Handbolti

Patrekur fer ekki á EM

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Patrekur Jóhannesson.
Patrekur Jóhannesson. Vísir/AFP
Austurríki verður ekki á meðal þátttökuliða í lokakeppni EM í Póllandi en lærisveinar Patreks Jóhannessonar töpuðu í kvöld fyrir Spáni á heimavelli, 30-24.

Spánn og Þýskaland eru efst og jöfn í riðlinum með átta stig hvort en Spánverjar eru með betri árangur í innbyrðisviðureignum liðanna og eiga sigurinn vísan í riðlinum.

Austurríki er svo í þriðja sæti með fjögur stig og ekki lengur möguleika á að ná hinum tveimur liðunum að stigum.

Spánverjar höfðu fjögurra marka forystu í hálfleik, 16-12, og unnu að lokum sannfærandi sigur. Valero Rivera skoraði fimm mörk fyrir Spánverja og Raul Santos sex fyrir Austurríki.

Í lokaumferðinni um helgina mæta Spánverjar botnliði Finnlands en Þýskaland tekur á móti Austurríki. Þar mætast fyrrum landsliðsfélagarnir Dagur Sigurðsson og Patrekur Jóhannesson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×