Glæpasaga úr íslenskri sveit: Frönskumælandi glæpapar heldur hreppnum í heljargreipum Jakob Bjarnar skrifar 12. júní 2015 14:49 "Hún er með ljóst axlasítt hár og er með lokk í vörinni í þau skipti sem ég hef séð hana hefur hún verið í vínrauðri kápu. Hann er grannur og dökkhærður. Þau eru með lítið mosagrænt tjald sem þau hafast við í.“ Myndir af Facebooksíðu hópsins Í síðustu viku var brotist inn í Kaupfélagið í Norðfirði í Árneshreppi. Þarna, nánast á hjara veraldar, búa fáir og tíðindalítið. Fljótlega bárust böndin að frönskumælandi pari, puttaferðalöngum og tjaldbúum. Þau höfðu slegið upp tjaldi sínu þar á staðnum. Í raun kom komu engir aðrir til greina sem þeir seku. Og, þegar kölluð var til lögregla og hún yfirheyrði parið, játuðu þau umsvifalaust á sig verknaðinn. Lögreglan fylgdi parinu í Kaupfélagið þar sem það baðst afsökunar, greiddi 50 þúsund krónur fyrir þann varning sem þau höfðu stolið og fyrir skemmdir og báðust afsökunar.Heimafólk farið að læsa bílum og húsumTaldi lögregla málinu þar með lokið, fyrir sína parta en, svo er ekki, því ekkert fararsnið er á parinu sem er enn á staðnum, hreppsbúum til sárrar armæðu. Segja má að parið haldi hreppnum í heljargreipum. Linda Guðmundsdóttir er útibússtjóri í Kaupfélaginu í Norðurfirði. Hún sagði innbrotið hafa verið aðfararnótt þriðjudags í síðustu viku og parið hafi látið það uppi að það hyggist dvelja þarna áfram allt fram í september. Innbrot þarna eiga sér engin fordæmi, lífið í sveitinni hefur hingað til verið friðsælt og græskulaust. Linda segir að fólk fylgist vel með parinu, hvert fótmál, og öryggistilfinningin sem áður einkenndi lífið í Árneshreppi er farin fyrir lítið. „Þetta skapar óöryggi, allir eru á tánum, allir læsa bílum sínum og húsum, og fylgist með þeim til að vita hvar þau eru stödd,“ segir Linda.Strandir eru afskekkt sveit, og áður friðsæl.Með ljóst axlasítt hár og lokk í vörinniOg í lokuðum Facebookhópi ræða sveitungar hina uggvænlegu stöðu mála og ástandið almennt. Einn pósturinn er svohljóðandi og lýsandi fyrir skelfinguna sem gripið hefur um sig: „Sæl öll. Ákvað að henda hérna inn pósti vegna þess að eins og þið hafið öll heyrt var brotist inn í kaupfélagið hérna í Norðurfirði í síðustu viku og parið sem braust inn er enn á svæðinu. Í kvöld fundust heilmikið af matarbirgðum sem þau voru búin að koma fyrir hérna rétt hjá lauginni. Þau eru búin að vera hérna á svæðinu síðustu daga og nú eru þau búin að taka upp tjaldið sitt og sáust síðast stefna inn í Norðurfjörð. Ég á ekki myndir af þeim en þetta er frönskumælandi par, hún er með ljóst axlasítt hár og er með lokk í vörinni í þau skipti sem ég hef séð hana hefur hún verið í vínrauðri kápu. Hann er grannur og dökkhærður. Þau eru með lítið mosagrænt tjald sem þau hafast við í. Bið ykkur að hafa vakandi auga með þessu liði þannig að þau nái ekki að valda frekari skaða.“ Mest lesið Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Fleiri fréttir Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Sjá meira
Í síðustu viku var brotist inn í Kaupfélagið í Norðfirði í Árneshreppi. Þarna, nánast á hjara veraldar, búa fáir og tíðindalítið. Fljótlega bárust böndin að frönskumælandi pari, puttaferðalöngum og tjaldbúum. Þau höfðu slegið upp tjaldi sínu þar á staðnum. Í raun kom komu engir aðrir til greina sem þeir seku. Og, þegar kölluð var til lögregla og hún yfirheyrði parið, játuðu þau umsvifalaust á sig verknaðinn. Lögreglan fylgdi parinu í Kaupfélagið þar sem það baðst afsökunar, greiddi 50 þúsund krónur fyrir þann varning sem þau höfðu stolið og fyrir skemmdir og báðust afsökunar.Heimafólk farið að læsa bílum og húsumTaldi lögregla málinu þar með lokið, fyrir sína parta en, svo er ekki, því ekkert fararsnið er á parinu sem er enn á staðnum, hreppsbúum til sárrar armæðu. Segja má að parið haldi hreppnum í heljargreipum. Linda Guðmundsdóttir er útibússtjóri í Kaupfélaginu í Norðurfirði. Hún sagði innbrotið hafa verið aðfararnótt þriðjudags í síðustu viku og parið hafi látið það uppi að það hyggist dvelja þarna áfram allt fram í september. Innbrot þarna eiga sér engin fordæmi, lífið í sveitinni hefur hingað til verið friðsælt og græskulaust. Linda segir að fólk fylgist vel með parinu, hvert fótmál, og öryggistilfinningin sem áður einkenndi lífið í Árneshreppi er farin fyrir lítið. „Þetta skapar óöryggi, allir eru á tánum, allir læsa bílum sínum og húsum, og fylgist með þeim til að vita hvar þau eru stödd,“ segir Linda.Strandir eru afskekkt sveit, og áður friðsæl.Með ljóst axlasítt hár og lokk í vörinniOg í lokuðum Facebookhópi ræða sveitungar hina uggvænlegu stöðu mála og ástandið almennt. Einn pósturinn er svohljóðandi og lýsandi fyrir skelfinguna sem gripið hefur um sig: „Sæl öll. Ákvað að henda hérna inn pósti vegna þess að eins og þið hafið öll heyrt var brotist inn í kaupfélagið hérna í Norðurfirði í síðustu viku og parið sem braust inn er enn á svæðinu. Í kvöld fundust heilmikið af matarbirgðum sem þau voru búin að koma fyrir hérna rétt hjá lauginni. Þau eru búin að vera hérna á svæðinu síðustu daga og nú eru þau búin að taka upp tjaldið sitt og sáust síðast stefna inn í Norðurfjörð. Ég á ekki myndir af þeim en þetta er frönskumælandi par, hún er með ljóst axlasítt hár og er með lokk í vörinni í þau skipti sem ég hef séð hana hefur hún verið í vínrauðri kápu. Hann er grannur og dökkhærður. Þau eru með lítið mosagrænt tjald sem þau hafast við í. Bið ykkur að hafa vakandi auga með þessu liði þannig að þau nái ekki að valda frekari skaða.“
Mest lesið Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Fleiri fréttir Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Sjá meira