Hlaupa heim frá Reykjavík til Akureyrar yfir Sprengisand Elísabet Margeirsdóttir skrifar 25. júní 2015 09:30 Ísfirsku hlaupafélagarnir Óskar og Gísli ætla að hlaupa frá Reykjavík til Akureyrar yfir Sprengisand í byrjun júlí. Með hlaupinu ætla þeir styðja við bakið á níu ára gleðigjafanum, Kristjáni Loga Kárasyni en hann er fjölfatlaður og hefur átt við mikil langvarandi veikindi að stríða. Verkefnið ber yfirskriftina Hlaupið heim, en Kristján Logi og Gísli eru búsettir á Akureyri. Þetta er í annað sinn sem Óskar hleypur landshluta á milli til að vekja athygli á stöðu langveikra barna, en árið 2013 hljóp hann til styrktar Finnboga Arnar Arnarsson, frá Reykjavík til gamla heimabæjar síns, Ísafjarðar. Verkefnið byrjar við Bílaumboðið Öskju í Grafarholtinu klukkan 16:30 föstudaginn 3. júlí og eru allir hjartanlega velkomnir að hlaupa með af stað eða hvar sem er á leiðinni. Þeir vonast til að hlaupa út Eyjafjörð og koma inn á Akureyri laugardaginn 11. Júlí. Fyrirtæki og einstaklingar eru hvattir til að styðja við málefnið með því að leggja inn á reikning sjóðsins Hlaupið heim eða hringja í styrktarnúmer. Reikningsnúmer Hlaupið Heim: 565-14-404427 og kennitala: 141005-3750 Hægt er að fylgjast með hlaupinu á Facebook: www.facebook.com/Hlaupidheim Heilsa Heilsa video Mest lesið „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar Lífið Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið
Ísfirsku hlaupafélagarnir Óskar og Gísli ætla að hlaupa frá Reykjavík til Akureyrar yfir Sprengisand í byrjun júlí. Með hlaupinu ætla þeir styðja við bakið á níu ára gleðigjafanum, Kristjáni Loga Kárasyni en hann er fjölfatlaður og hefur átt við mikil langvarandi veikindi að stríða. Verkefnið ber yfirskriftina Hlaupið heim, en Kristján Logi og Gísli eru búsettir á Akureyri. Þetta er í annað sinn sem Óskar hleypur landshluta á milli til að vekja athygli á stöðu langveikra barna, en árið 2013 hljóp hann til styrktar Finnboga Arnar Arnarsson, frá Reykjavík til gamla heimabæjar síns, Ísafjarðar. Verkefnið byrjar við Bílaumboðið Öskju í Grafarholtinu klukkan 16:30 föstudaginn 3. júlí og eru allir hjartanlega velkomnir að hlaupa með af stað eða hvar sem er á leiðinni. Þeir vonast til að hlaupa út Eyjafjörð og koma inn á Akureyri laugardaginn 11. Júlí. Fyrirtæki og einstaklingar eru hvattir til að styðja við málefnið með því að leggja inn á reikning sjóðsins Hlaupið heim eða hringja í styrktarnúmer. Reikningsnúmer Hlaupið Heim: 565-14-404427 og kennitala: 141005-3750 Hægt er að fylgjast með hlaupinu á Facebook: www.facebook.com/Hlaupidheim
Heilsa Heilsa video Mest lesið „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar Lífið Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið