Leikar æsast á Wimbledon Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. júlí 2015 07:30 Andy Murray vann mótið árið 2013 og nýtur gríðarlega vinsælda í Bretlandi. Vísir/Getty Þess er að vænta að draga fari til tíðinda á Wimbledon-mótinu í tennis í dag en þá fara fram allar fjórar viðureignirnar í fjórðungsúrslitum einliðaleiks karla. Á morgun hefjast undanúrslitin í kvennaflokki en þá hefjast beinar útsendingar á Stöð 2 Sport frá mótinu. Sýnt verður frá mótinu síðustu fjóra keppnisdagana. Serena Williams tryggði sér í gær sæti í undanúrslitunum mótsins en hún mætir þar sjálfri Mariu Sharapovu. Williams hafði betur gegn Victoriu Azarenku, 3-6, 6-2 og 6-3 fyrir framan fimmtán þúsund áhorfendur á aðalvelli Wimbledon. Williams er að eltast við að vera handhafi allra fjögurra stóru titilanna samtímis en hún hefur unnið öll stórmótin síðan að Wimbledon-mótið fór fram í fyrra. Williams hefur unnið síðustu sextán viðureignir sínar gegn Sharapovu.Serena Williams, einbeitt á svip.Vísir/GettyHún á einnig möguleika á að vinna öll risamótin á sama árinu en það hefur engin gert síðan að Steffi Graf afrekaði það árið 1988. Williams hefur unnið nítján risamót á ferlinum en sagði eftir leikinn í gær að hún vildi ekkert ræða um möguleika sína á „alslemmu“. Í hinni undanúrslitaviðureigninni eigast við Garbina Muguruza frá Spáni (20. sæti heimslistans) og Agnieszka Radwanska frá Póllandi (13. sæti). Í karlaflokki eru átta keppendur eftir og þeir hafa unnið samtals 30 risamót. Heimamenn binda að sjálfsögðu vonir við að Andy Murray geti leikið eftir afrek sitt frá 2013 er hann varð fyrsti Bretinn í meira en 70 ár til að vinna sigur í einliðaleik karla á mótinu. Murray mætir í dag lítt þekktum Kanadamanni að nafni Vasek Pospisil en hann er í 56. sæti heimslistans. Pospisil hefur aldrei komist svona langt á risamóti og hefur engu að tapa. Pospisil er hins vegar einnig að keppa í tvíliðaleik og spilaði tennis í samtals átta klukkustundir á mánudag. „Ef hann sýnir merki þreytu mun ég nýta mér það,“ sagði Murray. „En ég ætla ekki að stóla á það.“ Murray á erfiða leið að titlinum. Sigri hann í dag þarf hann líklega að spila gegn Roger Federer í undanúrslitum og svo Novak Djokovic í úrslitunum - fari allt eftir bókinni frægu.Roger Federer virðist líklegur til afreka í ár.Vísir/GettyFederer leikur gegn Gilles Simon í dag en þessi áttfaldi Wimbledon-meistari hefur verið í frábæri formi og farið í gegnum fyrstu fjórar viðureignir sínar án þess að blása úr nös. Þar hefur uppgjöfin verið hans helsti styrkur en andstæðingar hans hafa ekkert ráðið við hana. Djokovic mætir Króatanum Marin Cilic í dag en sá síðarnefndi vann Opna bandaríska meistaramótið á síðasta ári. Djokovic er í efsta sæti heimslistans og hefur unnið tólf leiki í röð gegn Cilic. Hann hefur komist í undanúrslit Wimbledon sjö ár í röð og þrátt fyrir að hafa lent óvænt í basli gegn Kevin Anderson í síðustu umferð þá reikna flestir með sigri Serbans í dag. Komist Djokovic í undanúrslit mætir hann annað hvort Stan Wawrinka, sem vann Opna franska í ár og Opna ástralska í fyrra, eða Frakkanum Richard Gasquet. Báðir eru með afar öflugt bakhandarskot en Wawrinka virðist í afar góðu formi og ætti að komast áfram í dag. Undanúrslitin í einliðaleik karla fara fram á föstudag og úrslitaleikirnir eru svo á dagskrá um helgina - konurnar á laugardag og karlarnir á sunnudag. Tennis Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Fleiri fréttir Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Sjá meira
Þess er að vænta að draga fari til tíðinda á Wimbledon-mótinu í tennis í dag en þá fara fram allar fjórar viðureignirnar í fjórðungsúrslitum einliðaleiks karla. Á morgun hefjast undanúrslitin í kvennaflokki en þá hefjast beinar útsendingar á Stöð 2 Sport frá mótinu. Sýnt verður frá mótinu síðustu fjóra keppnisdagana. Serena Williams tryggði sér í gær sæti í undanúrslitunum mótsins en hún mætir þar sjálfri Mariu Sharapovu. Williams hafði betur gegn Victoriu Azarenku, 3-6, 6-2 og 6-3 fyrir framan fimmtán þúsund áhorfendur á aðalvelli Wimbledon. Williams er að eltast við að vera handhafi allra fjögurra stóru titilanna samtímis en hún hefur unnið öll stórmótin síðan að Wimbledon-mótið fór fram í fyrra. Williams hefur unnið síðustu sextán viðureignir sínar gegn Sharapovu.Serena Williams, einbeitt á svip.Vísir/GettyHún á einnig möguleika á að vinna öll risamótin á sama árinu en það hefur engin gert síðan að Steffi Graf afrekaði það árið 1988. Williams hefur unnið nítján risamót á ferlinum en sagði eftir leikinn í gær að hún vildi ekkert ræða um möguleika sína á „alslemmu“. Í hinni undanúrslitaviðureigninni eigast við Garbina Muguruza frá Spáni (20. sæti heimslistans) og Agnieszka Radwanska frá Póllandi (13. sæti). Í karlaflokki eru átta keppendur eftir og þeir hafa unnið samtals 30 risamót. Heimamenn binda að sjálfsögðu vonir við að Andy Murray geti leikið eftir afrek sitt frá 2013 er hann varð fyrsti Bretinn í meira en 70 ár til að vinna sigur í einliðaleik karla á mótinu. Murray mætir í dag lítt þekktum Kanadamanni að nafni Vasek Pospisil en hann er í 56. sæti heimslistans. Pospisil hefur aldrei komist svona langt á risamóti og hefur engu að tapa. Pospisil er hins vegar einnig að keppa í tvíliðaleik og spilaði tennis í samtals átta klukkustundir á mánudag. „Ef hann sýnir merki þreytu mun ég nýta mér það,“ sagði Murray. „En ég ætla ekki að stóla á það.“ Murray á erfiða leið að titlinum. Sigri hann í dag þarf hann líklega að spila gegn Roger Federer í undanúrslitum og svo Novak Djokovic í úrslitunum - fari allt eftir bókinni frægu.Roger Federer virðist líklegur til afreka í ár.Vísir/GettyFederer leikur gegn Gilles Simon í dag en þessi áttfaldi Wimbledon-meistari hefur verið í frábæri formi og farið í gegnum fyrstu fjórar viðureignir sínar án þess að blása úr nös. Þar hefur uppgjöfin verið hans helsti styrkur en andstæðingar hans hafa ekkert ráðið við hana. Djokovic mætir Króatanum Marin Cilic í dag en sá síðarnefndi vann Opna bandaríska meistaramótið á síðasta ári. Djokovic er í efsta sæti heimslistans og hefur unnið tólf leiki í röð gegn Cilic. Hann hefur komist í undanúrslit Wimbledon sjö ár í röð og þrátt fyrir að hafa lent óvænt í basli gegn Kevin Anderson í síðustu umferð þá reikna flestir með sigri Serbans í dag. Komist Djokovic í undanúrslit mætir hann annað hvort Stan Wawrinka, sem vann Opna franska í ár og Opna ástralska í fyrra, eða Frakkanum Richard Gasquet. Báðir eru með afar öflugt bakhandarskot en Wawrinka virðist í afar góðu formi og ætti að komast áfram í dag. Undanúrslitin í einliðaleik karla fara fram á föstudag og úrslitaleikirnir eru svo á dagskrá um helgina - konurnar á laugardag og karlarnir á sunnudag.
Tennis Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Fleiri fréttir Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Sjá meira