Sjáðu Gunnar Nelson æfa og slaka á í Vegas | Myndbönd Tómas Þór Þóraðrson skrifar 29. júní 2015 10:30 Gunnar Nelson á fyrir höndum risastórt kvöld 11. júlí. vísir/getty Gunnar Nelson á fyrir höndum stærsta bardaga ferils síns 11. júlí í Las Vegas á UFC 189-bardagakvöldin sem verður það stærsta í sögu sambandsins. Bardaginn verður vitaskuld í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Þar berst einnig stórvinur Gunnars, Conor McGregor, um heimsmeistaratitilinn í fjaðurvigt gegn ríkjandi meistara, Jose Aldo. Eins og greint hefur verið frá var bardagakvöldið í uppnámi eftir að upphaflegur andstæðingur Gunnars, John Hathaway, hætti við vegna meiðsla og vegna þess að Aldo var sagður rifbeinsbrotinn. Síðar kom í ljós að hann er ekki brotinn. Gunnar mætir Bandaríkjamanninum Brandon Thatch sem er sterkari andstæðingur en Hathaway. Thatch hefur æft stíft að undanförnu og kemur ekki „kaldur“ inn í bardagann þar sem hann átti að berjast hvort sem er sama kvöld. Gunnar Nelson hefur verið í Las Vegas undanfarnar vikur í stífum æfingabúðum og í gærkvöldi tók hann hressilega á Jóni Viðari Arnþórssyni, formanni Mjölnis og góðum vini sínum, á púðaæfingu. Gunnar sparkaði og kýldi Jón Viðar sundur og saman og er ekki annað að sjá en okkar maður sé í flottu standi. Þeir félagarnir njóta lífsins í Vegas og eyða kvöldunum við sundlaugina þar sem Gunnar notar óhefðbundnar aðferðir við að koma sér á flotsængur. Jón Viðar setti inn stutt myndbönd frá æfingunni í gær á Instagram-síðu sína sem sjá má hér að neðan. @gunninelson padwork last night in Lorenzo's gym! #ufc189 #gunnarnelson #lasvegas #padwork #roundhouse A video posted by Jón Viðar Arnþórsson (@jon_vidar_arnthorsson) on Jun 28, 2015 at 12:46pm PDT Few spinning sidekicks from @gunninelson #ufc189 #spinnig #sidekick #gunnarnelson A video posted by Jón Viðar Arnþórsson (@jon_vidar_arnthorsson) on Jun 28, 2015 at 12:56pm PDT G&P with @gunninelson #mjolnirmma #gunnarnelson #groundandpound #ufc189 A video posted by Jón Viðar Arnþórsson (@jon_vidar_arnthorsson) on Jun 28, 2015 at 5:29pm PDT Svona fer @gunninelson í kvöldbað! #mjolnirmma #macmansion #ufc189 #gunnarnelson #lasvegas A video posted by Jón Viðar Arnþórsson (@jon_vidar_arnthorsson) on Jun 27, 2015 at 8:18pm PDT MMA Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Fleiri fréttir „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Sjá meira
Gunnar Nelson á fyrir höndum stærsta bardaga ferils síns 11. júlí í Las Vegas á UFC 189-bardagakvöldin sem verður það stærsta í sögu sambandsins. Bardaginn verður vitaskuld í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Þar berst einnig stórvinur Gunnars, Conor McGregor, um heimsmeistaratitilinn í fjaðurvigt gegn ríkjandi meistara, Jose Aldo. Eins og greint hefur verið frá var bardagakvöldið í uppnámi eftir að upphaflegur andstæðingur Gunnars, John Hathaway, hætti við vegna meiðsla og vegna þess að Aldo var sagður rifbeinsbrotinn. Síðar kom í ljós að hann er ekki brotinn. Gunnar mætir Bandaríkjamanninum Brandon Thatch sem er sterkari andstæðingur en Hathaway. Thatch hefur æft stíft að undanförnu og kemur ekki „kaldur“ inn í bardagann þar sem hann átti að berjast hvort sem er sama kvöld. Gunnar Nelson hefur verið í Las Vegas undanfarnar vikur í stífum æfingabúðum og í gærkvöldi tók hann hressilega á Jóni Viðari Arnþórssyni, formanni Mjölnis og góðum vini sínum, á púðaæfingu. Gunnar sparkaði og kýldi Jón Viðar sundur og saman og er ekki annað að sjá en okkar maður sé í flottu standi. Þeir félagarnir njóta lífsins í Vegas og eyða kvöldunum við sundlaugina þar sem Gunnar notar óhefðbundnar aðferðir við að koma sér á flotsængur. Jón Viðar setti inn stutt myndbönd frá æfingunni í gær á Instagram-síðu sína sem sjá má hér að neðan. @gunninelson padwork last night in Lorenzo's gym! #ufc189 #gunnarnelson #lasvegas #padwork #roundhouse A video posted by Jón Viðar Arnþórsson (@jon_vidar_arnthorsson) on Jun 28, 2015 at 12:46pm PDT Few spinning sidekicks from @gunninelson #ufc189 #spinnig #sidekick #gunnarnelson A video posted by Jón Viðar Arnþórsson (@jon_vidar_arnthorsson) on Jun 28, 2015 at 12:56pm PDT G&P with @gunninelson #mjolnirmma #gunnarnelson #groundandpound #ufc189 A video posted by Jón Viðar Arnþórsson (@jon_vidar_arnthorsson) on Jun 28, 2015 at 5:29pm PDT Svona fer @gunninelson í kvöldbað! #mjolnirmma #macmansion #ufc189 #gunnarnelson #lasvegas A video posted by Jón Viðar Arnþórsson (@jon_vidar_arnthorsson) on Jun 27, 2015 at 8:18pm PDT
MMA Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Fleiri fréttir „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Sjá meira