Þreif blóðið af sambýlismanni sínum og klæddi í föt áður en hún óskaði eftir aðstoð Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 18. júní 2015 10:43 Konan sem grunuð er um að hafa orðið sambýlismanni sínum að bana á heimili þeirra í Hafnarfirði neitar sök í málinu. Vísir/Sunna Karen Aðalmeðferð í máli konu á sextugsaldri, sem grunuð er um að hafa orðið sambýlismanni sínum að bana á heimili þeirra við Skúlaskeið í Hafnarfirði í febrúar síðastliðnum , fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Konan neitaði sök í málinu. Minnisleysið algengt Konan kvaðst hafa vaknað þennan morgun klukkan sex. Hún hafi þá tilkynnt forföll í vinnu og lagt sig aftur. Skömmu síðar hafi hún vaknað og fengið sér tvo bjóra og hugsanlega tvö vodkastaup til viðbótar, áður en hún lagði sig aftur. „Hann vakti mig svo klukkan átta því hann vildi fara í Bónus. Ég sagði honum að Bónus opni klukkan tíu og fór aftur að sofa. Svo vakti hann mig aftur, upp úr klukkan tíu, því hann vildi fara í búðina. Ég hringdi þá á leigubíl hann og hann fór í Bónus og ég fór að sofa. Svo man ég ekki neitt, ég vaknaði og þá sat hann í sófanum, látinn,“ sagði konan er hún bar vitni í málinu. Ákæruvaldið sagði það þó liggja fyrir að hún hafi farið með manninum með leigubíl í búðina, en hún sagðist ekki muna eftir því. Hún hafi áður lent í minnisleysi vegna drykkju. Hélt hann væri sofandi „Þegar ég vaknaði og leit á hann hélt ég að hann væri sofandi. Ég gekk að honum og hann svaraði ekki. Ég held ég hafi hreyft aðeins við honum og sagt eitthvað við hann en hann svaraði ekki. Ég fann þá að hann væri látinn, hann var hvítur í framan. Það var blóð á honum þannig að ég þreif hann. Ég þreif hann og setti hann í hvítan bol og hringdi svo í dóttur mína,“ sagði hún. Hún sagði lítið blóð hafa verið á manninum, aðeins á enni hans og brjóstkassa. Hún hafi notað svamp til að þrífa blóðið af en svampurinn og rauður bolur sem maðurinn var klæddur í fannst í eldhúsvaskinum. Aðspurð hvers vegna hún hafi tekið ákvörðun um að þrífa manninn, áður en hún óskaði eftir aðstoð, sagðist hún ekki muna það. Hvort hún hafi ætlað að reyna að hylma yfir meintum verknaði sagði hún það alls ekki vera. Sjálf væri hún ekki fær um slíkan verknað en að upphaflega hefði hún talið að hann hefði fengið hjartaáfall. „Ég held að ef ég hefði stungið hann myndi ég muna það. Það var ekkert tilefni til þess fyrir mig að stinga hann,“ sagði hún. Sambandið alla tíð gott Aðspurð hvernig samband þeirra tveggja hafi verið, sagði hún það gott. Þau hefðu verið í sambandi í níu ár og kvaðst hafa verið virkilega ástfangin af manninum. Hún lýsti honum sem rólegum, góðum manni en sagði hann heldur drykkfelldan. Daginn örlagaríka hafi hann setið að sumbli í tæpan sólarhring. Banamein mannsins, sem fæddur var árið 1974, var stungusár. Konan er grunuð um að hafa stungið manninn einni stungu hægra megin þannig að hnífurinn gekk inn í hægra lunga hans með þeim afleiðingum að hann hlaut bana af völdum blæðingar úr lunganu, að því er segir í ákæru. Morð í Skúlaskeiði 2015 Dómsmál Tengdar fréttir Mannslát í Hafnarfirði: Hin grunaða neitaði sök Konan sem ákærð er fyrir að hafa banað sambýlismanni sínum á heimili þeirra við Skúlaskeið í Hafnafirði í febrúar neitaði í morgun sök við þingfestingu í Héraðsdómi Reykjaness. 13. maí 2015 08:54 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Sjá meira
Aðalmeðferð í máli konu á sextugsaldri, sem grunuð er um að hafa orðið sambýlismanni sínum að bana á heimili þeirra við Skúlaskeið í Hafnarfirði í febrúar síðastliðnum , fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Konan neitaði sök í málinu. Minnisleysið algengt Konan kvaðst hafa vaknað þennan morgun klukkan sex. Hún hafi þá tilkynnt forföll í vinnu og lagt sig aftur. Skömmu síðar hafi hún vaknað og fengið sér tvo bjóra og hugsanlega tvö vodkastaup til viðbótar, áður en hún lagði sig aftur. „Hann vakti mig svo klukkan átta því hann vildi fara í Bónus. Ég sagði honum að Bónus opni klukkan tíu og fór aftur að sofa. Svo vakti hann mig aftur, upp úr klukkan tíu, því hann vildi fara í búðina. Ég hringdi þá á leigubíl hann og hann fór í Bónus og ég fór að sofa. Svo man ég ekki neitt, ég vaknaði og þá sat hann í sófanum, látinn,“ sagði konan er hún bar vitni í málinu. Ákæruvaldið sagði það þó liggja fyrir að hún hafi farið með manninum með leigubíl í búðina, en hún sagðist ekki muna eftir því. Hún hafi áður lent í minnisleysi vegna drykkju. Hélt hann væri sofandi „Þegar ég vaknaði og leit á hann hélt ég að hann væri sofandi. Ég gekk að honum og hann svaraði ekki. Ég held ég hafi hreyft aðeins við honum og sagt eitthvað við hann en hann svaraði ekki. Ég fann þá að hann væri látinn, hann var hvítur í framan. Það var blóð á honum þannig að ég þreif hann. Ég þreif hann og setti hann í hvítan bol og hringdi svo í dóttur mína,“ sagði hún. Hún sagði lítið blóð hafa verið á manninum, aðeins á enni hans og brjóstkassa. Hún hafi notað svamp til að þrífa blóðið af en svampurinn og rauður bolur sem maðurinn var klæddur í fannst í eldhúsvaskinum. Aðspurð hvers vegna hún hafi tekið ákvörðun um að þrífa manninn, áður en hún óskaði eftir aðstoð, sagðist hún ekki muna það. Hvort hún hafi ætlað að reyna að hylma yfir meintum verknaði sagði hún það alls ekki vera. Sjálf væri hún ekki fær um slíkan verknað en að upphaflega hefði hún talið að hann hefði fengið hjartaáfall. „Ég held að ef ég hefði stungið hann myndi ég muna það. Það var ekkert tilefni til þess fyrir mig að stinga hann,“ sagði hún. Sambandið alla tíð gott Aðspurð hvernig samband þeirra tveggja hafi verið, sagði hún það gott. Þau hefðu verið í sambandi í níu ár og kvaðst hafa verið virkilega ástfangin af manninum. Hún lýsti honum sem rólegum, góðum manni en sagði hann heldur drykkfelldan. Daginn örlagaríka hafi hann setið að sumbli í tæpan sólarhring. Banamein mannsins, sem fæddur var árið 1974, var stungusár. Konan er grunuð um að hafa stungið manninn einni stungu hægra megin þannig að hnífurinn gekk inn í hægra lunga hans með þeim afleiðingum að hann hlaut bana af völdum blæðingar úr lunganu, að því er segir í ákæru.
Morð í Skúlaskeiði 2015 Dómsmál Tengdar fréttir Mannslát í Hafnarfirði: Hin grunaða neitaði sök Konan sem ákærð er fyrir að hafa banað sambýlismanni sínum á heimili þeirra við Skúlaskeið í Hafnafirði í febrúar neitaði í morgun sök við þingfestingu í Héraðsdómi Reykjaness. 13. maí 2015 08:54 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Sjá meira
Mannslát í Hafnarfirði: Hin grunaða neitaði sök Konan sem ákærð er fyrir að hafa banað sambýlismanni sínum á heimili þeirra við Skúlaskeið í Hafnafirði í febrúar neitaði í morgun sök við þingfestingu í Héraðsdómi Reykjaness. 13. maí 2015 08:54