Markmið Íslands í loftlagsmálum kynnt í næstu viku Heimir Már Pétursson skrifar 25. júní 2015 13:23 Markmið íslenskra stjórnvalda í loftlagsmálum fyrir loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París á næsta ári verða kynnt í næstu viku. Umhverfisráðherra segir að Íslendingar muni að öllum líkindum fylgja sömu markmiðum og Norðmenn hafa sett fram. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði á Alþingi í morgun að þingið eyddi allt of litlum tíma í að ræða loftslagsbreytingar sem væru stærsta mál samtímans. „Og þar kemur hver svarta skýrslan á fætur annarri. Við finnum nú þegar breytingar á veðurfari sem hafa veruleg áhrif á lífsafkomu okkar hér á landi. Sem og auðvitað íbúa alls staðar annars staðar í heiminum,“ segir Katrín. Til að mynda hefði ekki verið rætt um loftslagsmarkmið Íslands fyrir loftslagsráðstefnuna í París á næsta ári þar sem nokkur von væri bundinn við árangur. Evrópusambandið væri búið að setja fram sín markmið sem og Noregur, sem stefndi að því að minnka losun gróðurhúsalofttegunda um 40 prósent miðað við árið 1990 til ársins 2030. „Umhverfis- og samgöngunefnd og utanríkismálanefnd fengu kynningu á því að vinna væri hafin við loftslagsmarkmið Íslands fyrir allmörgum mánuðum en enn bólar ekkert á þessum markmiðum. Ég vil spyrja hæstvirtan ráðherra; hvar eru markmiðin, hvenær koma þau og hver verða þau,“ spurði Katrín. Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra tók undir með Katrínu um að þetta væri með stærstu málum samtímans. Það lægi ljóst fyrir að hlýnun jarðar væri af mannavöldum og því gæti hver og einn lagt sitt af mörkum. „Og ég get glatt þingmanninn, sem og aðra þingmenn hér, með því að það er verið að vinna mjög ötullega innan fimm ráðuneyta. Þetta mun verða lagt fram í ríkisstjórn áður en þing fer heim í næstu viku,“ sagði umhverfisráðherra. Ráðherra sagði Noreg hafa ákveðið að fylgja Evrópu að málum og henni þætti líklegt að það myndu Íslendingar einnig gera. „Verði þessi markmið kynnt í ríkisstjórn í næstu viku vil ég leggja áherslu á að umhverfis- og samgöngunefnd og utanríkisnefnd fái kynningu á þessum markmiðum á sama tíma. Þannig að háttvirtir þingmenn séu upplýstir um þessi markmið,“ sagði Katrín. Umhverfisráðherra sagði Íslendinga búa við sérstöðu og þeir gætu náð miklum árangi í umhverfismálum, til dæmis varðandi fiskiskipaflotann. „Forsætisráðherra hefur lýst því yfir á fundi með Ban Ki Moon, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, að við stefnum að því Íslendingar að hætta notkun jarðefnaeldsneytis og sú sýn hvetur okkur vissulega til dáða,“ segir Sigrún. Loftslagsmál Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Fleiri fréttir Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Sjá meira
Markmið íslenskra stjórnvalda í loftlagsmálum fyrir loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París á næsta ári verða kynnt í næstu viku. Umhverfisráðherra segir að Íslendingar muni að öllum líkindum fylgja sömu markmiðum og Norðmenn hafa sett fram. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði á Alþingi í morgun að þingið eyddi allt of litlum tíma í að ræða loftslagsbreytingar sem væru stærsta mál samtímans. „Og þar kemur hver svarta skýrslan á fætur annarri. Við finnum nú þegar breytingar á veðurfari sem hafa veruleg áhrif á lífsafkomu okkar hér á landi. Sem og auðvitað íbúa alls staðar annars staðar í heiminum,“ segir Katrín. Til að mynda hefði ekki verið rætt um loftslagsmarkmið Íslands fyrir loftslagsráðstefnuna í París á næsta ári þar sem nokkur von væri bundinn við árangur. Evrópusambandið væri búið að setja fram sín markmið sem og Noregur, sem stefndi að því að minnka losun gróðurhúsalofttegunda um 40 prósent miðað við árið 1990 til ársins 2030. „Umhverfis- og samgöngunefnd og utanríkismálanefnd fengu kynningu á því að vinna væri hafin við loftslagsmarkmið Íslands fyrir allmörgum mánuðum en enn bólar ekkert á þessum markmiðum. Ég vil spyrja hæstvirtan ráðherra; hvar eru markmiðin, hvenær koma þau og hver verða þau,“ spurði Katrín. Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra tók undir með Katrínu um að þetta væri með stærstu málum samtímans. Það lægi ljóst fyrir að hlýnun jarðar væri af mannavöldum og því gæti hver og einn lagt sitt af mörkum. „Og ég get glatt þingmanninn, sem og aðra þingmenn hér, með því að það er verið að vinna mjög ötullega innan fimm ráðuneyta. Þetta mun verða lagt fram í ríkisstjórn áður en þing fer heim í næstu viku,“ sagði umhverfisráðherra. Ráðherra sagði Noreg hafa ákveðið að fylgja Evrópu að málum og henni þætti líklegt að það myndu Íslendingar einnig gera. „Verði þessi markmið kynnt í ríkisstjórn í næstu viku vil ég leggja áherslu á að umhverfis- og samgöngunefnd og utanríkisnefnd fái kynningu á þessum markmiðum á sama tíma. Þannig að háttvirtir þingmenn séu upplýstir um þessi markmið,“ sagði Katrín. Umhverfisráðherra sagði Íslendinga búa við sérstöðu og þeir gætu náð miklum árangi í umhverfismálum, til dæmis varðandi fiskiskipaflotann. „Forsætisráðherra hefur lýst því yfir á fundi með Ban Ki Moon, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, að við stefnum að því Íslendingar að hætta notkun jarðefnaeldsneytis og sú sýn hvetur okkur vissulega til dáða,“ segir Sigrún.
Loftslagsmál Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Fleiri fréttir Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Sjá meira