Óttast að yfirbragð landsins breytist með gjaldtökunni Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 12. júlí 2015 13:25 Ferðamenn munu þurfa að greiða fyrir bílastæði á Þingvöllum á komandi misserum. Vísir/vilhelm Ögmundi Jónassyni þingmanni VG lýst illa á fyrirhuguð þjónustugjöld í þjóðgarðinum á Þingvöllum og segir að slík gjöld geti breytt ásýnd Íslands sem ferðamannalands. Þingvallanefnd ætlar taka upp bílastæðagjald í Þjóðgarðinum og er vonast til þess að gjaldið muni skila fjörutíu til fimmtíu milljónum króna á ári. Þá greiða gestir fyrir afnot af salerni og köfun í Silfru. Þjóðgarðsvörðurinn á Þingvöllum segir ákvörðun um þjónustugjöld á Þingvöllum gefa ákveðið fordæmi fyrir því að rukkað verði gjald fyrir þjónustu á ferðamannasvæðum, ekki bara á opinberum friðlýstum svæðum heldur líka stöðum í eigu einkaaðila. „Þetta slær mig heldur illa. Hingað streyma ferðamenn í stórum hópum til landsins með opin veski og kort á lofti til að greiða fyrir flugfar og gistingu og mat og varning. Þessir fjármunir koma að sjálfsögðu fyrirtækjunum til góða og ríki og sveitarfélögunum því að þarna myndast myndarlegir skattstofnar. En það sem gerist með þessu er að yfirbragð landsins breytist með því að gera þetta svona að verslunarvöru,” segir Ögmundur Jónasson þingmaður VG. „Alls staðar er verið að rukka, setja upp stöðumæla og eftirlit og gjaldtöku. En það er ekki bara að yfirbragðið breytist heldur verður okkur gert torveldara að njóta landsins því að ég hef grun um að þarna verði ekki látið staðar numið. Þingvellir, svo koma Gullfoss og Geysir og Jökulsárlón og Dettfoss og svo framvegis. Þannig að viljum við hafa þetta yfirbragð á landinu? Ég held ekki,” segir hann ennfremur. Mikil uppbygging á sér stað á Þingvöllum til að bæta þjónustuna og það kostar peninga. Stefnt er að því að þjónustugjöldin létti undir kostnaði við uppbyggingu en ekkert umfram það. Um milljón manns fara árlega um þjóðgarðinn og svæðið er viðkvæmt. „Við vitum það að það var bærileg sátt um það að setja annað hvort á komugjöld til landsins eða gjald á hótelgistingu en þessi notendagjöld þau fara illa í mig," segir Ögmundur Jónasson. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Búast má við að fleiri vilji fylgja fordæmi Þingvallanefnda um gjaldtöku Þjóðgarðsvörðurinn á Þingvöllum segir ákvörðun um þjónustugjöld á Þingvöllum gefa ákveðið fordæmi fyrir því að rukkað verði gjald fyrir þjónustu á ferðamannasvæðum 11. júlí 2015 18:22 Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann Sjá meira
Ögmundi Jónassyni þingmanni VG lýst illa á fyrirhuguð þjónustugjöld í þjóðgarðinum á Þingvöllum og segir að slík gjöld geti breytt ásýnd Íslands sem ferðamannalands. Þingvallanefnd ætlar taka upp bílastæðagjald í Þjóðgarðinum og er vonast til þess að gjaldið muni skila fjörutíu til fimmtíu milljónum króna á ári. Þá greiða gestir fyrir afnot af salerni og köfun í Silfru. Þjóðgarðsvörðurinn á Þingvöllum segir ákvörðun um þjónustugjöld á Þingvöllum gefa ákveðið fordæmi fyrir því að rukkað verði gjald fyrir þjónustu á ferðamannasvæðum, ekki bara á opinberum friðlýstum svæðum heldur líka stöðum í eigu einkaaðila. „Þetta slær mig heldur illa. Hingað streyma ferðamenn í stórum hópum til landsins með opin veski og kort á lofti til að greiða fyrir flugfar og gistingu og mat og varning. Þessir fjármunir koma að sjálfsögðu fyrirtækjunum til góða og ríki og sveitarfélögunum því að þarna myndast myndarlegir skattstofnar. En það sem gerist með þessu er að yfirbragð landsins breytist með því að gera þetta svona að verslunarvöru,” segir Ögmundur Jónasson þingmaður VG. „Alls staðar er verið að rukka, setja upp stöðumæla og eftirlit og gjaldtöku. En það er ekki bara að yfirbragðið breytist heldur verður okkur gert torveldara að njóta landsins því að ég hef grun um að þarna verði ekki látið staðar numið. Þingvellir, svo koma Gullfoss og Geysir og Jökulsárlón og Dettfoss og svo framvegis. Þannig að viljum við hafa þetta yfirbragð á landinu? Ég held ekki,” segir hann ennfremur. Mikil uppbygging á sér stað á Þingvöllum til að bæta þjónustuna og það kostar peninga. Stefnt er að því að þjónustugjöldin létti undir kostnaði við uppbyggingu en ekkert umfram það. Um milljón manns fara árlega um þjóðgarðinn og svæðið er viðkvæmt. „Við vitum það að það var bærileg sátt um það að setja annað hvort á komugjöld til landsins eða gjald á hótelgistingu en þessi notendagjöld þau fara illa í mig," segir Ögmundur Jónasson.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Búast má við að fleiri vilji fylgja fordæmi Þingvallanefnda um gjaldtöku Þjóðgarðsvörðurinn á Þingvöllum segir ákvörðun um þjónustugjöld á Þingvöllum gefa ákveðið fordæmi fyrir því að rukkað verði gjald fyrir þjónustu á ferðamannasvæðum 11. júlí 2015 18:22 Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann Sjá meira
Búast má við að fleiri vilji fylgja fordæmi Þingvallanefnda um gjaldtöku Þjóðgarðsvörðurinn á Þingvöllum segir ákvörðun um þjónustugjöld á Þingvöllum gefa ákveðið fordæmi fyrir því að rukkað verði gjald fyrir þjónustu á ferðamannasvæðum 11. júlí 2015 18:22