Það hafa alltaf verið illmenni Ólöf Skaftadóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 20. júní 2015 10:00 María Einisdóttir, Ólöf og Viktoría Fréttablaðið/Valli María Einisdóttir, hjúkrunarfræðingur og framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans, var gestur Viktoríu Hermannsdóttur og Ólafar Skaftadóttur í Föstudagsviðtalinu, sem hlusta má á í heild sinni hér að ofan. Í viðtalinu ræðir hún meðal annars um verkfallið, ástandið á spítalanum, virðingarleysið í garð kvennastétta og ofgreiningar á öllu mögulegu. Hún segir dapurt um að líta á Landspítalanum þessa dagana.Þegar talið berst að geðrofssjúkdómum, segir María karlmenn veikjast fyrr en konur, en að kynjahlutföllin séu samt þau sömu. „Konurnar veikjast seinna og ekki eins mikið. En svo fer þetta eftir því hvaða greiningu um ræðir. Ef við erum að tala um borderline persónuleikaröskun virðast það frekar vera konur sem fá þá greiningu – en ef við tölum um siðblindu, sem er líka persónuleikaröskun, þá eru það frekar karlmenn.“ María útskýrir að fólk með borderline persónuleikaröskun sé yfirleitt fólk sem hafi átt við erfiðleika að stríða við tengslamyndun í bernsku, fólk sem sér veröldina í svarthvítu. „Annað hvort er einhver frábær vinkona eða óvinur. Það er ekki mikið af gráum tónum. Líka mikið í sjálfsskaða og oft mjög mikill kvíði sem fylgir. Svo virðist líka sem að það að meiða sig valdi tímabundinni vellíðunarkennd. Þetta getur orðið mjög svæsið. En meðferðin gengur út á að hjálpa þeim að finna önnur bjargráð heldur en að skaða sig, það er ekki bjargráð. Þessi hópur er líka meira í neyslu.“ María segir siðblint fólk hinsvegar ekki þekkja muninn á réttu og röngu eða sé alveg sama um það. „Þetta er fólk sem er meira inn í fangelsunum. Þeir svara ekki þeirri meðferð sem vð erum að veita. Við erum ekki að meðhöndla þá. Siðblinda er persónuleikagerð sem hefur fylgt þér frá frumbernsku og eina leiðin er að hjálpa fólki til þess að reyna sjá að það er að skaða fólkið í kringum sig og reyna að lágmarka skaðann sem viðkomandi getur haft á fólkið í kringum sig.“ Hún segir þó lítinn hóp flokkast undir siðblinda. „En það hafa alltaf verið til illmenni. Það að sjúkdómsgera alla skapaða hluti, ég held að það hjálpi okkur ekkert mikið. Annað dæmi um sjúkdómavæðingu sem eg get pirrað mig létt yfir. Það er allt um félagsfælni, er það ekki bara feimni? Auðvitað getur þetta orðið sjúklegt ástand ég er alls ekki að gera lítið úr því - en að reyna skella á fólki heljarinnar greiningum þegar þetta er eðlilegt ástand. Við normalíserum það og það er ekki gott. Tökum dæmi um verkkvíða, ég ætlaði að þrífa heima hjá mér í gær, en ég nennti því ekki því ég var löt. Ég var ekki með verkvíða - ég var bara löt. Ég reyndi að selja mér það í lok dagsins að ég væri búin að vinna svo mikið og það endaði þar. Mér fannt ég eiga það skilið að fá að vera löt í friði.“ María segist halda að við þurfum að slaka á í greiningunum. „Við þurfum að leyfa fólki að hafa persónuleikaeinkenni án þess að smella greiningum á fólk. Eins og orðið feimni, maður heyrir þetta ekki lengur. Þetta er alveg ferlegt, eins og mér finnst sjarmerandi þegar fólk er feimið. Þetta eru ekki lestir. Þetta eru eiginleikar. Svo er gerjun í leiðanum, við þurfum að kunna að láta okkur leiðast. Maður missir af miklu að kunna ekki að láta sér leiðast, það er svo gott fyrir sálartetrið.“ Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Lögreglan leitar manns Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Fleiri fréttir Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari Sjá meira
María Einisdóttir, hjúkrunarfræðingur og framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans, var gestur Viktoríu Hermannsdóttur og Ólafar Skaftadóttur í Föstudagsviðtalinu, sem hlusta má á í heild sinni hér að ofan. Í viðtalinu ræðir hún meðal annars um verkfallið, ástandið á spítalanum, virðingarleysið í garð kvennastétta og ofgreiningar á öllu mögulegu. Hún segir dapurt um að líta á Landspítalanum þessa dagana.Þegar talið berst að geðrofssjúkdómum, segir María karlmenn veikjast fyrr en konur, en að kynjahlutföllin séu samt þau sömu. „Konurnar veikjast seinna og ekki eins mikið. En svo fer þetta eftir því hvaða greiningu um ræðir. Ef við erum að tala um borderline persónuleikaröskun virðast það frekar vera konur sem fá þá greiningu – en ef við tölum um siðblindu, sem er líka persónuleikaröskun, þá eru það frekar karlmenn.“ María útskýrir að fólk með borderline persónuleikaröskun sé yfirleitt fólk sem hafi átt við erfiðleika að stríða við tengslamyndun í bernsku, fólk sem sér veröldina í svarthvítu. „Annað hvort er einhver frábær vinkona eða óvinur. Það er ekki mikið af gráum tónum. Líka mikið í sjálfsskaða og oft mjög mikill kvíði sem fylgir. Svo virðist líka sem að það að meiða sig valdi tímabundinni vellíðunarkennd. Þetta getur orðið mjög svæsið. En meðferðin gengur út á að hjálpa þeim að finna önnur bjargráð heldur en að skaða sig, það er ekki bjargráð. Þessi hópur er líka meira í neyslu.“ María segir siðblint fólk hinsvegar ekki þekkja muninn á réttu og röngu eða sé alveg sama um það. „Þetta er fólk sem er meira inn í fangelsunum. Þeir svara ekki þeirri meðferð sem vð erum að veita. Við erum ekki að meðhöndla þá. Siðblinda er persónuleikagerð sem hefur fylgt þér frá frumbernsku og eina leiðin er að hjálpa fólki til þess að reyna sjá að það er að skaða fólkið í kringum sig og reyna að lágmarka skaðann sem viðkomandi getur haft á fólkið í kringum sig.“ Hún segir þó lítinn hóp flokkast undir siðblinda. „En það hafa alltaf verið til illmenni. Það að sjúkdómsgera alla skapaða hluti, ég held að það hjálpi okkur ekkert mikið. Annað dæmi um sjúkdómavæðingu sem eg get pirrað mig létt yfir. Það er allt um félagsfælni, er það ekki bara feimni? Auðvitað getur þetta orðið sjúklegt ástand ég er alls ekki að gera lítið úr því - en að reyna skella á fólki heljarinnar greiningum þegar þetta er eðlilegt ástand. Við normalíserum það og það er ekki gott. Tökum dæmi um verkkvíða, ég ætlaði að þrífa heima hjá mér í gær, en ég nennti því ekki því ég var löt. Ég var ekki með verkvíða - ég var bara löt. Ég reyndi að selja mér það í lok dagsins að ég væri búin að vinna svo mikið og það endaði þar. Mér fannt ég eiga það skilið að fá að vera löt í friði.“ María segist halda að við þurfum að slaka á í greiningunum. „Við þurfum að leyfa fólki að hafa persónuleikaeinkenni án þess að smella greiningum á fólk. Eins og orðið feimni, maður heyrir þetta ekki lengur. Þetta er alveg ferlegt, eins og mér finnst sjarmerandi þegar fólk er feimið. Þetta eru ekki lestir. Þetta eru eiginleikar. Svo er gerjun í leiðanum, við þurfum að kunna að láta okkur leiðast. Maður missir af miklu að kunna ekki að láta sér leiðast, það er svo gott fyrir sálartetrið.“
Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Lögreglan leitar manns Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Fleiri fréttir Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari Sjá meira