Sá dýrasti í sögu Njarðvíkur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júní 2015 08:00 Bonneau fór hamförum með Njarðvík á síðasta tímabili. vísir/stefán Það kostar sitt fyrir Njarðvíkinga að halda Stefan Bonneau í Ljónagryfjunni en miðað við frammistöðu hans síðasta vetur gæti Bonneau-æðið borgað sig fljótt í baráttunni um að ná Íslandsbikarnum aftur í Njarðvík. Njarðvíkingar tilkynntu það í gær að Stefan Bonneau muni spila áfram með liðinu í Domino’s-deildinni. Stefan Bonneau er með betri bandarískum leikmönnum sem hafa spilað hér á landi og að margra mati alltof góður til að spila í Domino’s-deildinni. Fréttirnar um að þetta tilþrifatröll ætli að skemmta körfuboltaáhugafólki áfram á næsta tímabili hafa gerbreytt útlitinu fyrir Njarðvíkurliðið sem var búið að missa leikmenn í upphafi sumars. Það að Stefan Bonneau hafi samið við Njarðvíkinga fyrir 17. júní í stað þess að bíða eftir tilboðum frá stærri liðum úr stærri deildum þýðir bara eitt. Hann er að fá góðan samning hjá Njarðvík og formaðurinn Gunnar Örlygsson viðurkennir það fúslega. „Við rændum að sjálfsögðu ekki banka til að eiga fyrir þessu en það er eðlilegt að menn spyrji því leikmaðurinn er af þessum gæðum eins og við þekkjum. Vissulega er þetta dýr leikmaður á íslenskan mælikvarða og kannski sá dýrasti,“ sagði Gunnar Örlygsson í viðtali við Íþróttadeild 365. „Hann er okkar Messi og ef liðið ætlar að taka þátt í titilbaráttu og vera á toppnum þá þarf að sýna ákveðinn metnað. Okkar metnaður liggur í því að vera með frábæra leikmenn og hann er hluti af þeirri sveit sem við erum að setja saman,“ sagði Gunnar. Stefan Bonneau kom til Njarðvíkinga um áramótin og var með 34,0 stig og 5,2 stoðsendingar að meðaltali í deild og úrslitakeppni. Stefan Bonneau skoraði 52 stig í síðasta leiknum þar sem Njarðvíkingar töpuðu í tvíframlengdum oddaleik í undanúrslitum á móti verðandi Íslandsmeisturum í KR. „Hann er dýr en við ráðum við þetta því við hefðum aldrei tekið þetta skref öðruvísi en að vita að við ráðum við pakkann. Við erum líka að tryggja okkur ákveðinn skemmtikraft með Stefan. Við þekkjum það frá síðustu leiktíð að hann trekkti áhorfendur að vellinum og það eru ákveðnar tekjur sem myndast þegar fólk mætir á völlinn. Hann er líka leikmaður með þau gæði að styrktaraðilar horfa til okkar. Við erum með þau mál nokkuð opin þó að það séu enn þá möguleikar í stöðunni. Það verður því spennandi að sjá hver viðbrögð manna verða eftir að þessi ráðning er komin í höfn,“ sagði Gunnar. „Þetta er án efa dýrasti leikmaður sem við höfum nokkurn tímann tekið inn í klúbbinn. Það er metnaður í okkur og Njarðvík er glæsilegur körfuboltaklúbbur. Við byggjum á mikilli sigurhefð og það er ekkert annað sem kemur til greina hjá okkur en að vera í hópi þeirra bestu,“ segir Gunnar. „Ég gef það að sjálfsögðu ekki upp hversu dýr hann er og þetta er ekki eins og í fótboltanum í Evrópu. Hann er vissulega dýrasti leikmaðurinn sem við höfum tekið til okkar, en ég finn það strax eftir fréttir dagsins að þetta er rétt ákvörðun hjá okkur. Við munum leita leiða til að afla tekna fyrir klúbbinn og nú þegar hafa ákveðnir styrktaraðilar haft samband við mig og þeir munu gera enn betur við okkur á ári komanda. Ég er mjög ánægður með þessa ákvörðun fyrir okkar hönd,“ sagði Gunnar. „Hann kostar okkur ekki meira en tíu milljónir fyrir allt tímabilið og við skulum orða það þannig að við náðum mjög góðum samningi við hann,“ sagði Gunnar. Njarðvíkingar sömdu við Hjalta Friðriksson á dögunum og það er að heyra á formanninum að það gæti verið von á fleiri fréttum af leikmannamálum á næstunni. Það er því ljóst að Njarðvíkingar ætla sér mjög stóra hluti næsta vetur Dominos-deild karla Tengdar fréttir Frábærar fréttir fyrir Njarðvík | Bonneau áfram í Ljónagryfjunni Stefan Bonneau, hinn magnaði leikmaður Njarðvíkinga í Dominos-deildinni í körfubolta, mun spila áfram með liðinu á næstu leiktíð en hann hefur skrifað undir nýjan samning. Þetta kemur fram á karfan.is. 16. júní 2015 10:04 Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Sjá meira
Það kostar sitt fyrir Njarðvíkinga að halda Stefan Bonneau í Ljónagryfjunni en miðað við frammistöðu hans síðasta vetur gæti Bonneau-æðið borgað sig fljótt í baráttunni um að ná Íslandsbikarnum aftur í Njarðvík. Njarðvíkingar tilkynntu það í gær að Stefan Bonneau muni spila áfram með liðinu í Domino’s-deildinni. Stefan Bonneau er með betri bandarískum leikmönnum sem hafa spilað hér á landi og að margra mati alltof góður til að spila í Domino’s-deildinni. Fréttirnar um að þetta tilþrifatröll ætli að skemmta körfuboltaáhugafólki áfram á næsta tímabili hafa gerbreytt útlitinu fyrir Njarðvíkurliðið sem var búið að missa leikmenn í upphafi sumars. Það að Stefan Bonneau hafi samið við Njarðvíkinga fyrir 17. júní í stað þess að bíða eftir tilboðum frá stærri liðum úr stærri deildum þýðir bara eitt. Hann er að fá góðan samning hjá Njarðvík og formaðurinn Gunnar Örlygsson viðurkennir það fúslega. „Við rændum að sjálfsögðu ekki banka til að eiga fyrir þessu en það er eðlilegt að menn spyrji því leikmaðurinn er af þessum gæðum eins og við þekkjum. Vissulega er þetta dýr leikmaður á íslenskan mælikvarða og kannski sá dýrasti,“ sagði Gunnar Örlygsson í viðtali við Íþróttadeild 365. „Hann er okkar Messi og ef liðið ætlar að taka þátt í titilbaráttu og vera á toppnum þá þarf að sýna ákveðinn metnað. Okkar metnaður liggur í því að vera með frábæra leikmenn og hann er hluti af þeirri sveit sem við erum að setja saman,“ sagði Gunnar. Stefan Bonneau kom til Njarðvíkinga um áramótin og var með 34,0 stig og 5,2 stoðsendingar að meðaltali í deild og úrslitakeppni. Stefan Bonneau skoraði 52 stig í síðasta leiknum þar sem Njarðvíkingar töpuðu í tvíframlengdum oddaleik í undanúrslitum á móti verðandi Íslandsmeisturum í KR. „Hann er dýr en við ráðum við þetta því við hefðum aldrei tekið þetta skref öðruvísi en að vita að við ráðum við pakkann. Við erum líka að tryggja okkur ákveðinn skemmtikraft með Stefan. Við þekkjum það frá síðustu leiktíð að hann trekkti áhorfendur að vellinum og það eru ákveðnar tekjur sem myndast þegar fólk mætir á völlinn. Hann er líka leikmaður með þau gæði að styrktaraðilar horfa til okkar. Við erum með þau mál nokkuð opin þó að það séu enn þá möguleikar í stöðunni. Það verður því spennandi að sjá hver viðbrögð manna verða eftir að þessi ráðning er komin í höfn,“ sagði Gunnar. „Þetta er án efa dýrasti leikmaður sem við höfum nokkurn tímann tekið inn í klúbbinn. Það er metnaður í okkur og Njarðvík er glæsilegur körfuboltaklúbbur. Við byggjum á mikilli sigurhefð og það er ekkert annað sem kemur til greina hjá okkur en að vera í hópi þeirra bestu,“ segir Gunnar. „Ég gef það að sjálfsögðu ekki upp hversu dýr hann er og þetta er ekki eins og í fótboltanum í Evrópu. Hann er vissulega dýrasti leikmaðurinn sem við höfum tekið til okkar, en ég finn það strax eftir fréttir dagsins að þetta er rétt ákvörðun hjá okkur. Við munum leita leiða til að afla tekna fyrir klúbbinn og nú þegar hafa ákveðnir styrktaraðilar haft samband við mig og þeir munu gera enn betur við okkur á ári komanda. Ég er mjög ánægður með þessa ákvörðun fyrir okkar hönd,“ sagði Gunnar. „Hann kostar okkur ekki meira en tíu milljónir fyrir allt tímabilið og við skulum orða það þannig að við náðum mjög góðum samningi við hann,“ sagði Gunnar. Njarðvíkingar sömdu við Hjalta Friðriksson á dögunum og það er að heyra á formanninum að það gæti verið von á fleiri fréttum af leikmannamálum á næstunni. Það er því ljóst að Njarðvíkingar ætla sér mjög stóra hluti næsta vetur
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Frábærar fréttir fyrir Njarðvík | Bonneau áfram í Ljónagryfjunni Stefan Bonneau, hinn magnaði leikmaður Njarðvíkinga í Dominos-deildinni í körfubolta, mun spila áfram með liðinu á næstu leiktíð en hann hefur skrifað undir nýjan samning. Þetta kemur fram á karfan.is. 16. júní 2015 10:04 Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Sjá meira
Frábærar fréttir fyrir Njarðvík | Bonneau áfram í Ljónagryfjunni Stefan Bonneau, hinn magnaði leikmaður Njarðvíkinga í Dominos-deildinni í körfubolta, mun spila áfram með liðinu á næstu leiktíð en hann hefur skrifað undir nýjan samning. Þetta kemur fram á karfan.is. 16. júní 2015 10:04