Leiðsögumenn beina ferðalöngum frá salernum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. júlí 2015 17:06 Hér má sjá ferðamanna pissa á Þingvöllum. vísir/pjetur Starfsfólk þjóðgarðsins á Þingvöllum segir að dæmi séu um að leiðsögumenn hvetji gesti sína til að greiða ekki fyrir salerni sem boðið er upp á í þjóðgarðinum. Að auki lendi starfsfólk á stöðum þar sem salernin eru frí í því að tína upp saur eftir fólk í kringum húsin. Engin leið sé að koma í veg fyri sóðaskap sumra gesta Þingvalla. Þetta kemur fram í yfirlýsingu starfsfólksins sem birt er inn á þingvellir.is. Í tilkynningunni kemur fram að salerni þjóðgarðsins séu alls 56. Það er sama hvar þú sért staddur á Þingvöllum, aldrei séu meira en 1.300 metrar á salerni. Þinghelgin er það svæði sem ferðamenn heimsækja mest á Þingvöllum og teygir heimsóknasvæði ferðamanns nokkuð víða. Bygging varanlegra salerna og byggingar þeim tengdum er skipulagsskyld og er gert ráð fyrir því að bæta salernisaðstöðu í norðurhluta þinghelgarinnar þegar endurskoðun stefnumótunar liggur fyrir. „Það er ljóst að nálægð við salerni breytir ekki öllum ósiðum sumra ferðamanna sem víla ekki fyrir sér að gera þarfir sínar utandyra. Á salernunum á Hakinu er innheimt 200 kr gjald en þrátt fyrir að þar sé hægt að ganga að hreinum og góðum salernum eru iðulega ferðamenn sem ekki vilja greiða og ganga þess í stað út fyrir og gera þarfir sínar á húsvegginn í allra augsýn. Þurfti nýlega að girða þar af til hindra að sú hegðan héldi áfram.“ Í þjóðgarðinum þarf að huga vel að fráveitu þar sem um Þingvallavatn gilda lög um verndun vatnasviðs Þingvallavatns sem gerir mun ríkari kröfur til fráveitumála þess vegna er nú mest allri seyru ekið í burtu úr þjóðgarðinum og fargað. Einnig þarf að gæta vel að ásýnd þinghelgarinnar ekki síst í nálægð Þingvallakirkju og Þingvallabæjar. Óhugsandi sé að setja þar niður áberandi salernishús eða bráðabirgðakamra eins og kemur fram í yfirlýsingunni. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Gestir á Þingvöllum kúka við grafreiti Einars Ben og Jónasar Hallgrímssonar "Við leiðsögumenn erum í því að afsaka gerðir stjórnvalda í hvert sinn sem við komum á þessa staði,“ segir Helgi Jón Davíðsson leiðsögumaður um ástand salernismála á ferðamannastöðum. 15. júlí 2015 07:00 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Sjá meira
Starfsfólk þjóðgarðsins á Þingvöllum segir að dæmi séu um að leiðsögumenn hvetji gesti sína til að greiða ekki fyrir salerni sem boðið er upp á í þjóðgarðinum. Að auki lendi starfsfólk á stöðum þar sem salernin eru frí í því að tína upp saur eftir fólk í kringum húsin. Engin leið sé að koma í veg fyri sóðaskap sumra gesta Þingvalla. Þetta kemur fram í yfirlýsingu starfsfólksins sem birt er inn á þingvellir.is. Í tilkynningunni kemur fram að salerni þjóðgarðsins séu alls 56. Það er sama hvar þú sért staddur á Þingvöllum, aldrei séu meira en 1.300 metrar á salerni. Þinghelgin er það svæði sem ferðamenn heimsækja mest á Þingvöllum og teygir heimsóknasvæði ferðamanns nokkuð víða. Bygging varanlegra salerna og byggingar þeim tengdum er skipulagsskyld og er gert ráð fyrir því að bæta salernisaðstöðu í norðurhluta þinghelgarinnar þegar endurskoðun stefnumótunar liggur fyrir. „Það er ljóst að nálægð við salerni breytir ekki öllum ósiðum sumra ferðamanna sem víla ekki fyrir sér að gera þarfir sínar utandyra. Á salernunum á Hakinu er innheimt 200 kr gjald en þrátt fyrir að þar sé hægt að ganga að hreinum og góðum salernum eru iðulega ferðamenn sem ekki vilja greiða og ganga þess í stað út fyrir og gera þarfir sínar á húsvegginn í allra augsýn. Þurfti nýlega að girða þar af til hindra að sú hegðan héldi áfram.“ Í þjóðgarðinum þarf að huga vel að fráveitu þar sem um Þingvallavatn gilda lög um verndun vatnasviðs Þingvallavatns sem gerir mun ríkari kröfur til fráveitumála þess vegna er nú mest allri seyru ekið í burtu úr þjóðgarðinum og fargað. Einnig þarf að gæta vel að ásýnd þinghelgarinnar ekki síst í nálægð Þingvallakirkju og Þingvallabæjar. Óhugsandi sé að setja þar niður áberandi salernishús eða bráðabirgðakamra eins og kemur fram í yfirlýsingunni.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Gestir á Þingvöllum kúka við grafreiti Einars Ben og Jónasar Hallgrímssonar "Við leiðsögumenn erum í því að afsaka gerðir stjórnvalda í hvert sinn sem við komum á þessa staði,“ segir Helgi Jón Davíðsson leiðsögumaður um ástand salernismála á ferðamannastöðum. 15. júlí 2015 07:00 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Sjá meira
Gestir á Þingvöllum kúka við grafreiti Einars Ben og Jónasar Hallgrímssonar "Við leiðsögumenn erum í því að afsaka gerðir stjórnvalda í hvert sinn sem við komum á þessa staði,“ segir Helgi Jón Davíðsson leiðsögumaður um ástand salernismála á ferðamannastöðum. 15. júlí 2015 07:00