Innlent

Allt að 18 stiga hiti í dag

Samúel Karl Ólason skrifar
Hitinn verður allt frá sjö til 18 stig en hlýjast um landið SV-vert.
Hitinn verður allt frá sjö til 18 stig en hlýjast um landið SV-vert. Mynd/Veðurstofa Íslands
Veðurstofa Íslands spáir norðlægri eða breytilegri átt í dag, yfirleitt 3-10 metrar á sekúndu. Þá verður skýjað með köflum og þokusúld eða rigning við Norður- og Austurströndina. Sums staðar er spáð lítilsháttar vætu á Suðurlandi og Suðvesturhorninu.

Hitinn verður allt frá sjö til 18 stig en hlýjast um landið SV-vert. Undir kvöld á morgun kólnar NA-til.

Frekari upplýsingar má sjá á heimasíðu Veðurstofunnar.

Á morgun verður norðlægri átt sem verður heldur hægari, eða 3-8 m/s, og fer að rigna á austurhelmingi landsins seinnipartinn. Hiti verður 4 til 16 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×