Bardagi ársins blásinn af Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. júlí 2015 07:00 Jose Aldo gegn Conor McGregor átti að vera bardagi ársins. vísir/getty Endanlega var staðfest í nótt að ekkert verður af bardaga ársins í UFC á milli heimsmeistarans Jose Aldo og írska vélbyssukjaftsins Conors McGregors um heimsmeistaratitilinn í fjaðurvigt. Bardaginn átti að fara fram á UFC 189-bardagakvöldinu í Las Vegas 11. júlí þar sem Gunnar Nelson berst einnig gegn Brandon Thatch. Heimsmeistarinn Aldo brákaði rifbein á æfingu í Ríó í síðustu viku, en UFC var búið að gefa út yfirlýsingu þess efnis að Brasilíumaðurinn hefði ekki meitt sig og bardaginn færi fram. Dana White, forseti UFC, mætti svo í íþróttaþáttinn SportCenter á ESPN í Bandaríkjunum í nótt og tilkynnti að heimsmeistarinn væri meiddur og þannig gæti hann hvorki æft né barist.Conor McGregor hefur leikið sér að því að taka beltið hans Aldo á blaðamannafundum og nú fær hann það upp í hendurnar.vísir/gettyHræddir menn geta ekki barist „Þetta er ákvörðun sem Aldo tekur. Mér líður ekki vel með hana. Við eyddum fullt af peningum í að kynna þennan bardaga og mikið af fólki var spennt. Þetta er mjög svekkjandi,“ sagði Dana White. Aldrei áður hefur UFC sett upp aðra eins auglýsingaherferð fyrir einn bardaga, en Aldo og Conor flugu ríkjanna á milli í Bandaríkjunum til að kynna bardagann. Þá var einnig komið við í Brasilíu og Evrópu. Conor mun samt sem áður berjast 11. júlí, en hann mætir Chad Mendes í hringnum og fær sigurvegarinn heimsmeistarabeltið til bráðabirgða. Sá hinn sami berst svo við Aldo þegar hann er orðinn heill af meiðslum sínum. Eins og við mátti búast tók Írinn fréttunum ekkert sérstaklega vel og sagði: „Ef menn eru hræddir um líf sitt þýðir ekkert fyrir þá að stíga inn í búrið. Læknarnir gáfu honum grænt ljós þar sem hann er bara marinn. Réttilega verður beltið bara tekið af honum og við berjumst um titilinn til bráðabirgða. Eða eins og ég lít á þetta: Alvöru beltið.“ UFC 189 verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. MMA Tengdar fréttir Conor við Aldo: Þú munt hætta eftir þennan bardaga Conor McGregor stal beltinu af heimsmeistaranum Jose Aldo fyrir viðtal á FOX þar sem þeir töluðu illa um hvorn annan. 26. mars 2015 22:45 UFC 189 í uppnámi: Hathaway berst ekki við Gunnar og óvissa með bardaga Conors Enn eina ferðina dregur andstæðingur Gunnars Nelson sig úr bardaga á síðustu stundu. 23. júní 2015 20:14 Conor ögraði Aldo í Toronto Greip í öxl Aldo við litla hrifningu Brasilíumannsins. 30. mars 2015 22:30 Conor hittir borgarstjórann og kallar Aldo aumingja Jose Aldo, heimsmeistarinn í fjaðurvigt í UFC, dansar súludans í nýjasta þætti Embedded. 26. mars 2015 12:00 Conor um Aldo: Hristu af þér meiðslin Conor McGregor, kjaftfori UFC-bardagakappinn, segir að mótherji hans á UFC 189 í júlí, Jose Aldo, eigi að hrista af sér meiðslin og berjast eins og maður. 28. júní 2015 14:45 Jose Aldo hatar Conor McGregor Dana White, yfirmaður UFC, segir að Jose Aldo hati Conor McGregor. 31. maí 2015 23:15 Gunnar Nelson: Conor getur gengið frá Aldo í gólfglímu Heimsmeistarinn Jose Aldo má ekki vanmeta írska vélbyssukjaftinn hvort sem það er standandi eða glímu þegar þeir berjast í Vegas. 18. júní 2015 23:30 Conor stal beltinu af Aldo | Myndband Það sauð upp úr á milli Conor McGregor og Jose Aldo í Dublin í gær. 1. apríl 2015 08:45 Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Sjá meira
Endanlega var staðfest í nótt að ekkert verður af bardaga ársins í UFC á milli heimsmeistarans Jose Aldo og írska vélbyssukjaftsins Conors McGregors um heimsmeistaratitilinn í fjaðurvigt. Bardaginn átti að fara fram á UFC 189-bardagakvöldinu í Las Vegas 11. júlí þar sem Gunnar Nelson berst einnig gegn Brandon Thatch. Heimsmeistarinn Aldo brákaði rifbein á æfingu í Ríó í síðustu viku, en UFC var búið að gefa út yfirlýsingu þess efnis að Brasilíumaðurinn hefði ekki meitt sig og bardaginn færi fram. Dana White, forseti UFC, mætti svo í íþróttaþáttinn SportCenter á ESPN í Bandaríkjunum í nótt og tilkynnti að heimsmeistarinn væri meiddur og þannig gæti hann hvorki æft né barist.Conor McGregor hefur leikið sér að því að taka beltið hans Aldo á blaðamannafundum og nú fær hann það upp í hendurnar.vísir/gettyHræddir menn geta ekki barist „Þetta er ákvörðun sem Aldo tekur. Mér líður ekki vel með hana. Við eyddum fullt af peningum í að kynna þennan bardaga og mikið af fólki var spennt. Þetta er mjög svekkjandi,“ sagði Dana White. Aldrei áður hefur UFC sett upp aðra eins auglýsingaherferð fyrir einn bardaga, en Aldo og Conor flugu ríkjanna á milli í Bandaríkjunum til að kynna bardagann. Þá var einnig komið við í Brasilíu og Evrópu. Conor mun samt sem áður berjast 11. júlí, en hann mætir Chad Mendes í hringnum og fær sigurvegarinn heimsmeistarabeltið til bráðabirgða. Sá hinn sami berst svo við Aldo þegar hann er orðinn heill af meiðslum sínum. Eins og við mátti búast tók Írinn fréttunum ekkert sérstaklega vel og sagði: „Ef menn eru hræddir um líf sitt þýðir ekkert fyrir þá að stíga inn í búrið. Læknarnir gáfu honum grænt ljós þar sem hann er bara marinn. Réttilega verður beltið bara tekið af honum og við berjumst um titilinn til bráðabirgða. Eða eins og ég lít á þetta: Alvöru beltið.“ UFC 189 verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD.
MMA Tengdar fréttir Conor við Aldo: Þú munt hætta eftir þennan bardaga Conor McGregor stal beltinu af heimsmeistaranum Jose Aldo fyrir viðtal á FOX þar sem þeir töluðu illa um hvorn annan. 26. mars 2015 22:45 UFC 189 í uppnámi: Hathaway berst ekki við Gunnar og óvissa með bardaga Conors Enn eina ferðina dregur andstæðingur Gunnars Nelson sig úr bardaga á síðustu stundu. 23. júní 2015 20:14 Conor ögraði Aldo í Toronto Greip í öxl Aldo við litla hrifningu Brasilíumannsins. 30. mars 2015 22:30 Conor hittir borgarstjórann og kallar Aldo aumingja Jose Aldo, heimsmeistarinn í fjaðurvigt í UFC, dansar súludans í nýjasta þætti Embedded. 26. mars 2015 12:00 Conor um Aldo: Hristu af þér meiðslin Conor McGregor, kjaftfori UFC-bardagakappinn, segir að mótherji hans á UFC 189 í júlí, Jose Aldo, eigi að hrista af sér meiðslin og berjast eins og maður. 28. júní 2015 14:45 Jose Aldo hatar Conor McGregor Dana White, yfirmaður UFC, segir að Jose Aldo hati Conor McGregor. 31. maí 2015 23:15 Gunnar Nelson: Conor getur gengið frá Aldo í gólfglímu Heimsmeistarinn Jose Aldo má ekki vanmeta írska vélbyssukjaftinn hvort sem það er standandi eða glímu þegar þeir berjast í Vegas. 18. júní 2015 23:30 Conor stal beltinu af Aldo | Myndband Það sauð upp úr á milli Conor McGregor og Jose Aldo í Dublin í gær. 1. apríl 2015 08:45 Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Sjá meira
Conor við Aldo: Þú munt hætta eftir þennan bardaga Conor McGregor stal beltinu af heimsmeistaranum Jose Aldo fyrir viðtal á FOX þar sem þeir töluðu illa um hvorn annan. 26. mars 2015 22:45
UFC 189 í uppnámi: Hathaway berst ekki við Gunnar og óvissa með bardaga Conors Enn eina ferðina dregur andstæðingur Gunnars Nelson sig úr bardaga á síðustu stundu. 23. júní 2015 20:14
Conor ögraði Aldo í Toronto Greip í öxl Aldo við litla hrifningu Brasilíumannsins. 30. mars 2015 22:30
Conor hittir borgarstjórann og kallar Aldo aumingja Jose Aldo, heimsmeistarinn í fjaðurvigt í UFC, dansar súludans í nýjasta þætti Embedded. 26. mars 2015 12:00
Conor um Aldo: Hristu af þér meiðslin Conor McGregor, kjaftfori UFC-bardagakappinn, segir að mótherji hans á UFC 189 í júlí, Jose Aldo, eigi að hrista af sér meiðslin og berjast eins og maður. 28. júní 2015 14:45
Jose Aldo hatar Conor McGregor Dana White, yfirmaður UFC, segir að Jose Aldo hati Conor McGregor. 31. maí 2015 23:15
Gunnar Nelson: Conor getur gengið frá Aldo í gólfglímu Heimsmeistarinn Jose Aldo má ekki vanmeta írska vélbyssukjaftinn hvort sem það er standandi eða glímu þegar þeir berjast í Vegas. 18. júní 2015 23:30
Conor stal beltinu af Aldo | Myndband Það sauð upp úr á milli Conor McGregor og Jose Aldo í Dublin í gær. 1. apríl 2015 08:45