Hafði mikinn áhuga á veikindum frænda síns Viktoría Hermannsdóttir og Ólöf Skaftadóttir skrifa 21. júní 2015 16:00 María Einisdóttir, Ólöf og Viktoría Vísir/Valli María Einisdóttir er hjúkrunarfræðingur og framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans. Hún var gestur Viktoríu Hermannsdóttur og Ólafar Skaftadóttur í Föstudagsviðtalinu, sem hægt er að hlusta á í heild sinni hér að ofan. María ræðir um verkfallið, ástandið á spítalanum, virðingarleysið í garð kvennastétta og ofgreiningar á öllu mögulegu. „Ég gat aldrei eiginlega hugsað mér nokkuð annað starf,“ segir María um þá ákvörðun að gerast hjúkrunarfræðingur. „Maður elst upp við ákveðnar sögur af sjálfum sér sem manni eru sagðar aftur og aftur. Þetta er saga sem gerðist þegar ég var ársgömul. Sagan er þannig að ég átti föðurbróður sem hét Ragnar, Raggi frændi. Hann átti við andleg vanheilindi að stríða, hann var með geðhvörf. Hann veiktist fyrst 13 ára gamall, síðan veikist hann þegar ég er ársgömul. Bróðir hans, sem er samt ekki pabbi minn, ákveður að fara með hann inn á Klepp. Ragnar er ekki ánægður með þessa ákvörðun þannig á leiðinni út úr bænum kippir hann í einhverja víra, það drepst á bílnum, hann tekur stökkið og hleypur heim til okkar. Mamma var alein heima, hún var að strauja og ég sat á gólfinu eins og klessa, afskaplega rólegt barn. Vær og góð. Mamma vissi ekkert hvað hún átti að gera við Ragga frænda, hann var svo æstur og ör og óðamála og vildi ekki fara á spítalann. Eina sem henni datt í hug var að taka mig upp og setja í fangið á honum. Við það róaðist Raggi, mamma fór í símann, hringdi í pabba i vinnuna, hann dreif sig heim og þá var Raggi frændi sallarólegur með litlu klessuna í fanginu. Þessa sögu er búið að segja mér milljón sinnum. Mér þótti vænt um þetta atvik. Þetta var svona valdeflandi saga fyrir unga stelpu. Síðan þegar Ragnar fór aftur í maníu þegar ég var 8 ára, 7 árum seinna þá hafði ég mjög mikinn áhuga á veikindum hans og var mjög virk við að hjálpa til. Mér fannst þetta mjög áhugavert, hann tók í nefið og pabbi sagði mér að það væri eitt af einkennunum að þegar hann væri ör þá tæki hann oftar í nefið. Ég tók að mér að telja skiptin per klukkutíma. Þetta var heilmikið verkefni,“ rifjar María upp og hlær. Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Fleiri fréttir Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Sjá meira
María Einisdóttir er hjúkrunarfræðingur og framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans. Hún var gestur Viktoríu Hermannsdóttur og Ólafar Skaftadóttur í Föstudagsviðtalinu, sem hægt er að hlusta á í heild sinni hér að ofan. María ræðir um verkfallið, ástandið á spítalanum, virðingarleysið í garð kvennastétta og ofgreiningar á öllu mögulegu. „Ég gat aldrei eiginlega hugsað mér nokkuð annað starf,“ segir María um þá ákvörðun að gerast hjúkrunarfræðingur. „Maður elst upp við ákveðnar sögur af sjálfum sér sem manni eru sagðar aftur og aftur. Þetta er saga sem gerðist þegar ég var ársgömul. Sagan er þannig að ég átti föðurbróður sem hét Ragnar, Raggi frændi. Hann átti við andleg vanheilindi að stríða, hann var með geðhvörf. Hann veiktist fyrst 13 ára gamall, síðan veikist hann þegar ég er ársgömul. Bróðir hans, sem er samt ekki pabbi minn, ákveður að fara með hann inn á Klepp. Ragnar er ekki ánægður með þessa ákvörðun þannig á leiðinni út úr bænum kippir hann í einhverja víra, það drepst á bílnum, hann tekur stökkið og hleypur heim til okkar. Mamma var alein heima, hún var að strauja og ég sat á gólfinu eins og klessa, afskaplega rólegt barn. Vær og góð. Mamma vissi ekkert hvað hún átti að gera við Ragga frænda, hann var svo æstur og ör og óðamála og vildi ekki fara á spítalann. Eina sem henni datt í hug var að taka mig upp og setja í fangið á honum. Við það róaðist Raggi, mamma fór í símann, hringdi í pabba i vinnuna, hann dreif sig heim og þá var Raggi frændi sallarólegur með litlu klessuna í fanginu. Þessa sögu er búið að segja mér milljón sinnum. Mér þótti vænt um þetta atvik. Þetta var svona valdeflandi saga fyrir unga stelpu. Síðan þegar Ragnar fór aftur í maníu þegar ég var 8 ára, 7 árum seinna þá hafði ég mjög mikinn áhuga á veikindum hans og var mjög virk við að hjálpa til. Mér fannst þetta mjög áhugavert, hann tók í nefið og pabbi sagði mér að það væri eitt af einkennunum að þegar hann væri ör þá tæki hann oftar í nefið. Ég tók að mér að telja skiptin per klukkutíma. Þetta var heilmikið verkefni,“ rifjar María upp og hlær.
Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Fleiri fréttir Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Sjá meira