Sport

Wawrinka tapaði eftir maraþonviðureign

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Wawrinka, til hægri, óskar Gasquet til hamingju með sigurinn.
Wawrinka, til hægri, óskar Gasquet til hamingju með sigurinn. Vísir/Getty
Novak Djokovic, efsti maður heimslistans, mætir Frakkanum Richard Gasquet í undanúrslitum Wimbledon-mótsins á föstudag. Í hinni viðureign undanúrslitanna eigast við Roger Federer og Andy Murray.

Gasquet hafði betur gegn Stan Wawrinka í æsispennandi leik í fjórðungsúrslitum í kvöld. Svo fór að Gasquet hafði betur í oddasetti, 11-9, en á Wimbledon er enginn bráðabani í oddasettinu.

Gasquet vann fyrsta settið 6-4 en tapaði næstu tveimur, 6-4 og 6-3. Hann jafnaði metin í fjórða settinu (6-4) en sem fyrr segir þurfti 20 lotur til að útklá odddsettið.

Wawrinka vann Opna franska meistaramótið fyrr í sumar en hefði hann komist í undanúrslit hefði það verið í fyrsta sinn í 20 ár sem efstu fjórir menn heimslistans komist allir í undanúrslit í einliðaleik karla á mótinu.

Djokovic vann fyrr í dag auðveldan sigur á Króatanum Marin Cilic en hann vann öll þrjú settin 6-4. Cilic vann Opna bandaríska í fyrra en var engin fyrirstaða fyrir Serbann öfluga í dag.

Undanúrslit kvenna fara fram á morgun og hefjast þá beinar útsendingar Stöðvar 2 Sports. Sýnt verður frá síðustu fjórum keppnisdögunum en útsending hefst klukkan 12.00 á morgun.


Tengdar fréttir

Leikar æsast á Wimbledon

Fjórðungsúrslit í einliðaleik karla fara fram í dag. Undanúrslitin hjá konunum hefjast á morgun og þá hefjast beinar útsendingar á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×