Sjáðu Gunnar Nelson æfa og slaka á í Vegas | Myndbönd Tómas Þór Þóraðrson skrifar 29. júní 2015 10:30 Gunnar Nelson á fyrir höndum risastórt kvöld 11. júlí. vísir/getty Gunnar Nelson á fyrir höndum stærsta bardaga ferils síns 11. júlí í Las Vegas á UFC 189-bardagakvöldin sem verður það stærsta í sögu sambandsins. Bardaginn verður vitaskuld í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Þar berst einnig stórvinur Gunnars, Conor McGregor, um heimsmeistaratitilinn í fjaðurvigt gegn ríkjandi meistara, Jose Aldo. Eins og greint hefur verið frá var bardagakvöldið í uppnámi eftir að upphaflegur andstæðingur Gunnars, John Hathaway, hætti við vegna meiðsla og vegna þess að Aldo var sagður rifbeinsbrotinn. Síðar kom í ljós að hann er ekki brotinn. Gunnar mætir Bandaríkjamanninum Brandon Thatch sem er sterkari andstæðingur en Hathaway. Thatch hefur æft stíft að undanförnu og kemur ekki „kaldur“ inn í bardagann þar sem hann átti að berjast hvort sem er sama kvöld. Gunnar Nelson hefur verið í Las Vegas undanfarnar vikur í stífum æfingabúðum og í gærkvöldi tók hann hressilega á Jóni Viðari Arnþórssyni, formanni Mjölnis og góðum vini sínum, á púðaæfingu. Gunnar sparkaði og kýldi Jón Viðar sundur og saman og er ekki annað að sjá en okkar maður sé í flottu standi. Þeir félagarnir njóta lífsins í Vegas og eyða kvöldunum við sundlaugina þar sem Gunnar notar óhefðbundnar aðferðir við að koma sér á flotsængur. Jón Viðar setti inn stutt myndbönd frá æfingunni í gær á Instagram-síðu sína sem sjá má hér að neðan. @gunninelson padwork last night in Lorenzo's gym! #ufc189 #gunnarnelson #lasvegas #padwork #roundhouse A video posted by Jón Viðar Arnþórsson (@jon_vidar_arnthorsson) on Jun 28, 2015 at 12:46pm PDT Few spinning sidekicks from @gunninelson #ufc189 #spinnig #sidekick #gunnarnelson A video posted by Jón Viðar Arnþórsson (@jon_vidar_arnthorsson) on Jun 28, 2015 at 12:56pm PDT G&P with @gunninelson #mjolnirmma #gunnarnelson #groundandpound #ufc189 A video posted by Jón Viðar Arnþórsson (@jon_vidar_arnthorsson) on Jun 28, 2015 at 5:29pm PDT Svona fer @gunninelson í kvöldbað! #mjolnirmma #macmansion #ufc189 #gunnarnelson #lasvegas A video posted by Jón Viðar Arnþórsson (@jon_vidar_arnthorsson) on Jun 27, 2015 at 8:18pm PDT MMA Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Fleiri fréttir Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Telur daga McGregor í UFC talda Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sjá meira
Gunnar Nelson á fyrir höndum stærsta bardaga ferils síns 11. júlí í Las Vegas á UFC 189-bardagakvöldin sem verður það stærsta í sögu sambandsins. Bardaginn verður vitaskuld í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Þar berst einnig stórvinur Gunnars, Conor McGregor, um heimsmeistaratitilinn í fjaðurvigt gegn ríkjandi meistara, Jose Aldo. Eins og greint hefur verið frá var bardagakvöldið í uppnámi eftir að upphaflegur andstæðingur Gunnars, John Hathaway, hætti við vegna meiðsla og vegna þess að Aldo var sagður rifbeinsbrotinn. Síðar kom í ljós að hann er ekki brotinn. Gunnar mætir Bandaríkjamanninum Brandon Thatch sem er sterkari andstæðingur en Hathaway. Thatch hefur æft stíft að undanförnu og kemur ekki „kaldur“ inn í bardagann þar sem hann átti að berjast hvort sem er sama kvöld. Gunnar Nelson hefur verið í Las Vegas undanfarnar vikur í stífum æfingabúðum og í gærkvöldi tók hann hressilega á Jóni Viðari Arnþórssyni, formanni Mjölnis og góðum vini sínum, á púðaæfingu. Gunnar sparkaði og kýldi Jón Viðar sundur og saman og er ekki annað að sjá en okkar maður sé í flottu standi. Þeir félagarnir njóta lífsins í Vegas og eyða kvöldunum við sundlaugina þar sem Gunnar notar óhefðbundnar aðferðir við að koma sér á flotsængur. Jón Viðar setti inn stutt myndbönd frá æfingunni í gær á Instagram-síðu sína sem sjá má hér að neðan. @gunninelson padwork last night in Lorenzo's gym! #ufc189 #gunnarnelson #lasvegas #padwork #roundhouse A video posted by Jón Viðar Arnþórsson (@jon_vidar_arnthorsson) on Jun 28, 2015 at 12:46pm PDT Few spinning sidekicks from @gunninelson #ufc189 #spinnig #sidekick #gunnarnelson A video posted by Jón Viðar Arnþórsson (@jon_vidar_arnthorsson) on Jun 28, 2015 at 12:56pm PDT G&P with @gunninelson #mjolnirmma #gunnarnelson #groundandpound #ufc189 A video posted by Jón Viðar Arnþórsson (@jon_vidar_arnthorsson) on Jun 28, 2015 at 5:29pm PDT Svona fer @gunninelson í kvöldbað! #mjolnirmma #macmansion #ufc189 #gunnarnelson #lasvegas A video posted by Jón Viðar Arnþórsson (@jon_vidar_arnthorsson) on Jun 27, 2015 at 8:18pm PDT
MMA Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Fleiri fréttir Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Telur daga McGregor í UFC talda Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sjá meira