Bandaríkjamenn héldu upp á þjóðhátíðardaginn sinn á laugardag með tilheyrandi pompi og prakt en í Las Vegas, eins og víðar, var skotið upp flugeldum.
Í nýjasta þætti af UFC 189 Embedded er Írinn Conor McGregor heimsóttur í glæsivilluna þar sem hann býr nú ásamt Gunnari Nelson í Las Vegas. Þeir munu báðir berjast á stærsta bardagakvöldi ársins hjá UFC á laugardag.
„Maður fær ekki betra útsýni en hér,“ sagði McGregor en á meðan er Gunnar úti í sundlaug með spjaldtölvu í hönd. „Íslendingum er alveg sama.“
Þáttinn má sjá hér fyrir ofan.
Conor: Íslendingum er alveg sama
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mest lesið




Ótrúleg markasúpa í Katalóníu
Fótbolti

„Eins gott að þeir fari að fokking semja“
Körfubolti


Inter í undanúrslit
Fótbolti

Aþena vann loksins leik
Körfubolti


Chelsea skrapaði botninn með Southampton
Enski boltinn