Hafði mikinn áhuga á veikindum frænda síns Viktoría Hermannsdóttir og Ólöf Skaftadóttir skrifa 21. júní 2015 16:00 María Einisdóttir, Ólöf og Viktoría Vísir/Valli María Einisdóttir er hjúkrunarfræðingur og framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans. Hún var gestur Viktoríu Hermannsdóttur og Ólafar Skaftadóttur í Föstudagsviðtalinu, sem hægt er að hlusta á í heild sinni hér að ofan. María ræðir um verkfallið, ástandið á spítalanum, virðingarleysið í garð kvennastétta og ofgreiningar á öllu mögulegu. „Ég gat aldrei eiginlega hugsað mér nokkuð annað starf,“ segir María um þá ákvörðun að gerast hjúkrunarfræðingur. „Maður elst upp við ákveðnar sögur af sjálfum sér sem manni eru sagðar aftur og aftur. Þetta er saga sem gerðist þegar ég var ársgömul. Sagan er þannig að ég átti föðurbróður sem hét Ragnar, Raggi frændi. Hann átti við andleg vanheilindi að stríða, hann var með geðhvörf. Hann veiktist fyrst 13 ára gamall, síðan veikist hann þegar ég er ársgömul. Bróðir hans, sem er samt ekki pabbi minn, ákveður að fara með hann inn á Klepp. Ragnar er ekki ánægður með þessa ákvörðun þannig á leiðinni út úr bænum kippir hann í einhverja víra, það drepst á bílnum, hann tekur stökkið og hleypur heim til okkar. Mamma var alein heima, hún var að strauja og ég sat á gólfinu eins og klessa, afskaplega rólegt barn. Vær og góð. Mamma vissi ekkert hvað hún átti að gera við Ragga frænda, hann var svo æstur og ör og óðamála og vildi ekki fara á spítalann. Eina sem henni datt í hug var að taka mig upp og setja í fangið á honum. Við það róaðist Raggi, mamma fór í símann, hringdi í pabba i vinnuna, hann dreif sig heim og þá var Raggi frændi sallarólegur með litlu klessuna í fanginu. Þessa sögu er búið að segja mér milljón sinnum. Mér þótti vænt um þetta atvik. Þetta var svona valdeflandi saga fyrir unga stelpu. Síðan þegar Ragnar fór aftur í maníu þegar ég var 8 ára, 7 árum seinna þá hafði ég mjög mikinn áhuga á veikindum hans og var mjög virk við að hjálpa til. Mér fannst þetta mjög áhugavert, hann tók í nefið og pabbi sagði mér að það væri eitt af einkennunum að þegar hann væri ör þá tæki hann oftar í nefið. Ég tók að mér að telja skiptin per klukkutíma. Þetta var heilmikið verkefni,“ rifjar María upp og hlær. Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Sjá meira
María Einisdóttir er hjúkrunarfræðingur og framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans. Hún var gestur Viktoríu Hermannsdóttur og Ólafar Skaftadóttur í Föstudagsviðtalinu, sem hægt er að hlusta á í heild sinni hér að ofan. María ræðir um verkfallið, ástandið á spítalanum, virðingarleysið í garð kvennastétta og ofgreiningar á öllu mögulegu. „Ég gat aldrei eiginlega hugsað mér nokkuð annað starf,“ segir María um þá ákvörðun að gerast hjúkrunarfræðingur. „Maður elst upp við ákveðnar sögur af sjálfum sér sem manni eru sagðar aftur og aftur. Þetta er saga sem gerðist þegar ég var ársgömul. Sagan er þannig að ég átti föðurbróður sem hét Ragnar, Raggi frændi. Hann átti við andleg vanheilindi að stríða, hann var með geðhvörf. Hann veiktist fyrst 13 ára gamall, síðan veikist hann þegar ég er ársgömul. Bróðir hans, sem er samt ekki pabbi minn, ákveður að fara með hann inn á Klepp. Ragnar er ekki ánægður með þessa ákvörðun þannig á leiðinni út úr bænum kippir hann í einhverja víra, það drepst á bílnum, hann tekur stökkið og hleypur heim til okkar. Mamma var alein heima, hún var að strauja og ég sat á gólfinu eins og klessa, afskaplega rólegt barn. Vær og góð. Mamma vissi ekkert hvað hún átti að gera við Ragga frænda, hann var svo æstur og ör og óðamála og vildi ekki fara á spítalann. Eina sem henni datt í hug var að taka mig upp og setja í fangið á honum. Við það róaðist Raggi, mamma fór í símann, hringdi í pabba i vinnuna, hann dreif sig heim og þá var Raggi frændi sallarólegur með litlu klessuna í fanginu. Þessa sögu er búið að segja mér milljón sinnum. Mér þótti vænt um þetta atvik. Þetta var svona valdeflandi saga fyrir unga stelpu. Síðan þegar Ragnar fór aftur í maníu þegar ég var 8 ára, 7 árum seinna þá hafði ég mjög mikinn áhuga á veikindum hans og var mjög virk við að hjálpa til. Mér fannst þetta mjög áhugavert, hann tók í nefið og pabbi sagði mér að það væri eitt af einkennunum að þegar hann væri ör þá tæki hann oftar í nefið. Ég tók að mér að telja skiptin per klukkutíma. Þetta var heilmikið verkefni,“ rifjar María upp og hlær.
Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Sjá meira