Formaður HSÍ: Skoðuðum ekki aðra kosti í starfið Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. júní 2015 16:07 Aron Kristjánsson og Guðmundur B. Ólafsson. vísir/eva björk/vilhelm Eins og kom fram fyrr í dag verður Aron Kristjánsson áfram landsliðsþjálfari karla í handbolta, en hann gerði nýjan tveggja ára samning við HSÍ í dag. Aron hefur stýrt liðinu frá 2012 og á þeim tíma náð fimmta sæti á EM 2014 en tvívegis fallið úr leik með Ísland í 16 liða úrslitum á HM; bæði 2013 og 2015. „Hann var langbesti kosturinn í stöðunni,“ segir Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, í samtali við Vísi. Legið hefur lengi fyrir að Aron yrði samningslaus eftir undankeppni EM 2016 og var lítið að gerast í viðræðum HSÍ og Arons framan af ári, sérstaklega eftir dapran árangur í Katar. „Við vorum ekki að skoða aðra kosti,“ fullyrðir Guðmundur. „Við vildum bara sjá hvernig liðinu myndi vegna. Við gerðum breytingar á þjálfarateyminu og Ólafur Stefánsson kom inn. Árangurinn eftir það hefur verið mjög góður.“ „Það er búið að vera stígandi í liðinu og andinn góður í hópnum,“ bætir Guðmundur við. Samhliða því að þjálfa landsliðið kemur Aron aftur inn í fræðslumálin hjá HSÍ og verður lykilmaður í menntun íslenskra þjálfara. „Hann er komin í starf hjá okkur þó ekki sé um að ræða beina vinnuskyldu. Hans verkefni eru þessi fræðslumál og sérstaklega þjálfaramenntunin,“ segir Guðmundur. „Aron mun einnig fylgja eftir þessum afrekshópum, en hann og Ólafur verða með þá áfram.“ Samningurinn er til tveggja ára sem fyrr segir og klárar Aron því HM 2017 (komist Ísland þangað) og undankeppni EM 2018 klári hann samninginn. „Samningurinn er samt uppsegjanlegur að beggja hálfu eftir eitt ár þannig báðir aðilar geta lokað á þetta á næsta ári kjósi þeir svo,“ segir Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Aron: Samningsmálin standa ágætlega Aron Kristjánsson er ekki enn búinn að skrifa undir nýjan samning við HSÍ. 14. júní 2015 19:06 Endurreisnin fullkomnuð í Laugardalshöll Íslenska landsliðið tryggði sér sæti á níunda Evrópumótinu í handbolta í röð með tólf marka sigri á Svartfjallalandi, 34-22, í Laugardalshöllinni í gær. 15. júní 2015 06:30 Aron: Algjör hugarfarsbreyting hjá liðinu Landsliðsþjálfarinn vill sigur gegn Svartfjallalandi á morgun og efsta sætið í riðlinum. 13. júní 2015 16:45 Aron og HSÍ ekki í viðræðum: "Maður bíður ekki fram í júní með að ákveða sig“ Formaður HSÍ segir Aron góðan kost en að nú sé verið að hugsa um næstu leiki. 27. mars 2015 15:07 Aron og HSÍ ræða loksins saman um framhaldið í næstu viku Samningur Aron Kristjánssonar við HSÍ rennur út í næsta mánuði og enn sem komið er hefur ekkert verið rætt um framhaldið. 5. maí 2015 06:00 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Sjá meira
Eins og kom fram fyrr í dag verður Aron Kristjánsson áfram landsliðsþjálfari karla í handbolta, en hann gerði nýjan tveggja ára samning við HSÍ í dag. Aron hefur stýrt liðinu frá 2012 og á þeim tíma náð fimmta sæti á EM 2014 en tvívegis fallið úr leik með Ísland í 16 liða úrslitum á HM; bæði 2013 og 2015. „Hann var langbesti kosturinn í stöðunni,“ segir Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, í samtali við Vísi. Legið hefur lengi fyrir að Aron yrði samningslaus eftir undankeppni EM 2016 og var lítið að gerast í viðræðum HSÍ og Arons framan af ári, sérstaklega eftir dapran árangur í Katar. „Við vorum ekki að skoða aðra kosti,“ fullyrðir Guðmundur. „Við vildum bara sjá hvernig liðinu myndi vegna. Við gerðum breytingar á þjálfarateyminu og Ólafur Stefánsson kom inn. Árangurinn eftir það hefur verið mjög góður.“ „Það er búið að vera stígandi í liðinu og andinn góður í hópnum,“ bætir Guðmundur við. Samhliða því að þjálfa landsliðið kemur Aron aftur inn í fræðslumálin hjá HSÍ og verður lykilmaður í menntun íslenskra þjálfara. „Hann er komin í starf hjá okkur þó ekki sé um að ræða beina vinnuskyldu. Hans verkefni eru þessi fræðslumál og sérstaklega þjálfaramenntunin,“ segir Guðmundur. „Aron mun einnig fylgja eftir þessum afrekshópum, en hann og Ólafur verða með þá áfram.“ Samningurinn er til tveggja ára sem fyrr segir og klárar Aron því HM 2017 (komist Ísland þangað) og undankeppni EM 2018 klári hann samninginn. „Samningurinn er samt uppsegjanlegur að beggja hálfu eftir eitt ár þannig báðir aðilar geta lokað á þetta á næsta ári kjósi þeir svo,“ segir Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Aron: Samningsmálin standa ágætlega Aron Kristjánsson er ekki enn búinn að skrifa undir nýjan samning við HSÍ. 14. júní 2015 19:06 Endurreisnin fullkomnuð í Laugardalshöll Íslenska landsliðið tryggði sér sæti á níunda Evrópumótinu í handbolta í röð með tólf marka sigri á Svartfjallalandi, 34-22, í Laugardalshöllinni í gær. 15. júní 2015 06:30 Aron: Algjör hugarfarsbreyting hjá liðinu Landsliðsþjálfarinn vill sigur gegn Svartfjallalandi á morgun og efsta sætið í riðlinum. 13. júní 2015 16:45 Aron og HSÍ ekki í viðræðum: "Maður bíður ekki fram í júní með að ákveða sig“ Formaður HSÍ segir Aron góðan kost en að nú sé verið að hugsa um næstu leiki. 27. mars 2015 15:07 Aron og HSÍ ræða loksins saman um framhaldið í næstu viku Samningur Aron Kristjánssonar við HSÍ rennur út í næsta mánuði og enn sem komið er hefur ekkert verið rætt um framhaldið. 5. maí 2015 06:00 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Sjá meira
Aron: Samningsmálin standa ágætlega Aron Kristjánsson er ekki enn búinn að skrifa undir nýjan samning við HSÍ. 14. júní 2015 19:06
Endurreisnin fullkomnuð í Laugardalshöll Íslenska landsliðið tryggði sér sæti á níunda Evrópumótinu í handbolta í röð með tólf marka sigri á Svartfjallalandi, 34-22, í Laugardalshöllinni í gær. 15. júní 2015 06:30
Aron: Algjör hugarfarsbreyting hjá liðinu Landsliðsþjálfarinn vill sigur gegn Svartfjallalandi á morgun og efsta sætið í riðlinum. 13. júní 2015 16:45
Aron og HSÍ ekki í viðræðum: "Maður bíður ekki fram í júní með að ákveða sig“ Formaður HSÍ segir Aron góðan kost en að nú sé verið að hugsa um næstu leiki. 27. mars 2015 15:07
Aron og HSÍ ræða loksins saman um framhaldið í næstu viku Samningur Aron Kristjánssonar við HSÍ rennur út í næsta mánuði og enn sem komið er hefur ekkert verið rætt um framhaldið. 5. maí 2015 06:00