Hálendisvaktin aðstoðar þúsundir ferðamanna á ári hverju Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. júlí 2015 22:12 Hálendisvaktin sinnti um 2000 verkefnum í fyrrasumar. vísir/vilhelm Hálendisvakt Slysavarnarfélagsins Landsbjargar hefst á morgun og verður starfandi út ágúst. Þetta er tíunda sumarið í röð sem vaktin starfar. Um 200 sjálfboðaliðar koma að verkefninu hver hópur tekur viku í senn á hálendinu. „Megintilgangur verkefnisins er að vera með skjótara viðbragð ef það koma upp slys á hálendinu. Þegar við byrjuðum með hálendisvaktina sáum við að verkefnum á hálendinu var að fjölga og það var erfitt og dýrt að kalla sjálfboðaliðana út. Verkefnið hefur þó gjörbreyst frá því sem var þegar við byrjuðum þó að tilgangurinn sé auðvitað sá sami, þar sem ferðamönnum hefur fjölgað mikið,“ segir Jónas Guðmundsson, verkefnastjóri slysavarna ferðamanna hjá Landsbjörgu. Hann bendir á að í fyrrasumar hafi hálendisvaktin sinnt um 2000 verkefnum en þar af voru um 500 sem Landsbjörg flokkar sem alvarleg útköll. Af þessum 500 útköllum voru tæplega 100 slys en til samanburðar sinnti hálendisvaktin 50 slysum árið áður. Jónas segir að á þeim tíma frá því að hálendisvaktin hafi tekið til starfa hafi nokkrum mannslífum verið bjargað. „Ég held að það alveg hægt að fullyrða að það hefði farið mun verr í einhverjum tilfellum ef við hefðum ekki verið svona nálægt því það munar svo miklu að vera með skjótan viðbragðstíma.“ Aðspurður segir Jónas að Landsbjörg hafi aðstoðað á bilinu 6000-8000 ferðamenn á ári seinustu fjögur ár. Hálendisvaktin aðstoðar meirihluta þeirra ferðamanna á þeim tveimur mánuðum sem hún starfar, eða um 4000 ferðamenn á ári að sögn Jónasar. Ástandið á hálendinu er nokkuð óvenjulegt núna en mikið er um snjó og krap þar núna. Jónas segir að það komi fólki kannski á óvart en að þetta hafi ekki verið svo óvenjulegt ástand fyrir 10-20 árum síðan. „En það er miklu meiri snjór núna en verið hefur síðan ferðamannabólan sprakk fyrir nokkrum árum. Á gönguleiðinni yfir Laugaveginn ertu til dæmis ennþá góðan þriðjung leiðarinnar í snjó og það er auðvitað erfiðara að labba í snjó heldur en ekki.“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Örmagna ferðamaðurinn sóttur með þyrlu Björgunarsveitir töldu enga skynsemi í að flytja manninn landleiðina frá Þjófadölum til Reykjavíkur. 2. júlí 2015 12:43 Björgunarsveitir sækja örmagna ferðamann á hálendið Aðstæður sagðar með erfiðara móti. 2. júlí 2015 08:58 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Fleiri fréttir Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ Sjá meira
Hálendisvakt Slysavarnarfélagsins Landsbjargar hefst á morgun og verður starfandi út ágúst. Þetta er tíunda sumarið í röð sem vaktin starfar. Um 200 sjálfboðaliðar koma að verkefninu hver hópur tekur viku í senn á hálendinu. „Megintilgangur verkefnisins er að vera með skjótara viðbragð ef það koma upp slys á hálendinu. Þegar við byrjuðum með hálendisvaktina sáum við að verkefnum á hálendinu var að fjölga og það var erfitt og dýrt að kalla sjálfboðaliðana út. Verkefnið hefur þó gjörbreyst frá því sem var þegar við byrjuðum þó að tilgangurinn sé auðvitað sá sami, þar sem ferðamönnum hefur fjölgað mikið,“ segir Jónas Guðmundsson, verkefnastjóri slysavarna ferðamanna hjá Landsbjörgu. Hann bendir á að í fyrrasumar hafi hálendisvaktin sinnt um 2000 verkefnum en þar af voru um 500 sem Landsbjörg flokkar sem alvarleg útköll. Af þessum 500 útköllum voru tæplega 100 slys en til samanburðar sinnti hálendisvaktin 50 slysum árið áður. Jónas segir að á þeim tíma frá því að hálendisvaktin hafi tekið til starfa hafi nokkrum mannslífum verið bjargað. „Ég held að það alveg hægt að fullyrða að það hefði farið mun verr í einhverjum tilfellum ef við hefðum ekki verið svona nálægt því það munar svo miklu að vera með skjótan viðbragðstíma.“ Aðspurður segir Jónas að Landsbjörg hafi aðstoðað á bilinu 6000-8000 ferðamenn á ári seinustu fjögur ár. Hálendisvaktin aðstoðar meirihluta þeirra ferðamanna á þeim tveimur mánuðum sem hún starfar, eða um 4000 ferðamenn á ári að sögn Jónasar. Ástandið á hálendinu er nokkuð óvenjulegt núna en mikið er um snjó og krap þar núna. Jónas segir að það komi fólki kannski á óvart en að þetta hafi ekki verið svo óvenjulegt ástand fyrir 10-20 árum síðan. „En það er miklu meiri snjór núna en verið hefur síðan ferðamannabólan sprakk fyrir nokkrum árum. Á gönguleiðinni yfir Laugaveginn ertu til dæmis ennþá góðan þriðjung leiðarinnar í snjó og það er auðvitað erfiðara að labba í snjó heldur en ekki.“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Örmagna ferðamaðurinn sóttur með þyrlu Björgunarsveitir töldu enga skynsemi í að flytja manninn landleiðina frá Þjófadölum til Reykjavíkur. 2. júlí 2015 12:43 Björgunarsveitir sækja örmagna ferðamann á hálendið Aðstæður sagðar með erfiðara móti. 2. júlí 2015 08:58 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Fleiri fréttir Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ Sjá meira
Örmagna ferðamaðurinn sóttur með þyrlu Björgunarsveitir töldu enga skynsemi í að flytja manninn landleiðina frá Þjófadölum til Reykjavíkur. 2. júlí 2015 12:43
Björgunarsveitir sækja örmagna ferðamann á hálendið Aðstæður sagðar með erfiðara móti. 2. júlí 2015 08:58