Innlent

Hlýjast á suðvestanverðu landinu

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/Veðurstofa Íslands
Í dag er spá norðlægri átt 5-13 m/s. Hvassast verður á Vestfjörðum en í kvöld mun hvessa við SA-ströndina. Víða verður skýjað með köflum og norðurströndinni verður dálítil súld. Sunnan til er spá skúrum.

Þar að auki verður rigning víða en áfram verður úrkomulítið á Vesturlandi. Hiti verður allt að 15 stig um landið vestanvert en 4 til 8 austanlands. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands.

Laugardagur:

Þá er spáð norðaustan 10 til 15 m/s norðvestanlands og með suðausturströndinni fyrripartinn, þó hægir á vindinum. Rigning eða súld um landið austanvert en skýjað með köflum vestan til. Hiti 5 til 14 stig.

Sunnudagur, mánudagur og þiðjudagur

Austan og norðaustan 3-10 m/s, hvassast NV-til. Skýjað víðast hvar og væta með köflum í flestum landshlutum, síst þó á Vesturlandi. Hiti 6 til 15 stig, svalast inn til landsins NA-til.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×