Lögreglumaður dæmdur fyrir að skalla mann og nefbrjóta Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. júní 2015 16:30 Árásin átti sér stað fyrir utan Hlöllabáta í Keflavík. Vísir/Pjetur 23 ára gamall karlmaður hefur verið dæmdur í sextíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa á frívakt sumarið 2013 skallað jafnaldra sinn fyrir utan veitingastaðinn Hlöllabáta í Keflavík. Hann var einn fjögurra sem fengu skilorðsbundna dóma í dag fyrir að hafa ráðist á manninn sem hafði fyrr um kvöldið slegið til eins þeirra í sjoppunni Ungó fyrr um nóttina. Þrír hinna dæmdu eru fæddir árið 1994 en sá fjórði árið 1992 líkt og fórnarlambið. Sá fæddur 1992 var í sumarstarfi hjá lögregluembættinu á Suðurnesjum þegar árásin átti sér stað. Var honum vikið frá störfum á meðan málið var í rannsókn en hann þáði laun á þeim tíma sem samningur hans náði til að því er DV greindi frá sumarið 2013.Slegist á Ungó fyrr um nóttina Forsaga málsins er sú að fórnarlambið í málinu sló einn hinna dæmdu í Ungó fyrr um nóttina. Var hann sakfelldur fyrir þá árás í aðskildu máli í Héraðsdómi Reykjaness fyrr í mánuðinum. Síðar um nóttina hittust þeir aftur við Hlöllabáta þar sem frekari átök áttu sér stað. Voru tveir þeirra fæddu 1994 dæmdir í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa kýlt manninn í andlitið. Þriðji jafnaldri þeirra hlaut 60 daga skilorðsbundinn dóm fyrir að hafa kýlt manninn ítrekað á meðan fórnarlambið hafi staðið með hendur fyrir aftan bak. Lögreglumaðurinn hlaut sömuleiðis 60 daga skilorðsbundinn dóm fyrir nefbrotið.Skalli og nefbrot fyrir framan kollegana Athyglisvert er að lögreglumaðurinn skallaði manninn fyrir framan nefið á félögum sínum í lögreglunni eftir að búið var að taka skýrslu af brotaþola. Var hann í kjölfarið fluttur á sjúkrahús og hélt því fram í fyrstu að sjö til tíu menn hefðu ráðist á sig. Hann var undir áhrifum áfengis líkt og hinir dæmdu. Dráttur á útgáfu ákæru, sem gefin var út einu og hálfu ári eftir að brotin áttu sér stað, og hreint sakavottorð hjá þremur mönnunum af fjórum varð til þess að milda refsinguna. Þurftu mennirnir hver um sig að greiða fórnarlambinu 400 þúsund krónur í miskabætur.Dóminn í heild sinni má nálgast hér. Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira
23 ára gamall karlmaður hefur verið dæmdur í sextíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa á frívakt sumarið 2013 skallað jafnaldra sinn fyrir utan veitingastaðinn Hlöllabáta í Keflavík. Hann var einn fjögurra sem fengu skilorðsbundna dóma í dag fyrir að hafa ráðist á manninn sem hafði fyrr um kvöldið slegið til eins þeirra í sjoppunni Ungó fyrr um nóttina. Þrír hinna dæmdu eru fæddir árið 1994 en sá fjórði árið 1992 líkt og fórnarlambið. Sá fæddur 1992 var í sumarstarfi hjá lögregluembættinu á Suðurnesjum þegar árásin átti sér stað. Var honum vikið frá störfum á meðan málið var í rannsókn en hann þáði laun á þeim tíma sem samningur hans náði til að því er DV greindi frá sumarið 2013.Slegist á Ungó fyrr um nóttina Forsaga málsins er sú að fórnarlambið í málinu sló einn hinna dæmdu í Ungó fyrr um nóttina. Var hann sakfelldur fyrir þá árás í aðskildu máli í Héraðsdómi Reykjaness fyrr í mánuðinum. Síðar um nóttina hittust þeir aftur við Hlöllabáta þar sem frekari átök áttu sér stað. Voru tveir þeirra fæddu 1994 dæmdir í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa kýlt manninn í andlitið. Þriðji jafnaldri þeirra hlaut 60 daga skilorðsbundinn dóm fyrir að hafa kýlt manninn ítrekað á meðan fórnarlambið hafi staðið með hendur fyrir aftan bak. Lögreglumaðurinn hlaut sömuleiðis 60 daga skilorðsbundinn dóm fyrir nefbrotið.Skalli og nefbrot fyrir framan kollegana Athyglisvert er að lögreglumaðurinn skallaði manninn fyrir framan nefið á félögum sínum í lögreglunni eftir að búið var að taka skýrslu af brotaþola. Var hann í kjölfarið fluttur á sjúkrahús og hélt því fram í fyrstu að sjö til tíu menn hefðu ráðist á sig. Hann var undir áhrifum áfengis líkt og hinir dæmdu. Dráttur á útgáfu ákæru, sem gefin var út einu og hálfu ári eftir að brotin áttu sér stað, og hreint sakavottorð hjá þremur mönnunum af fjórum varð til þess að milda refsinguna. Þurftu mennirnir hver um sig að greiða fórnarlambinu 400 þúsund krónur í miskabætur.Dóminn í heild sinni má nálgast hér.
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira