lögreglan segir orðrétt við hana: „Ég get ekkert gert nema þú viljir kæra.“ Réttargæslumaðurinn tekur í nákvæmlega sama streng. Ég var þarna og reyndi að sannfæra hana um að kæra, að hún væri ekki að hugsa rétt en hún bara gat það ekki. Þá gat lögreglan ekkert gert.Hjalti Vigfússon, til vinstri, var einn skipuleggjandi Druslugöngunnar í ár og umræðan hófst upp í kringum myllumerki göngunnar #drusluákall.Vísir/Sunna BenÞarna veit lögreglan af hópnauðgun og ef að það sem þeir segja á Twitter að þeir megi hefja rannsókn ef að glæpurinn er nægilega alvarlegur er rétt, við erum að tala hérna um hópnauðgun, af hverju gerðu þeir það þá ekki? Það var augljóslega nægilega mikið af gögnum til að hefja rannsókn, af hverju gerðu þeir það þá ekki?“ spyr Hjalti. „Nauðgun er alltaf nógu alvarlegur glæpur til að það eigi að hefja rannsókn.“ Hjalti taldi sig og vinkonu sína hreinlega hafa fengið þau skilaboð á neyðarmóttökunni að lögregla hefði einfaldlega ekki heimild til að rannsaka málið. Hjalti segist afar ánægður með viðmót lögreglumannsins sem kom á vettvang til að ræða við vinkonu hans, maðurinn hefði hvatt hana eindregið til að kæra og að viðmót hans hefði verið gott. Hins vegar tók hann ekki skýrslu af stúlkunni þar sem hún vildi ekki kæra. „Hann gat ekki byrjað að taka skýrslu. Hann tók niður nafnið hennar og nafnið mitt af því að ég var þarna líka. En hún sagði ég vil eiginlega ekki kæra, getum við talað saman án þess að ég kæri, geturðu fundið þessa menn án þess að ég leggi fram kæru? Ég get ekki hafið þessa skýrslutöku án þess að þú kærir. Réttargæslumaðurinn útskýrði þetta fyrir henni, lögreglumaðurinn sagðist hvetja hana til að kæra og ég líka.“Kolbrún Benediktsdóttir, saksóknari, segir engan áskilnað gerðan um kæru í kynferðisbrotamálum.Fréttablaðið/ValliAldrei gerð krafa um kæru þegar kemur að kynferðisbrotamálum Kolbrún Benediktsdóttir, saksóknari hjá embætti ríkissaksóknara, segir ekkert kynferðisbrotaákvæði hegningarlaga þannig úr garði gert að nauðsynlegt sé að brotaþoli leggi fram kæru. Hins vegar séu þessi mál þannig úr garði gerð að lítið er hægt að aðhafast ef ekki liggur fyrir framburður þolanda. „Grundvallaratriðið í kynferðisbrotamálum er að samþykki er ekki fyrir hendi. Við erum að tala um einhverja háttsemi á milli fólks sem undir venjulegum kringumstæðum telst í lagi en er orðin kynferðisbrot þegar hún fer fram með ákveðnum hætti, það er að segja með ofbeldi, hótun eða ólögmætri nauðung – eða án samþykkis,“ segir Kolbrún. „Það verður að vera einhver tilkynning frá brotaþola til lögreglu um að það hafi orðið kynferðisbrot, brotaþoli verður að vera tilbúinn til að segja sögu sína. En það er ekki þannig lögum samkvæmt að hún megi ekki gera neitt ef ekki liggur fyrir kæra, ef lögregla fær upplýsingar um að einhver hafi orðið fyrir kynferðisbroti þá ber henni að skoða málið ef hún hefur einhver gögn í höndunum um það.“ Kolbrún tekur sem dæmi mál sem varða heimilisofbeldi, í þeim tilvikum hafi stundum myndast umræða um hvort þörf sé á kæru vegna orðalags í 217. grein almennra hegningarlaga sem fjallar um líkamsárás. Ríkissaksóknari hafi þó skýra línu í þeim efnum og hafi beint þeim tilmælum til lögreglu að rannsaka beri slík mál.Kæra eða ekki kæra – hugtak sem vefst fyrir fólki Kolbrún segir þó að erfitt sé að líta framhjá vilja þolenda kynferðisafbrots. „Við verðum auðvitað líka að virða sjálfsákvörðunarrétt brotaþola, ef brotaþoli er orðinn 18 ára og ræður þessu þar af leiðandi sjálf eða sjálfur, þá verður maður náttúrulega að virða að það eru ekki allir sem vilja fara áfram með svona mál í gegnum kerfið.“ Hún spyr hvort það sé eðlilegt að ríkisvaldið taki fram fyrir hendurnar á borgurum sem hafa orðið fyrir kynferðisbroti.Þórir Ingvarsson sér um samfélagsmiðla lögreglunnar en hann vann í rannsóknum á kynferðisbrotum í átta ár.VísirOrðið kæra þarf ekki að vefjast fyrir fólki að mati Kolbrúnar. Það hafi mikla þýðingu þegar varðar húsbrot og minniháttar eignaspjöll að sá sem varð fyrir brotinu leggi formlega fram kæru en ekki jafnmikla í meiriháttar málum sem kynferðisbrotum og líkamsárásarbrotum. „Kæra er í rauninni það að koma og gefa formlega skýrslu þar sem þú segir frá því hvað gerðist. Ef manneskja segist vera tilbúin til að gefa skýrslu þá er enginn munur á því og kæru. Þetta snýst bara um hvort manneskja er tilbúin til að hleypa lögreglu inn í málið.“Getur verið kvöl og pína að vera þrykkt í rannsóknarferli Þórir Ingvarsson er lögreglumaður sem starfaði við kynferðisbrotarannsóknir í átta ár en hefur í seinni tíð séð um samfélagsmiðla lögreglunnar. Hann segir að engir sérstakir verkferlar séu fyrir hendi þegar kemur að kynferðisbrotamálum, það er að segja það liggur ekki fyrir handbók um meðferð málanna. Hann segir að lögregla vinni samkvæmt skráðum og óskráðum verkferlum sem snúa að rannsóknum. Verkferlar lögreglu eru að miklu leyti byggðir á sakamálalögum sem er grundvallarritið þegar kemur að rannsóknum. Þórir segist ekki getað tjáð sig um einstaka mál. „Það er sannarlega viðhorf,“ segir hann hins vegar um hugmyndir Hjalta um að taka alfarið ábyrgðina af þolendum kynferðisbrota. „Ég held að það sé í raun og veru mjög áhugavert að ræða það. Hvort það sé þörf á því og þá hvers vegna. En það má heldur ekki gleyma því að fólk sem verður fyrir brotum það hefur líka frjálsan vilja og vill kannski ákveða í hvaða farveg málin fara. Það að taka fyrir hendurnar á fólki og ákveða fyrir það hvaða leið málið fer getur verið tvíbent. Það getur verið róandi og gott fyrir viðkomandi að þurfa ekki að taka þá ákvörðun. En á hinn bóginn getur það verið kvöl og pína að vera þrykkt í kæru- og rannsóknarferli. Þetta er fín umræða en hún er ekki svört og hvít. Það er fullt af brotaþolum sem vilja fá að taka þessa ákvörðun sjálfir.“Lögregla getur ekki tjáð sig um einstaka mál Þórir segir að lögregla hafi heimild til að fara með mál áfram en að þá verði lögregla að hafa nægar upplýsingar við höndina. Eðli kynferðisbrota sé þannig að meirihluti upplýsinga í málinu liggi hjá kæranda.Ef manneskja er tilbúin til að leggja fram skýrslu af hverju fer lögreglan ekki af stað og rannsakar málið? „Ég held að í öllum tilvikum þar sem manneskja er tilbúin til að leggja fram skýrslu um það sem gerðist þrátt fyrir að hann tæki ekki sérstaklega fram að hann kærði þá yrði málið alltaf rannsakað,“ segir Þórir. „Ég held að það yrði ekki gerður sérstakur áskilnaður um það.“ Hann segir algengt að rannsókn hefjist hjá lögreglu en að kæran komi mörgum dögum síðar. Þórir getur eins og fyrr segir ekki tjáð sig um einstaka mál og getur því ekki tjáð sig um mál vinkonu Hjalta sem frá var greint í upphafi fréttar. En Þórir fullyrðir að allir lögreglumenn sem sinna bakvöktum í kynferðisbrotamálum hafi mikla þekkingu á málaflokknum og viti af því að ekki sé nauðsynlegt að kæra sé fyrirliggjandi.Hjalti fór með vinkonu sinni upp á neyðarmóttöku eftir atvikið, þar sagði lögregla að þörf væri á kæru svo hægt væri að hefja rannsókn.Vísir/GettyHann segir þó: „Það er líka mjög mikilvæg og stór ákvörðun að þeysast fram í rannsókn á máli sem viðkomandi vill ekki kæra. Uppá viðkomandi fyrst og fremst. Rannsóknin felst í því að tala við allt fólkið, tala við vitni og þó að hún sé gerð með ítrustu nærgætni þá er auðvitað meira en sumir vilja. Það hlýtur að vera ákvörðunarréttur hvers og eins að ákveða hvort þeir vilji það eða ekki. En svo má líka halda því fram að það sé ekki ákvörðunarréttur hvers og eins og að það eigi að rannsaka allt án tillits til hvort viðkomandi vill það eða ekki.“Kynferðisbrot sé ekki einkamál hvers og eins heldur samfélagslegt vandamál? „Ég er í sjálfu sér alveg sammála því en ég er bara að segja að það eru tvær hliðar á þessum peningi.“Óalgengt að lögregla rannsaki brot án kæru Gunnhildur Pétursdóttir er héraðsdómslögmaður og hefur starfað mikið sem réttargæslumaður. Hún segir að þrátt fyrir að lögregla geti tekið upp hjá sjálfri sér að rannsaka brot þá sé reglan sú í framkvæmd að lögð sé fram kæra. „Þetta er brot gegn almennum hegningarlögum og þá ber lögreglunni að rannsaka þetta í raun óháð hvort viðkomandi kærir eða ekki,“ segir Gunnhildur. „Hins vegar er það ekkert algengt að lögreglan taki af skarið. Auðvitað verður maður, það er kannski einhver ástæða hjá viðkomandi að hann vilji ekki kæra, lögregla getur lítið gert ef brotaþoli er ekki samstíga. Þó að lögreglu beri að rannsaka brot gegn almennum hegningarlögum þá er ekki algengt að lögregla taki fram fyrir hendurnar á brotaþolum og haldi áfram með það. Það er ekki svoleiðis í reynd,“ segir Gunnhildur. „Auðvitað viljum við að alltaf þegar brotið er gegn manneskju þá viljum við að það sé farið áfram með það. En það er ekki alveg hægt að vaða yfir fólk,“ segir Gunnhildur spurð um það hvort eðlilegt væri að ábyrgð væri tekin af þolendum varðandi það að kæra kynferðisbrot. Gunnhildur er hrædd við að þolendur nauðgana hætti að leita á neyðarmóttöku ef valdið um áframhald málsins yrði alfarið tekið af þeim. Hún segist leggja mikið upp úr því að brotaþoli, hvort sem ákvörðunin verður að kæra eða ekki kæra, sé vel upplýstur um ákvörðunina, hvað hún þýðir og hvert framhaldið verður í kjölfar hennar.Kristján Ingi Kristjánsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að fólk verði að geta leitað á sjúkrahús án þess að lögreglu sé blandað í málið.Vísir/Aðsend„Algengt er að brotaþoli leggi fram kæru og þá hefst rannsókn. Síðan hefur lögregla heimild til að rannsaka mál þó að ekki sé lögð fram kæra, en það er undantekning og í mun færri málum sem það er gert. Það er ekkert auðvelt að ná framgangi með mál ef brotaþoli vill ekki spila með.“Hvert mál er einstakt, segir aðstoðaryfirlögregluþjónn Kristján Ingi Kristjánsson , aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir það fara eftir hverju máli um sig hvort lögregla rannsaki nauðgunarmál án kæru. Það fari eftir alvarleika brota og fyrirliggjandi gögnum. „Nú er fullt af fólki sem leitar á neyðarmóttöku sem ætlar ekki að kæra. Fólk verður að geta leitað á sjúkrahús án þess að lögreglan sé komin í málið. Margir sem vilja ekki aðkomu lögreglu, höldum við þá áfram með þau mál? Það er spurningin. En auðvitað getur það líka farið algjörlega eftir alvarleika málsins. Það sem er erfitt í kynferðisbrotum almennt er að yfirleitt eru engir áverkar eða sýnileg gögn til staðar.“ Kristján Ingi segir oft skýrslu tekna af fólki þrátt fyrir að það leggi ekki fram kæru en að ekkert mál sé eins. Hvert mál sé skoðað sérstaklega. „Við hvetjum ávallt fólk til að leggja fram kæru,“ segir Kristján Ingi og vill koma því á framfæri við alla sem telja á sér brotið. Hann kannast ekki við að lögreglumenn hafi hvatt þolendur til þess að leggja ekki fram kæru. Honum þyki það slæmt ef sú hafi einhvern tímann verið raunin. „Almennt séð fylgjum við eftir öllum málum ef það kemur fram rökstuddur grunur um brot.“ En í öllum málum sem varða kynferðis- og líkamsárásarbrot skipti miklu máli að brotaþolar séu samstarfsfúsir. Tengdar fréttir Drusluganga: Þjóðþekktir einstaklingar kalla eftir breytingu í nýju myndbandi Skipuleggjendur Druslugöngunnar birtu í dag myndbandið #drusluákall. 23. júlí 2015 14:07 „Fjórum mánuðum áður en þessi mynd var tekin var mér nauðgað“ Sunna Ben, einn af skipuleggjendum Druslugöngunnar, hvetur þolendur kynferðisofbeldis til að kæra. Lögreglan réð henni frá því á sínum tíma og sér hún mikið eftir því í dag að hafa ekki kært. 21. júlí 2015 11:21 „Í sumum málanna eru gerendurnir þjóðþekktir einstaklingar“ Blaðamaðurinn Jóhannes Kr. Kristjánsson flutti ræðu við Druslugönguna sem vakti mikla athygli. 25. júlí 2015 17:57 Þöggunin er enn til staðar hjá eldri kynslóðinni Druslugangan verður gengin frá Hallgrímskirkju klukkan tvö í dag. Átakið "drusluákall“ hefur vakið mikla athygli seinustu daga. 25. júlí 2015 09:00 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Fleiri fréttir Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Sjá meira
„Kynferðisafbrot er ekki einkamál þolenda. Ef einhver maður nauðgar þá á hann að fá dóm fyrir að brjóta lögin. Þetta eru landslög og refsiramminn eru sextán ár,“ segir Hjalti Vigfússon, einn skipuleggjandi Druslugöngunnar. Hann er ósáttur við að hvorki hafi verið tekin skýrsla af vinkonu hans sem fór á neyðarmóttöku eftir hópnauðgun né málið rannsakað. Lögregla bar fyrir sig að stúlkan hafi ekki viljað leggja fram kæru, sem er rétt. Hún var þó tilbúin að segja lögreglu hvað gerst hefði. „Vinkona mín var í engu ástandi þá til að kæra en auðvitað hugsar hún núna að hún hefði átt að kæra. Þetta er fólk sem var að lenda í mesta áfalli lífs síns,“ segir Hjalti en hann fór með vinkonu sinni á neyðarmóttökuna eftir atvikið. „Það sem hún var að hugsa er: „Mér var nauðgað, ég þarf að vinna mig í gegnum annað ofbeldi og nú þarf ég að ákveða hvort ég vilji endurlifa þennan atburð í tvö ár útaf því að málið mitt mun vera það lengi í kerfinu.“ Hún er í algjöru áfalli, í engu ástandi til að ákveða það. Það sem hún vildi var að það yrði hafin rannsókn.“ Hjalti kallaði eftir því á Twitter fyrir helgi að ábyrgð yrði tekin af þolendum kynferðisofbeldis þegar kemur að því að kæra kynferðisglæpi. Þolandi ofbeldis sé oft ekki í ástandi til að taka ákvörðun um kæru þá þegar eftir atvikið og auk þess sé auðveldara að taka ákvörðun um kæru þegar málið hefur verið upplýst að einhverju leyti. Orðaskipti Hjalta og lögreglunnar á Twitter má sjá hér að neðan, umræðan hófst í gegnum myllumerki Druslugöngunnar #drusluákall, fleiri blanda sér inn í umræðurnar en grunnspurningin er alltaf þessi: Hvort lögregla hefji rannsókn án kæru og hverjir séu verkferlar þegar kemur að kynferðisbrotamálum. Viðtal við lögreglumanninn sem svarar Hjalta er neðar í fréttinni.Ég vil að ríkisvaldið og @logreglan taki ábyrgð af þolendum við kæru kynferðisafbrota #drusluákall pic.twitter.com/5zZs4PKzit— Hjalti Vigfússon (@whatthefuse) July 23, 2015 „Ég get ekkert gert nema þú viljir kæra“ „Hún fór beint upp á neyðarmóttöku, fór ekki í sturtu eða neitt, það voru sýnilegir áverkar, hún vissi hvar þetta átti sér stað og nánast hvar væri hægt að finna þessa menn. Lögreglan segir orðrétt við hana: „Ég get ekkert gert nema þú viljir kæra.“ Réttargæslumaðurinn tekur í nákvæmlega sama streng. Ég var þarna og reyndi að sannfæra hana um að kæra, að hún væri ekki að hugsa rétt en hún bara gat það ekki. Þá gat lögreglan ekkert gert.Hjalti Vigfússon, til vinstri, var einn skipuleggjandi Druslugöngunnar í ár og umræðan hófst upp í kringum myllumerki göngunnar #drusluákall.Vísir/Sunna BenÞarna veit lögreglan af hópnauðgun og ef að það sem þeir segja á Twitter að þeir megi hefja rannsókn ef að glæpurinn er nægilega alvarlegur er rétt, við erum að tala hérna um hópnauðgun, af hverju gerðu þeir það þá ekki? Það var augljóslega nægilega mikið af gögnum til að hefja rannsókn, af hverju gerðu þeir það þá ekki?“ spyr Hjalti. „Nauðgun er alltaf nógu alvarlegur glæpur til að það eigi að hefja rannsókn.“ Hjalti taldi sig og vinkonu sína hreinlega hafa fengið þau skilaboð á neyðarmóttökunni að lögregla hefði einfaldlega ekki heimild til að rannsaka málið. Hjalti segist afar ánægður með viðmót lögreglumannsins sem kom á vettvang til að ræða við vinkonu hans, maðurinn hefði hvatt hana eindregið til að kæra og að viðmót hans hefði verið gott. Hins vegar tók hann ekki skýrslu af stúlkunni þar sem hún vildi ekki kæra. „Hann gat ekki byrjað að taka skýrslu. Hann tók niður nafnið hennar og nafnið mitt af því að ég var þarna líka. En hún sagði ég vil eiginlega ekki kæra, getum við talað saman án þess að ég kæri, geturðu fundið þessa menn án þess að ég leggi fram kæru? Ég get ekki hafið þessa skýrslutöku án þess að þú kærir. Réttargæslumaðurinn útskýrði þetta fyrir henni, lögreglumaðurinn sagðist hvetja hana til að kæra og ég líka.“Kolbrún Benediktsdóttir, saksóknari, segir engan áskilnað gerðan um kæru í kynferðisbrotamálum.Fréttablaðið/ValliAldrei gerð krafa um kæru þegar kemur að kynferðisbrotamálum Kolbrún Benediktsdóttir, saksóknari hjá embætti ríkissaksóknara, segir ekkert kynferðisbrotaákvæði hegningarlaga þannig úr garði gert að nauðsynlegt sé að brotaþoli leggi fram kæru. Hins vegar séu þessi mál þannig úr garði gerð að lítið er hægt að aðhafast ef ekki liggur fyrir framburður þolanda. „Grundvallaratriðið í kynferðisbrotamálum er að samþykki er ekki fyrir hendi. Við erum að tala um einhverja háttsemi á milli fólks sem undir venjulegum kringumstæðum telst í lagi en er orðin kynferðisbrot þegar hún fer fram með ákveðnum hætti, það er að segja með ofbeldi, hótun eða ólögmætri nauðung – eða án samþykkis,“ segir Kolbrún. „Það verður að vera einhver tilkynning frá brotaþola til lögreglu um að það hafi orðið kynferðisbrot, brotaþoli verður að vera tilbúinn til að segja sögu sína. En það er ekki þannig lögum samkvæmt að hún megi ekki gera neitt ef ekki liggur fyrir kæra, ef lögregla fær upplýsingar um að einhver hafi orðið fyrir kynferðisbroti þá ber henni að skoða málið ef hún hefur einhver gögn í höndunum um það.“ Kolbrún tekur sem dæmi mál sem varða heimilisofbeldi, í þeim tilvikum hafi stundum myndast umræða um hvort þörf sé á kæru vegna orðalags í 217. grein almennra hegningarlaga sem fjallar um líkamsárás. Ríkissaksóknari hafi þó skýra línu í þeim efnum og hafi beint þeim tilmælum til lögreglu að rannsaka beri slík mál.Kæra eða ekki kæra – hugtak sem vefst fyrir fólki Kolbrún segir þó að erfitt sé að líta framhjá vilja þolenda kynferðisafbrots. „Við verðum auðvitað líka að virða sjálfsákvörðunarrétt brotaþola, ef brotaþoli er orðinn 18 ára og ræður þessu þar af leiðandi sjálf eða sjálfur, þá verður maður náttúrulega að virða að það eru ekki allir sem vilja fara áfram með svona mál í gegnum kerfið.“ Hún spyr hvort það sé eðlilegt að ríkisvaldið taki fram fyrir hendurnar á borgurum sem hafa orðið fyrir kynferðisbroti.Þórir Ingvarsson sér um samfélagsmiðla lögreglunnar en hann vann í rannsóknum á kynferðisbrotum í átta ár.VísirOrðið kæra þarf ekki að vefjast fyrir fólki að mati Kolbrúnar. Það hafi mikla þýðingu þegar varðar húsbrot og minniháttar eignaspjöll að sá sem varð fyrir brotinu leggi formlega fram kæru en ekki jafnmikla í meiriháttar málum sem kynferðisbrotum og líkamsárásarbrotum. „Kæra er í rauninni það að koma og gefa formlega skýrslu þar sem þú segir frá því hvað gerðist. Ef manneskja segist vera tilbúin til að gefa skýrslu þá er enginn munur á því og kæru. Þetta snýst bara um hvort manneskja er tilbúin til að hleypa lögreglu inn í málið.“Getur verið kvöl og pína að vera þrykkt í rannsóknarferli Þórir Ingvarsson er lögreglumaður sem starfaði við kynferðisbrotarannsóknir í átta ár en hefur í seinni tíð séð um samfélagsmiðla lögreglunnar. Hann segir að engir sérstakir verkferlar séu fyrir hendi þegar kemur að kynferðisbrotamálum, það er að segja það liggur ekki fyrir handbók um meðferð málanna. Hann segir að lögregla vinni samkvæmt skráðum og óskráðum verkferlum sem snúa að rannsóknum. Verkferlar lögreglu eru að miklu leyti byggðir á sakamálalögum sem er grundvallarritið þegar kemur að rannsóknum. Þórir segist ekki getað tjáð sig um einstaka mál. „Það er sannarlega viðhorf,“ segir hann hins vegar um hugmyndir Hjalta um að taka alfarið ábyrgðina af þolendum kynferðisbrota. „Ég held að það sé í raun og veru mjög áhugavert að ræða það. Hvort það sé þörf á því og þá hvers vegna. En það má heldur ekki gleyma því að fólk sem verður fyrir brotum það hefur líka frjálsan vilja og vill kannski ákveða í hvaða farveg málin fara. Það að taka fyrir hendurnar á fólki og ákveða fyrir það hvaða leið málið fer getur verið tvíbent. Það getur verið róandi og gott fyrir viðkomandi að þurfa ekki að taka þá ákvörðun. En á hinn bóginn getur það verið kvöl og pína að vera þrykkt í kæru- og rannsóknarferli. Þetta er fín umræða en hún er ekki svört og hvít. Það er fullt af brotaþolum sem vilja fá að taka þessa ákvörðun sjálfir.“Lögregla getur ekki tjáð sig um einstaka mál Þórir segir að lögregla hafi heimild til að fara með mál áfram en að þá verði lögregla að hafa nægar upplýsingar við höndina. Eðli kynferðisbrota sé þannig að meirihluti upplýsinga í málinu liggi hjá kæranda.Ef manneskja er tilbúin til að leggja fram skýrslu af hverju fer lögreglan ekki af stað og rannsakar málið? „Ég held að í öllum tilvikum þar sem manneskja er tilbúin til að leggja fram skýrslu um það sem gerðist þrátt fyrir að hann tæki ekki sérstaklega fram að hann kærði þá yrði málið alltaf rannsakað,“ segir Þórir. „Ég held að það yrði ekki gerður sérstakur áskilnaður um það.“ Hann segir algengt að rannsókn hefjist hjá lögreglu en að kæran komi mörgum dögum síðar. Þórir getur eins og fyrr segir ekki tjáð sig um einstaka mál og getur því ekki tjáð sig um mál vinkonu Hjalta sem frá var greint í upphafi fréttar. En Þórir fullyrðir að allir lögreglumenn sem sinna bakvöktum í kynferðisbrotamálum hafi mikla þekkingu á málaflokknum og viti af því að ekki sé nauðsynlegt að kæra sé fyrirliggjandi.Hjalti fór með vinkonu sinni upp á neyðarmóttöku eftir atvikið, þar sagði lögregla að þörf væri á kæru svo hægt væri að hefja rannsókn.Vísir/GettyHann segir þó: „Það er líka mjög mikilvæg og stór ákvörðun að þeysast fram í rannsókn á máli sem viðkomandi vill ekki kæra. Uppá viðkomandi fyrst og fremst. Rannsóknin felst í því að tala við allt fólkið, tala við vitni og þó að hún sé gerð með ítrustu nærgætni þá er auðvitað meira en sumir vilja. Það hlýtur að vera ákvörðunarréttur hvers og eins að ákveða hvort þeir vilji það eða ekki. En svo má líka halda því fram að það sé ekki ákvörðunarréttur hvers og eins og að það eigi að rannsaka allt án tillits til hvort viðkomandi vill það eða ekki.“Kynferðisbrot sé ekki einkamál hvers og eins heldur samfélagslegt vandamál? „Ég er í sjálfu sér alveg sammála því en ég er bara að segja að það eru tvær hliðar á þessum peningi.“Óalgengt að lögregla rannsaki brot án kæru Gunnhildur Pétursdóttir er héraðsdómslögmaður og hefur starfað mikið sem réttargæslumaður. Hún segir að þrátt fyrir að lögregla geti tekið upp hjá sjálfri sér að rannsaka brot þá sé reglan sú í framkvæmd að lögð sé fram kæra. „Þetta er brot gegn almennum hegningarlögum og þá ber lögreglunni að rannsaka þetta í raun óháð hvort viðkomandi kærir eða ekki,“ segir Gunnhildur. „Hins vegar er það ekkert algengt að lögreglan taki af skarið. Auðvitað verður maður, það er kannski einhver ástæða hjá viðkomandi að hann vilji ekki kæra, lögregla getur lítið gert ef brotaþoli er ekki samstíga. Þó að lögreglu beri að rannsaka brot gegn almennum hegningarlögum þá er ekki algengt að lögregla taki fram fyrir hendurnar á brotaþolum og haldi áfram með það. Það er ekki svoleiðis í reynd,“ segir Gunnhildur. „Auðvitað viljum við að alltaf þegar brotið er gegn manneskju þá viljum við að það sé farið áfram með það. En það er ekki alveg hægt að vaða yfir fólk,“ segir Gunnhildur spurð um það hvort eðlilegt væri að ábyrgð væri tekin af þolendum varðandi það að kæra kynferðisbrot. Gunnhildur er hrædd við að þolendur nauðgana hætti að leita á neyðarmóttöku ef valdið um áframhald málsins yrði alfarið tekið af þeim. Hún segist leggja mikið upp úr því að brotaþoli, hvort sem ákvörðunin verður að kæra eða ekki kæra, sé vel upplýstur um ákvörðunina, hvað hún þýðir og hvert framhaldið verður í kjölfar hennar.Kristján Ingi Kristjánsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að fólk verði að geta leitað á sjúkrahús án þess að lögreglu sé blandað í málið.Vísir/Aðsend„Algengt er að brotaþoli leggi fram kæru og þá hefst rannsókn. Síðan hefur lögregla heimild til að rannsaka mál þó að ekki sé lögð fram kæra, en það er undantekning og í mun færri málum sem það er gert. Það er ekkert auðvelt að ná framgangi með mál ef brotaþoli vill ekki spila með.“Hvert mál er einstakt, segir aðstoðaryfirlögregluþjónn Kristján Ingi Kristjánsson , aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir það fara eftir hverju máli um sig hvort lögregla rannsaki nauðgunarmál án kæru. Það fari eftir alvarleika brota og fyrirliggjandi gögnum. „Nú er fullt af fólki sem leitar á neyðarmóttöku sem ætlar ekki að kæra. Fólk verður að geta leitað á sjúkrahús án þess að lögreglan sé komin í málið. Margir sem vilja ekki aðkomu lögreglu, höldum við þá áfram með þau mál? Það er spurningin. En auðvitað getur það líka farið algjörlega eftir alvarleika málsins. Það sem er erfitt í kynferðisbrotum almennt er að yfirleitt eru engir áverkar eða sýnileg gögn til staðar.“ Kristján Ingi segir oft skýrslu tekna af fólki þrátt fyrir að það leggi ekki fram kæru en að ekkert mál sé eins. Hvert mál sé skoðað sérstaklega. „Við hvetjum ávallt fólk til að leggja fram kæru,“ segir Kristján Ingi og vill koma því á framfæri við alla sem telja á sér brotið. Hann kannast ekki við að lögreglumenn hafi hvatt þolendur til þess að leggja ekki fram kæru. Honum þyki það slæmt ef sú hafi einhvern tímann verið raunin. „Almennt séð fylgjum við eftir öllum málum ef það kemur fram rökstuddur grunur um brot.“ En í öllum málum sem varða kynferðis- og líkamsárásarbrot skipti miklu máli að brotaþolar séu samstarfsfúsir.
Tengdar fréttir Drusluganga: Þjóðþekktir einstaklingar kalla eftir breytingu í nýju myndbandi Skipuleggjendur Druslugöngunnar birtu í dag myndbandið #drusluákall. 23. júlí 2015 14:07 „Fjórum mánuðum áður en þessi mynd var tekin var mér nauðgað“ Sunna Ben, einn af skipuleggjendum Druslugöngunnar, hvetur þolendur kynferðisofbeldis til að kæra. Lögreglan réð henni frá því á sínum tíma og sér hún mikið eftir því í dag að hafa ekki kært. 21. júlí 2015 11:21 „Í sumum málanna eru gerendurnir þjóðþekktir einstaklingar“ Blaðamaðurinn Jóhannes Kr. Kristjánsson flutti ræðu við Druslugönguna sem vakti mikla athygli. 25. júlí 2015 17:57 Þöggunin er enn til staðar hjá eldri kynslóðinni Druslugangan verður gengin frá Hallgrímskirkju klukkan tvö í dag. Átakið "drusluákall“ hefur vakið mikla athygli seinustu daga. 25. júlí 2015 09:00 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Fleiri fréttir Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Sjá meira
Drusluganga: Þjóðþekktir einstaklingar kalla eftir breytingu í nýju myndbandi Skipuleggjendur Druslugöngunnar birtu í dag myndbandið #drusluákall. 23. júlí 2015 14:07
„Fjórum mánuðum áður en þessi mynd var tekin var mér nauðgað“ Sunna Ben, einn af skipuleggjendum Druslugöngunnar, hvetur þolendur kynferðisofbeldis til að kæra. Lögreglan réð henni frá því á sínum tíma og sér hún mikið eftir því í dag að hafa ekki kært. 21. júlí 2015 11:21
„Í sumum málanna eru gerendurnir þjóðþekktir einstaklingar“ Blaðamaðurinn Jóhannes Kr. Kristjánsson flutti ræðu við Druslugönguna sem vakti mikla athygli. 25. júlí 2015 17:57
Þöggunin er enn til staðar hjá eldri kynslóðinni Druslugangan verður gengin frá Hallgrímskirkju klukkan tvö í dag. Átakið "drusluákall“ hefur vakið mikla athygli seinustu daga. 25. júlí 2015 09:00