Íslenski boltinn

Pedersen: Vil nýja áskorun

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Patrick Pedersen.
Patrick Pedersen. Vísir
Sóknarmaðurinn Patrick Pedersen er markahæsti leikmaður Pepsi-deildar karla og er kominn með sextán mörk í sextán leikjum í öllum keppnum í ár. Hann vonast til að afrek sín hér nái athygli stærri liða úti í heimi.

„Ég er að nýta færin sem ég fæ. Það er líklega stærsta ástæðan fyrir stöðunni sem ég er í nú,“ sagði hann í samtali við danska vefmiðilinn bold.dk. „Það eru margir að fylgjast með liðunum hér [á Íslandi] og fyrst mér gengur vel er aldrei að vita nema að einhver hafi áhuga.“

„En ég skipti mér lítið af þeim hlutum og læt umboðsmanninn minn um það. Ég vona bara að Valur verði stökkpallur fyrir. Hvort eitthvað gerist í sumar eða næsta vetur veit ég ekki. En ég vil gjarnan takast á við nýjar áskoranir.“

Hann segir að varnarmaðurinn Thomas Christensen hafi komið inn í vörn Vals af miklum krafti en Valur hefur nú unnið þrjá leiki í röð. „Ef við höldum áfram á þessari braut getum við barist á toppnum,“ sagði hann.

Pedersen hefur skorað sex mörk í átta leikjum í Pepsi-deild karla, þrennu gegn Selfossi í bikarnum auk þess sem hann skoraði sjö mörk í deildabikarkeppninni í vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×