Vísir á ATP: Spilagleðinni haldið í 27 ár Óli Kristján Ármannsson skrifar 5. júlí 2015 19:02 Mudhoney á sviðinu á Ásbrú Vísir/ÓKÁ Mudhoney sveik engan, hvorki gamla aðdáendur né nýja áheyrendur, á ATP-rokkhátíðinni á Ásbrú í Reykjanesbæ. Sveitin er sögð hafa búið til hljóm grunge-rokksins og sögð áhrifavaldur í tónlist langt út fyrir eigin vinsældir. Þegar upprunasveit gruggrokksins (grunge) frá Seattle í Bandaríkjunum steig á svið Atlantic Studios í Ásbrú í Reykjanesbæ á All Tomorrow‘s Parties tónlistarhátíðinni á föstudagskvöld kom berlega í ljós að þótt þeir hefðu kannski elst svolítið þá vantar ekkert í þá rokkið. Mudhoney óð af stað Touch Me I‘m Sick, kraftmiklu og hröðu lagi og líklega því sem hvað mestum vinsældum náði snemma á tíunda áratug síðustu aldar. Í klukkustundarlöngu prógrammi sem fylgdi var svo hvergi slakað á í blöndu eldri og nýrri laga. Heldur færri voru á ferli þarna um átta á föstudagskvöldinu, öðrum degi tónlistarhátíðarinnar, en voru kvöldið áður þegar Public Enemy og Iggy Pop trylltu lýðinn. Ýkjur væru að segja að flugskýlið sem spilað var í á Ásbrú hefði verið vel fullt þegar Mudhoney hófu leik sinn. Að óathuguðu máli hefði maður þó haldið að fólk myndi hópast að til að berja augum og láta gleðja hlustir þessar goðsagnir grunge-rokksins. Trommara (Dan Peters) sem um tíma spilaði með Nirvana og hina í Mudhoney sem Kurt Cobain heitinn sagði að hefðu haft hvað mest áhrif á þann hljóm sem sú hljómsveit á endanum náði. Fyrri bassaleikari sveitarinnar (Matt Lukin) var raunar samleigjandi Cobain og allir voru þeir meira og minna í kunningsskap hver við annan þessir gaurar sem skipuðu grunge-rokk sveitir Seattle sem upp spruttu seint á níunda og snemma á tíunda áratugnum. Þegar sveitin hins vegar hóf leik sinn streymdi fólkið inn í skýlið. Krafturinn og spilagleðin spann sinn galdur og dróg inn úr sólinni þá sem kannski ekki þekktu sveitina fyrir. Og þá var húsfyllir. Hópurinn var í smástund að ákveða sig hvort þarna væri ekki örugglega eðalrokk á ferðinni, en eftir þrjú, fjögur lög iðaði mannhafið fyrir framan sviðið, eins og á að gerast á tónleikum sem þessum, meðan þeir sem fjær stóðu dilluðu sér og hristu hárið. Óhætt er að segja að Mudhoney hafi engan svikið, hvorki gamla aðdáendur, né hina sem þarna fengu óvænta alvörurokkupplifun. Iggy Pop sveik engan heldur, þó að tilfinningin þar sé kannski aðeins að um staðlaða dagskrá sé að ræða þar sem keyrt er í gegn um þekkta gleðigjafa og rokk slagara. Gamli rokkhundurinn var kominn úr að ofan áður en fyrsta lagið var hálfnað og þar með búið að tékka í það rokkboxið. Mudhoney sýndu hins vegar að þeir hafa enn í sér sköpunarkraftinn og spilagleðina. Þeir spila eins og ungir menn þrátt fyrir að vera þarna um og yfir fimmtugu. Þeir spiluðu eins og menn sem enn eru að búa til tónlist og hafa gaman af því. Síðasta plata þeirra kom út í hitteðfyrra. Þeir eru ólíklega hættir. „Það er ótrúlegt að við skyldum bíða í 27 ár með að koma til Íslands,“ hrópaði glaður Mark Arm, söngvari Mudhoney, yfir áhorfendaskarann í lok tónleika. „Þið voru frábær!“ Þeir voru frábærir líka. ATP í Keflavík Tónlist Tengdar fréttir Vísir á ATP: Föstudagurinn á ATP fór vel fram í blíðskaparveðri Veðrið var gott svo tónleikagestir gátu tyllt sér á útisvæði milli tónleika. 4. júlí 2015 16:26 Gekk um götur Reykjavíkur og heyrði ekkert nema kynlífsstunur Stuart Murdoch, söngvari Belle & Sebastian, fór á kostum á sviðinu í Atlantic Studios á ATP í nótt. 3. júlí 2015 12:00 Vísir á ATP: Trúið umtalinu um Public Enemy Það var heilög stund að Ásbrú í gærkvöldi þegar áhrifamesta rapphljómsveit sögunnar lagði allt sitt í sölurnar. 3. júlí 2015 13:30 Sjáðu myndirnar frá ATP: 68 ára gamall Iggy Pop ber að ofan Belle & Sebastian, Iggy Pop og Public Enemy voru á meðal þeirra listamanna sem skemmtu hressum tónleikagestum á Ásbrú á fyrsta kvöldi ATP. 3. júlí 2015 09:57 Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Mudhoney sveik engan, hvorki gamla aðdáendur né nýja áheyrendur, á ATP-rokkhátíðinni á Ásbrú í Reykjanesbæ. Sveitin er sögð hafa búið til hljóm grunge-rokksins og sögð áhrifavaldur í tónlist langt út fyrir eigin vinsældir. Þegar upprunasveit gruggrokksins (grunge) frá Seattle í Bandaríkjunum steig á svið Atlantic Studios í Ásbrú í Reykjanesbæ á All Tomorrow‘s Parties tónlistarhátíðinni á föstudagskvöld kom berlega í ljós að þótt þeir hefðu kannski elst svolítið þá vantar ekkert í þá rokkið. Mudhoney óð af stað Touch Me I‘m Sick, kraftmiklu og hröðu lagi og líklega því sem hvað mestum vinsældum náði snemma á tíunda áratug síðustu aldar. Í klukkustundarlöngu prógrammi sem fylgdi var svo hvergi slakað á í blöndu eldri og nýrri laga. Heldur færri voru á ferli þarna um átta á föstudagskvöldinu, öðrum degi tónlistarhátíðarinnar, en voru kvöldið áður þegar Public Enemy og Iggy Pop trylltu lýðinn. Ýkjur væru að segja að flugskýlið sem spilað var í á Ásbrú hefði verið vel fullt þegar Mudhoney hófu leik sinn. Að óathuguðu máli hefði maður þó haldið að fólk myndi hópast að til að berja augum og láta gleðja hlustir þessar goðsagnir grunge-rokksins. Trommara (Dan Peters) sem um tíma spilaði með Nirvana og hina í Mudhoney sem Kurt Cobain heitinn sagði að hefðu haft hvað mest áhrif á þann hljóm sem sú hljómsveit á endanum náði. Fyrri bassaleikari sveitarinnar (Matt Lukin) var raunar samleigjandi Cobain og allir voru þeir meira og minna í kunningsskap hver við annan þessir gaurar sem skipuðu grunge-rokk sveitir Seattle sem upp spruttu seint á níunda og snemma á tíunda áratugnum. Þegar sveitin hins vegar hóf leik sinn streymdi fólkið inn í skýlið. Krafturinn og spilagleðin spann sinn galdur og dróg inn úr sólinni þá sem kannski ekki þekktu sveitina fyrir. Og þá var húsfyllir. Hópurinn var í smástund að ákveða sig hvort þarna væri ekki örugglega eðalrokk á ferðinni, en eftir þrjú, fjögur lög iðaði mannhafið fyrir framan sviðið, eins og á að gerast á tónleikum sem þessum, meðan þeir sem fjær stóðu dilluðu sér og hristu hárið. Óhætt er að segja að Mudhoney hafi engan svikið, hvorki gamla aðdáendur, né hina sem þarna fengu óvænta alvörurokkupplifun. Iggy Pop sveik engan heldur, þó að tilfinningin þar sé kannski aðeins að um staðlaða dagskrá sé að ræða þar sem keyrt er í gegn um þekkta gleðigjafa og rokk slagara. Gamli rokkhundurinn var kominn úr að ofan áður en fyrsta lagið var hálfnað og þar með búið að tékka í það rokkboxið. Mudhoney sýndu hins vegar að þeir hafa enn í sér sköpunarkraftinn og spilagleðina. Þeir spila eins og ungir menn þrátt fyrir að vera þarna um og yfir fimmtugu. Þeir spiluðu eins og menn sem enn eru að búa til tónlist og hafa gaman af því. Síðasta plata þeirra kom út í hitteðfyrra. Þeir eru ólíklega hættir. „Það er ótrúlegt að við skyldum bíða í 27 ár með að koma til Íslands,“ hrópaði glaður Mark Arm, söngvari Mudhoney, yfir áhorfendaskarann í lok tónleika. „Þið voru frábær!“ Þeir voru frábærir líka.
ATP í Keflavík Tónlist Tengdar fréttir Vísir á ATP: Föstudagurinn á ATP fór vel fram í blíðskaparveðri Veðrið var gott svo tónleikagestir gátu tyllt sér á útisvæði milli tónleika. 4. júlí 2015 16:26 Gekk um götur Reykjavíkur og heyrði ekkert nema kynlífsstunur Stuart Murdoch, söngvari Belle & Sebastian, fór á kostum á sviðinu í Atlantic Studios á ATP í nótt. 3. júlí 2015 12:00 Vísir á ATP: Trúið umtalinu um Public Enemy Það var heilög stund að Ásbrú í gærkvöldi þegar áhrifamesta rapphljómsveit sögunnar lagði allt sitt í sölurnar. 3. júlí 2015 13:30 Sjáðu myndirnar frá ATP: 68 ára gamall Iggy Pop ber að ofan Belle & Sebastian, Iggy Pop og Public Enemy voru á meðal þeirra listamanna sem skemmtu hressum tónleikagestum á Ásbrú á fyrsta kvöldi ATP. 3. júlí 2015 09:57 Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Vísir á ATP: Föstudagurinn á ATP fór vel fram í blíðskaparveðri Veðrið var gott svo tónleikagestir gátu tyllt sér á útisvæði milli tónleika. 4. júlí 2015 16:26
Gekk um götur Reykjavíkur og heyrði ekkert nema kynlífsstunur Stuart Murdoch, söngvari Belle & Sebastian, fór á kostum á sviðinu í Atlantic Studios á ATP í nótt. 3. júlí 2015 12:00
Vísir á ATP: Trúið umtalinu um Public Enemy Það var heilög stund að Ásbrú í gærkvöldi þegar áhrifamesta rapphljómsveit sögunnar lagði allt sitt í sölurnar. 3. júlí 2015 13:30
Sjáðu myndirnar frá ATP: 68 ára gamall Iggy Pop ber að ofan Belle & Sebastian, Iggy Pop og Public Enemy voru á meðal þeirra listamanna sem skemmtu hressum tónleikagestum á Ásbrú á fyrsta kvöldi ATP. 3. júlí 2015 09:57