Efast um að fólk fæðist alkóhólistar Ólöf Skaftadóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 27. júní 2015 16:00 Tolli Morthens var gestur Viktoríu Hermannsdóttur og Ólafar Skaftadóttir í Föstudagsviðtalinu, sem hægt er að hlusta á í heild sinni hér. Í viðtalinu lýsir hann baráttu sinni við erfið veikindi undanfarið eftir að hann greindist með krabbamein í blöðru. Nú lítur út fyrir að hann sé laus við meinið og hann stígur út í lífið með stómapoka, þakklátur fyrir að vera á lífi og fá tækifæri til að njóta lífsins. Í viðtalinu ræddi hann um ástandið á Landspítalanum, fjölskylduna sína, hugleiðslu sem hann stundar af miklum móð, pólítík og fjölskyldusjúkdóminn alkóhólisma. Tolli segir reiði einkenna aðstandendur alkóhólisma.Vísir/Stefán„Þetta er lögmál, þetta hegðar sér eins alls staðar. Ég held að eftir því sem maður skoðar hlutina betur séum við öll á einhvern hátt aðstandendur. Ég er mikill aðstandandi, þó ég sé alkóhólisti þá er hin hliðin á peningnum aðstandandinn. Þess vegna getur maður alveg fært rök fyrir því að neyslusaga mín sé afleiðing áfallasögu minnar og ég sé ekki endilega fæddur alkóhólisti. Ég efa það að nokkur sé fæddur alkóhólisti. Ég held að flestir séu alkóhólistarvegna afleiðinga, það er alveg skuggalega margt sem bendir til þess. Ég hætti í neyslu og ýtti frá mér vímuefninu en eins og segir í fræðunum okkar, áfengi er bara birtingarmynd alkóhólismans. Þetta er huglægur, líkamlegur sjúkdómur sem ég held að sé sannarlega rétt en ég er ekki viss um að sjúkdómshugtakið sé rétt. Allt er huglæg og líkamleg afleiðing af áfallasögu. Það er mjög mikilvægt að hafa styrkinn til þess að leita til fagfólks ef saga þín er erfið en annars höfum við hugleiðsluna til sjálfsskoðunar og þetta að hjálpa öðrum. Þessi blanda er ofboðslega heilandi, gefandi, styrkjandi. Við getum átt gott líf.“ Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Fleiri fréttir Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Sjá meira
Tolli Morthens var gestur Viktoríu Hermannsdóttur og Ólafar Skaftadóttir í Föstudagsviðtalinu, sem hægt er að hlusta á í heild sinni hér. Í viðtalinu lýsir hann baráttu sinni við erfið veikindi undanfarið eftir að hann greindist með krabbamein í blöðru. Nú lítur út fyrir að hann sé laus við meinið og hann stígur út í lífið með stómapoka, þakklátur fyrir að vera á lífi og fá tækifæri til að njóta lífsins. Í viðtalinu ræddi hann um ástandið á Landspítalanum, fjölskylduna sína, hugleiðslu sem hann stundar af miklum móð, pólítík og fjölskyldusjúkdóminn alkóhólisma. Tolli segir reiði einkenna aðstandendur alkóhólisma.Vísir/Stefán„Þetta er lögmál, þetta hegðar sér eins alls staðar. Ég held að eftir því sem maður skoðar hlutina betur séum við öll á einhvern hátt aðstandendur. Ég er mikill aðstandandi, þó ég sé alkóhólisti þá er hin hliðin á peningnum aðstandandinn. Þess vegna getur maður alveg fært rök fyrir því að neyslusaga mín sé afleiðing áfallasögu minnar og ég sé ekki endilega fæddur alkóhólisti. Ég efa það að nokkur sé fæddur alkóhólisti. Ég held að flestir séu alkóhólistarvegna afleiðinga, það er alveg skuggalega margt sem bendir til þess. Ég hætti í neyslu og ýtti frá mér vímuefninu en eins og segir í fræðunum okkar, áfengi er bara birtingarmynd alkóhólismans. Þetta er huglægur, líkamlegur sjúkdómur sem ég held að sé sannarlega rétt en ég er ekki viss um að sjúkdómshugtakið sé rétt. Allt er huglæg og líkamleg afleiðing af áfallasögu. Það er mjög mikilvægt að hafa styrkinn til þess að leita til fagfólks ef saga þín er erfið en annars höfum við hugleiðsluna til sjálfsskoðunar og þetta að hjálpa öðrum. Þessi blanda er ofboðslega heilandi, gefandi, styrkjandi. Við getum átt gott líf.“
Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Fleiri fréttir Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Sjá meira