Gunnar kýldi Thatch í gólfið og afgreiddi hann þar með hálstaki, en frammistaða Gunnars var hreint mögnuð.
Þjóðin gjörsamlega missti sig yfir frammistöðu Gunnars og hafði ýmislegt að segja á Twitter, en einn vildi fá hann á peningaseðil.
Hér að neðan má sjá hluta af viðbrögðum fólks á Twitter undir kassmerkinu #UFC365
'Hann var out þarna. Það var líklega bara fallið sem vakti hann. Og ég þekki menn sem voru að vinna peninga hérna núna!“ #ufc365 #DNADORI
— Ari Eldjárn (@arieldjarn) July 12, 2015
Það á mála mynd af Gunna á blokk í Breiðholti. Dúndra honum á peningaseðil og út með risann í skjaldarmerkinu og inn með Gunna #ufc365
— Mikael Marinó Rivera (@mikaelrivera) July 12, 2015
Vinstri....hægri....geri bara bæði...ákveddu þig Gunnar!! #ufc365
— Torfi R. Sigurdsson (@torfira) July 12, 2015
Rúst aldarinnar!!!! Gunni Nelson!!!! #UFC365 #UFC189 @GunniNelson
— Helgi Brynjarsson (@hrbrynjarsson) July 12, 2015
Stolt Íslands! Þvílíkur maður. UFC til Íslands takk. Er að springa úr þjóðernistolti..váááa #ufc365
— Gulli_Gingan (@GulliGingan) July 12, 2015
Er ekki mögulegt að nota Gunna Nelson í Hollandsleikinn? #fotbolti #ufc365 #EURO2016 #mgmVegas
— Teitur Örlygsson (@teitur11) July 12, 2015
Haltukjafti hvað þetta var geðveikt! #ufc365
— Gunnlaugur Karlsson (@ggkarlsson) July 12, 2015
Thatch borðar örugglega ekki neitt sem þarf að tyggja næstu vikurnar #ufc365
— Eva Ólafsdóttir (@soraveevaros) July 12, 2015
Aldrei fokking voga ykkur að hafa Gunna sem underdog aftur! #UFC365
— Jakob Atli (@jakobatli) July 12, 2015
Þetta var worth it að mæta ósofin i vinnuna á eftir #ufc365
— Ingibjörg Ýr (@ingibjorgys) July 12, 2015